19. júní


19. júní - 19.06.2010, Blaðsíða 42

19. júní - 19.06.2010, Blaðsíða 42
Í bókinni lýsir Björn því á glettinn hátt hvernig hann tekst á við þetta verkefni en fyrir það var hann kjörinn Bæjarlistamaður á Akureyri árið 2010. Margt hefur gerst eftir að bókinni lauk. Björn ákvað að setjast á skólabekk í Háskólanum á Akureyri og nema þar þjóðfélagsfræði. „Mér hefur gengið allt í haginn frá því bókin kom út,“ segir Björn alsæll með lífið. „Ég ákvað að nota þá hvatningu sem ég fékk og settist á skólabekk í fyrsta skipti í aldarfjórðung. Ég var að ljúka fyrsta árinu. Í tengslum við það nám fékk ég vinnu í sumar við rannsóknir á Ólafsfirði og Siglufirði tengda samgöngum. Starfið er á vegum Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri og Vega- gerðarinnar. Ég er því farinn að róa á ný mið,“ segir Björn. „Þar sem ég var kjörinn bæjarlista- maður hef ég síðan eyrnamerkt sex mánuði á næsta ári til að halda áfram skrifum og er með eitt og annað í bígerð. Allt í einu er bara rosalega margt að gerast í mínu lífi,“ segir hann ennfremur. „Ég er mun ákveðnari í þeirri skoðun minni nú heldur en þegar ég skrifaði bókina að líf okkar snýst ekki um áföllin sem við verðum fyrir á lífsleiðinni heldur hvernig við bregðumst við þeim. Maður þarf að vera sveigjanlegur. Þar sem ekkert er að gera í blaðamennskunni þá er mjög gott að hafa vit á því að líta í aðrar áttir.“ Þegar Björn er spurður hvort það hafi ekki verið erfitt að setjast aftur á skólabekk eftir svona langan tíma játar hann því. „Ég var skelfingu lostinn fyrstu dagana og fullur vanmáttar innan um þetta unga fólk. Ég treysti ekki minni mínu en það kom mér þægilega á óvart að skerpan var fyrir hendi. Ég held að ég hafi aldrei fengið jafnmikið út úr námi og í vetur. Það er svo frábært að geta tengt sinn eigin reynsluheim við námið.“ Starkaður, sonur Björns, sem var á fyrsta ári þegar hann tók við umönnun hans, er kominn á leikskóla. Dóttir á leiðinni Í bókinni lýsir Björn því á heiðarlegan og nákvæman hátt hversu erfiðlega gekk að búa Starkað til og þurfti í lokin hjálp tækninnar til þess. „Við töldum það kraftaverk þegar hann varð fósturvísir. Svo kemur lífið endalaust á óvart því sama dag og faðir minn lést í desember sl. þá kom konan til mín sposk á svip og sagði að við ættum von á barni. Í þetta sinn varð barnið til alveg óvart og á eðlilegan hátt svo nú fæðist dóttir í ágúst ef allt gengur vel,“ segir Björn ennfremur. Einnig urðum við afi og amma nýlega svo það er engin lognmolla í okkar lífi,“ segir Björn en þau hjónin eru bæði á fimmtugsaldri. Heimkoman - pabbaraunir Hér er hluti af kafla bókarinnar þar sem Björn lýsir því þegar hann tók við heimilisstörfunum og eiginkona hans byrjaði í nýrri vinnu. Ég hafði varla skipt á Starkaði hjálparlaust fram að deginum sem ég stóð einn með hann. Ég hafði aldrei matað hann, ég var ekki viss um hvað hann borðaði, vissi ekki hverju hann klæddist. Vissi ekki hvort hann gæti leikið eða þá hvernig. Vissi ekki hvenær hann ætti að fara sofa eða hve lengi, hvar eða hvernig. Vissi ekki hvort hann væri glaður eða leiður þegar hann gaf frá sér þetta hljóðið eða hitt. Vissi bara að þarna vorum við tveir og horfðumst vandræðalegir í augu. Svo setti hann skeifu á munninn. Sennilega yfir áhyggjusvipnum á andliti föðurins. Ég leit á klukkuna í von um að Arndís færi bráðum að koma heim. En það var bara mínúta síðan hún fór. Það var sem sagt þannig að tíminn með ungbarni inni á heimili líður ekki. Svo brast hann í grát. Hefur eflaust saknað mömmu sinnar. Engir takkar til, ekki hægt að slökkva á honum. Ég yrði að taka hann í fangið og ganga með hann um gólfið, hann var ekki hrifinn af því. Ókei, matur. Hann var örugglega svangur. Hvað var mamma hans að pæla að segja að ég ætti að sjá um matinn hans, ég sem sá ekki einu sinni um matinn handa sjálfum mér. Hafði þegar hér var komið sögu eldað mat innan við fimmtíu sinnum á allri mannsævinni. Bóhem elduðu ekki sinn eigin mat, þau létu aðra elda onísig. Ég leitaði að patentmáltíð, barnamat í krukkum, en drengurinn var víst löngu hættur á honum. En þarna voru bananar. Ég gat stappað banana. Húrra. En strákormurinn Björn Þorláksson, fyrrverandi fréttamaður, er reynslunni ríkari Brugðist við áfalli og atvinnumissi Björn Þorláksson, fyrrverandi fréttamaður á Stöð 2, sendi fyrir síðustu jól frá sér bókina Heimkoman sem vakið hefur mikla athygli. Þar lýsir Björn því áfalli að missa vinnuna; að vera kippt út úr þjóðmálaumræðunni og inn á heimilið þar sem hefðbundin heimilisstörf tóku við. Björn Þorláksson missti vinnuna og sneri sér að heimilisstörfum með misgóðum árangri. 42 42-43 AtvinnumissirBjornþorlak2 2 6/2/10 10:18:16 AM

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.