19. júní


19. júní - 19.06.2010, Blaðsíða 30

19. júní - 19.06.2010, Blaðsíða 30
Á. Símonar og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir verkakona hélt ræðu en hún hafði vakið mikla athygli á fundinum á Lofleiðum. Aðalheiður var ákaflega skelegg kona og gerði útslagið með þennan fund. Hún hreif alla með sér,“ segir Guðrún. Athygli um allan heim „Frá því að ákvörðunin var tekin í júní voru stíf fundarhöld þar til að deginum kom í október. „Þegar fór að líða að fundinum fóru að berast ótal fyrirspurnir utan úr heimi til Kvennaársnefndar um þennan dag. Hingað streymdu síðan blaðamenn til að fylgjast með fundinum.“ Guðrún segist hafa farið um morguninn ásamt dætrum sínum í heimsókn til vinkonu sinnar sem bjó í Suðurgötu. Þar hittust nokkrar vinkonur með dætur sínur og borðuðu léttan hádegisverð og gengu síðan saman niður á Lækjartorg. „Það var mikilfenglegt að sjá hvernig konurnar streymdu að torginu. Ég held að enginn hafi gert sér grein fyrir því að þetta yrði svona fjölmennur fundur,“ segir Guðrún en að minnsta kosti 25 þúsund konur komu saman í miðbænum þennan dag. Einnig komu konur saman í öðrum bæjarfélögum um allt land. Guðrún setti fundinn og segir að upplifunin að standa á sviðinu og horfa yfir torgið hafi verið stórkostleg. „Þarna voru konur sem komu alls staðar að. Einhverjir karlar voru þarna líka en þeir voru fáir. Karlarnir sátu eftir á vinnustöðunum, margir hverjir með börnin með sér. Fyrir fundinn hafði verið töluvert fjallað um það í blöðum hvort taka ætti laun af konunum ef þær leggðu niður vinnu þennan dag. Sumir vinnuveitendur hótuðu því. En fundurinn vakti athygli um allan hinn vestræna heim og ég hef mikið verið spurð um hann í gegnum tíðina.“ Margt áunnist Þegar Guðrún er spurð hvað hún telji að hafi áunnist í kvennabaráttu með þessum fundi svarar hún: „Fundurinn gerði afskaplega mikið fyrir kvennabaráttuna. Konur gerðu sér þarna grein fyrir því að ef þær stæðu saman gætu þær áorkað miklu. Ég tel t.d. að kjör Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta hafi verið beint framhald af fundinum. Auk þess hafði fundurinn mikil áhrif á ungar stúlkur sem voru að vaxa úr grasi á þessum tíma. Það hefur ótal margt áunnist í kvennabaráttu síðan. Árið 1975 var það algjör undantekning ef kona var í hárri stöðu en ef maður lítur yfir þjóðfélagið núna sést breytingin. Einnig var erfitt að fá konur til að taka þátt í opinberri umræðu. Þær gáfu ekki kost á sér í viðtöl, né heldur skrifuðu þær greinar í blöð. Minnst hefur þokast í jafnrétti launa. Fyrstu jafnréttislögin voru sett 1976 en áður hafði verið stofnað jafnlaunaráð. Við héldum þegar jafnréttislögin voru samin að þau myndu á einfaldan og fljótan hátt laga þennan kynbundna launamun sem var baráttumál kvennafrídagsins. Því miður reyndist svo ekki vera,“ segir Guðrún. Kvennaársnefndin skilaði ítarlegri skýrslu eftir fundinn. Konur frá Íslandi voru þátttakendur á nokkrum stórum ráðstefnum víða um heim á kvennaáratug Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1975 til 1985. Jafnréttisráð, sem sett var á stofn 1976, átti síðan að taka við starfi Kvennaársnefndar og vinna að jafnrétti kvenna og karla.a Guðrún Erlendsdóttir setti baráttufund á Lækjartorgi 24. október 1975 og segir það hafa verið stórkostlega upplifun 30 29-31 AhrifinGuðrunAðalh.indd 4 6/1/10 2:11:47 PM

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.