19. júní


19. júní - 19.06.2010, Blaðsíða 49

19. júní - 19.06.2010, Blaðsíða 49
Kaaber, formaður stjórnar Ríkisútvarpsins ohf., og Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi. Fyrir fundinn hafði framkvæmdastjóri KRFÍ, Halldóra Traustadóttir, gert lauslega könnun á kynjahlutfalli viðmælenda tveggja umræðuþátta í Ríkisútvarpinu og Sjónvarpinu sem leiddi í ljós að einungis um 20-25% viðmælenda voru konur í þáttunum sem um ræddi (Vikulokin á Rás 1 og Silfur Egils í Sjónvarpinu). Álíka könnun gerði Sóley Tómasdóttir, en hún skoðaði viðmælendur í viðræðuþáttum í sjónvarpi á sjónvarpsstöðvunum þremur: Ríkissjónvarpinu, Stöð 2 og Skjá einum. Niðurstöður Sóleyjar sýndu álíka hlutfall kvenna sem viðmælendur í sjónvarpsþáttunum með þeirri undantekningu að í spjallþætti Sölva Tryggvasonar: Spjallið með Sölva, var kynjahlutfallið jafnt. Af því tilefni færðu formaður og ritari KRFÍ Sölva viðurkenningarskjal. Það er einn liður í starfi KRFÍ að veita viðurkenningu til þeirra eða þess sem er jákvætt í jafnréttisbaráttunni og hafa nokkur fyrirtæki hlotið slík viðurkenningarskjöl, t.d. fyrir eftirtektarverðar auglýsingar sem brjóta upp kynjamynstrin og/ eða eru til fyrirmyndar í jafnréttisbaráttu kynjanna að öðru leyti. Aðrar viðurkenningar ársins hlutu Elín Björg Jónsdóttir sem var kjörin fyrsta konan til að gegna starfi formanns BSRB og síðan var Sveinbjörg Hermannsdóttir, félagi í KRFÍ um áratuga skeið, gerð að heiðursfélaga á aðalstjórnarfundi í september 2009. Einnig var það sönn ánægja stjórnar að heiðra eigin stjórnarkonu, Ragnhildi G. Guðmundsdóttur, sem hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu, 1. janúar 2010 fyrir starf sitt að félagsmálum. Hún er nú fulltrúi KRFÍ í Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og hefur gegnt þar formennsku frá árinu 2004. Kvennasögusafn Íslands og KRFÍ héldu sameiginlegan jólafund 10. desember og áttu stjórnir félaganna, starfsmenn, félagar og aðrir gestir notalega kvöldstund saman í hæfilegri blöndu af menningu, skemmtun og ljúfum veitingum. Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, ung og efnileg söngkona úr Mosfellsdal, söng nokkur jólalög og lesið var úr tveimur bókum: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir las upp úr bók sinni Ofbeldi á Íslandi - Á mannamáli, sem m.a. var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Elín Albertsdóttir blaðamaður las úr bók sinni Íslenska undrabarnið – Saga Þórunnar Ashkenazy. Kvöldinu lauk með hinu vinsæla jólahappdrætti KRFÍ þar sem vinningarnir eru margir hverjir glæsilegir; margir bókaútgefendur gefa nýútkomnar bækur til happdrættisins, auk eldri titla, stéttarfélög hafa gefið helgi í sumarbústöðum félaganna og snyrtistofur hafa gefið vinninga, svo fátt eitt sé talið. Á nýja árinu var haldið upp á 103ja ára afmæli KRFÍ. Að þessu sinni var boðið til hádegissúpufundar og umfjöllunarefnið var staða eldri kvenna í samfélaginu. Þrjár heldri konur fluttu forvitnileg erindi um eigin reynslu, þær Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, Sigurbjörg Björgvinsdóttir, yfirmaður félagsstarfs aldraðra í Kópavogi og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona. Met þátttaka varð á fundinum, um 80 konur, sem er fjölmennasti súpufundur sem KRFÍ hefur staðið fyrir til þessa. Auk afmælisdags KRFÍ er annar viðburður á þorra fastur liður í starfinu. Félagið hefur haft þann háttinn á að bjóða alþingismönnum til þorrablóts á Hallveigarstöðum, sem hefur tvíþættan tilgang: Annarsvegar að þakka þann góða stuðning sem félagið hefur notið undanfarin ár í formi styrks af fjárlögum og hinsvegar að kynna félagið og starfsemi þess og verkefni hverju sinni. Líkt og í fyrra varð nokkur afgangur af þorramatnum, sem KRFÍ færði Samhjálp. Á konudaginn, 21. febrúar, héldu félögin á Hallveigarstöðum opið hús með dagskrá og kaffiveitingum. Dagskráin var fljölbreytt og afar vel sótt. Kynning var á átakinu Öðlingurinn sem Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hrinti í framkvæmd á bóndadaginn. Helga Guðrún Jónasdóttir, varaformaður KRFÍ, kynnti viðburði í tengslum við 35 49 Stjórn Kvenréttindafélags Íslands frá vinstri: Margrét K. Sverrisdóttir, Halldóra Traustadóttir, Helga Guðrún Jónasdóttir, Sólborg A. Pétursdóttir, Ragnheiður Bóasdóttir, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Margrét Steinarsdóttir og Hildur Helga Gísladóttir. 46-49 Skyrsla stjornar.indd 3 6/2/10 1:15:56 PM

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.