19. júní


19. júní - 19.06.2010, Blaðsíða 44

19. júní - 19.06.2010, Blaðsíða 44
45 - frá Kvennasögusafni Íslands u Kvennasögusafni Íslands hafa borist upplýsingar um 541 íslenska konu sem lokið hafa doktorsprófi. Nöfn þeirra eru skráð þar ásamt þeim upplýsingum sem til eru um heiti ritgerðar, dagsetningu doktorsvarnar og nafni háskóla þar sem vörn fór fram. Nöfnum verður bætt við þessa skrá jafnharðan og upplýsingar berast. Landsbókasafn Íslands á eintak af nær öllum ritgerðunum. u Hlutfall kvenna í framboði til sveitarstjórna í maí 2010 var hærra en nokkru sinni áður, eða 1.331 kona á móti 1.515 körlum. Konur eru því 46,8% frambjóðenda. Ef eingöngu eru skoðuð hlutföll kvenna og karla í efstu sætum framboðslista breytist myndin þó umtalsvert. Hlutfall kvenna í fyrsta sæti framboðslista sem buðu fram er 24,9% á móti 75,1% karla. Konur í öðru sæti framboðslista voru hins vegar 62,2% en karlar 37,8%. Ef skoðað er hlutfall kvenna og karla í fjórum efstu sætum allra framboðslista kemur í ljós að karlar skipa 55% þessara sæta en hlutfall kvenna er 45%. u Í lok apríl 1970 kom saman hópur ungra kvenna í kjallara Norræna hússins til að ræða stöðu kvenna á Íslandi og aðgerðir til að vekja almenning. Fyrr í apríl hafði danskur kvennahópur er kallaði sig Rødstrømperne þrammað eftir Strikinu í Kaupmannahöfn, skrýddur risabrjóstum, gríðarlegum höttum, gerviaugnahárum og rauðum sokkum. Þessi aðgerð vakti gífurlega athygli fjölmiðla, einnig hinna íslensku. Fréttir höfðu einnig borist af aðgerðum kvenna prýddum rauðum sokkum í New York, en sá hópur kallaði sig New York Redstockings og tók til starfa 1968. Hinn óhefðbundni hollenski hópur Dolle Mina sem kom fram á sjónarsviðið í byrjun árs 1970 vakti einnig mikla athygli. u Frá árinu 1922 hafa 73 konur setið á Alþingi. Fyrsta konan sem sat á Alþingi var Ingibjörg H. Bjarnason, 1922-1930. Aldrei hafa fleiri konur setið á Alþingi og nú. Eftir síðustu kosningar í apríl 2009 var hlutfall kvenna á þingi 42,9% en þá voru þær 27. a Áhugaverðar upplýsingar M yn d Ó lö f J ón a G uð m un ds dó tti r m yn dl ist am að ur . 44-45 PossuðukonurnarÞoranna.i2 2 6/1/10 2:20:58 PM

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.