Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 Helgarblaö i3V Ef þú bara hefðir gefið mér kost á því að hjálpa þér, þá ..." Þessi orð fara sjálfsagt um hug allra þeirra sem missa ást- vin sem deyr fyrir eigin hendi. Guðrún Eggertsdótt- ir sjúkrahúsprestur á Akureyri sá að baki sautján ára syni sínum fyr- ir Qórtán árum. Guðrún deilir hér með okkur reynslu sinni. „Einhvern veginn er það nú þannig að maður gerir ráð fyrir því að börn fylgi foreldrum til grafar en ekki öfugt," segir Guðrún. „Hug- mynd mín um hlutverk móðurinn- ar var að hún ætti að vernda börn- in sín fyrir öllu illu, geta bætt úr og lagfært það sem á bjátaði hjá þeim. Mér fannst ég hafa brugðist sem móðir. Slík reynsla breytir að sjálf- sögðu lífi manns og viðhorfum til lífsins. Þó svo maður læri að lifa og takast á við lífið á ný verður það aldrei eins og þess er ekki að vænta að það geú orðið eins." Leitin að blórabögglinum Hvort hún hqfi ásakað sjálfa sig leitað skýringa á einhverju sem hún hefði sagt eða gert, ekki sagt og ekki gert, svarar hún: „Þegar horft er til baka verðum við að muna að það er gert í ljósi þess sem orðið er. Það er alltaf hægt að sjá eitthvað sem hægt hefði ver- ið að gera öðruvísi. Alltaf einhver „ef ég hefði" eða „ef ég hefði ekki". Það tók mig langan tíma að sætt- ast á það að ég gerði það sem ég best kunni og gat á hverjum tíma. En að sjálfsögðu rifjaði ég upp það sem ég taldi að ég hefði getað gert öðruvísi. Hluti þeirrar leitar er leit- in að blórabögglinum og að mörgu leytí er auðveldara að taka sjálfur á sig sök en horfast í augu við reiðina gagnvart ástvininum sem tók þá af- drifaríku ákvörðun að binda enda á sitt eigið líf." Voru einhver „viðvörunarljós" sem gátu bent til þess hvað var í vœndum? „Nei, í okkar tilfelli voru engin viðvörunarljós, engar hótanir, eng- ar fyrri tilraunir, þunglyndi eða ann- að sem við vissum um eða undir- bjuggu okkur á einhvem hátt undir það sem gerðist." Samfélagið væntir sektar- kenndar Hvernig leitaðirðu þér hjálpar eftir missinn? „Ég fékk mikinn stuðning fjöl- skyldu, vina og prestsins míns. Við hjónin gátum stutt hvort annað og vinkona sem bjóyfir svipaðri reynslu hjálpaði mikið. Ég leitaði til sálff æð- ings og tók síðar þátt í sorgarhóp- um, bæði á vegum Nýrrar dögunar og í kirkju. Það skiptir mestu að vilja sjálfur takast á við og vinna úr sín- um tílfinningum og upplifun. Aftur á mótí er jafnvel enn betra að eiga kost á því að taka þátt í sorgarhópi syrgjenda eftir sjálfsvíg. Hvort sem um er að ræða almennan sorgar- hóp eða hóp syrgjenda eftir sjálfsvíg er ótrúlega sterkt að finna að aðr- ir eru að takast á við það sama og maður sjálfur. Finna fyrir því sama, burðast með sömu sektarkenndina, en sektarkenndin er ekki síður áber- andi þegar dauðsfallið er af völdum slyss. 1 hópavinnu sem ég hef ann- ast með aðstandendum þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi, heyri ég að fólk upplifir að samfélagið hafi væntíngar tíl að fólk hljóti að hafa sektarkennd. Væntíngar samfélags- ins eru þó oft á tíðum mun meiri en sektarkenndin sem fólkið hefur. f sorgarhóp finnur maður best fyr- ir því að maður er ekki einn á bátí, að aðrir upplifa hlutína á svipaðan hátt. Þar þarf ekki að útskýra líðan sína eins og þegar verið er að tala við vini og kunningja sem gjarnan vilja segja manni hvemig manni á að líða eða ekki líða. Það hefur einnig hjálpað mér að vinna með aðstand- endum, en ég hef talsvert komið að því. Bæði sem foreldri gagnvart for- eldrum í sömu aðstæðum og síðar . .... ..7^.7 , „Að sjálfsögðu getum við lítið annað gert en virða ákvörðunina og muna að langoftast erþað nú svo að efhinn látni var á annað borð að hugsa um ástvini sína á þeirri stundu sem hann eða hún tók ákvörðunina, þá var viðkomandi viss um að ákvörðunin væri sú besta fyrir ástvinina" sem fagmanneskja þar sem ég hef leitt sorgarhópa aðstandenda." Verðum að virða ákvörðunina Er á einhvem hátt hœgt að skilja ákvörðun þess sem tekur eigið líf? „f sumum tilfellum er það hægt að nokkru marki, það er að það er hægt að sjá einhverja atburðarás sem leiddi tíl ákvörðunarinnar. En oftast er það nú svo að þeir sem eftír lifa sjá að hægt hefði verið að reyna svo margt annað, fá aðstoð, leysa úr flækjum. Ef þú bara hefðir gefið mér kost á því." En berað virða þá ákvörðun? „Að sjálfsögðu getum við lít- ið annað gert en virða ákvörðun- ina og muna að langoftast er það nú svo að ef hinn látni var á ann- að borð að hugsa um ástvini sína á þeirri stundu sem hann eða hún tók ákvörðunina, þá var viðkomandi viss um að ákvörðunin væri sú besta fyrir ástvinina." Mætti Guði í reiði og spurn Hjálpar menntun þín þér til að horfast í augu við þessa reynslu eða litur þú hana bara sömu augum og aðrir foreldrar; breytir einhverju hvað maður kann og veit? „Ég veit ekki hvað skal segja. Ég fór að læra guðfræði eftir að sonur minn dó, taldi að sú menntun gerði mig hæfari til að styðja og hjálpa öðrum í þessum aðstæðum. Það var mér eðlilegt að leita huggunar í trúnni, en ég mættí Guði líka í reiði og spurn. Guðfræðin gaf mér tæki- færi á að orða mínar spurningar, skoða spumingar og svör annarra og komast svo að mínum eigin svör- um og sætta mig við þau. Þannig hefúr menntun mín gefið mér mikið í mínu sorgarferli og ég er sannfærð um að ég væri ekki stödd þar sem ég er nema vegna hennar. í sorginni er maður þó alltaf fyrst og fremst for- eldri, maki, barn þess sem látínn er. Og það er mikilvægt að leyfa sér að vera það, ætía sér ekki annað." m Missir þess sem aldrei varð Hvenœr eru erfiðustu stundirn- ar? „Stundum em erfiðustu smnd- irnar þessir dagar sem minna á hinn látna, afinælis- og dánardagur. Fjöl- skylduhátíðir, jól, ferming og ættar- mót, geta líka verið erfiðar. Stundum er það svo eitthvað allt annað sem reynist manni erfitt. Það að sjá dán- artilkynningar ungs fólks var mér til dæmis mjög erfitt og það er svo undarlegt að allt í einu virtust þær í hverju blaði. Ég hafði ekki tekið eins mikið eftír þeim áður. Stundum er maður viðbúinn - fyrstí afmælisdag- urinn, fyrstu jólin, stundum hellist söknuðurinn yfir án nokkurs fyrir- vara. Til dæmis helltist sorgin yfir mig þegar ég sá vinkonu mína útí að ganga með sonarson sinn í vagni og ég gerði mér grein fyrir því að slflct ætti ég aldrei eftir að upplifa. Þeg- ar maður upplifir ekki bara missinn sem maður hefúr orðið fyrir heldur líka missi þess sem maður taldi sig eiga í vændum. Það getur komið illi- lega aftan að manni." Hver og einn fer í gegnum sorgarferlið á sinn hátt Hvaða ráð áttu til handa fólki sem stendur i þeim sporum sem þú stóðst í? „Hlustaðu eftír eigin þörfum. Ef þér finnst erfitt að átta þig á þeim leitaðu þá til einhvers nákomins, eða prests, sálfræðings eða ann- ars fagaðila sem getur hjálpað þér við það. Það er eðlilegt að finna til sorgar, mikillar sorgar, þegar ást- vinur deyr, hvort sem orsökin er sjálfsvíg, sfys eða sjúkdómur. Sorg- arferlið tekur langan tíma, því er í sjálfu sér ekki hægt að flýta, en það er hægt að fá aðstoð við að fara í gegnum það. Það er líka í lagi að manni fari smám saman að líða betur, það er ekki merki um að maður sé farinn að gleyma hin- um látna eða elski hann/hana ekki lengur. Vertu umburðarlyndur við sjálfa/n þig. Hlustaðu á ráðlegg- ingar sem vinir og ættingjar gefa en veldu síðan úr það sem þér finnst þess virði að reyna. Sjáðu hvern- ig það hentar þér og taktu síðan ákvörðun um hverju þú vilt halda og hvað þú vilt gera öðruvísi. Hvert og eitt okkar fer í gegnum þetta ferli á sinn hátt og þar spila marg- ir þættir inn í, meðal annars það hvernig við höfum tekist á við lífið hingað til. Einum hentar að fara oft í kirkjugarðinn, annar kveikir ffek- ar á kertí heima. Sumir vilja hafa fólk í kringum sig, aðrir vilja fá að vera í einrúmi." Framhald á næstu opnu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.