Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 Menning DV Kolbrún Róberts sýnir Myndverkasýning Kolbrúnar Róberts stendur núna yfir í Energiu í Smáralind. Þar sýnir hún olíumálverk og mynd- verk unnin með blandaðri tækni. Sýningin stendur yfir út nóvember. Tvær aldir eru í dag síðan Jónas Hall- grímsson fæddist á bænum Hrauni i Öxnadal. í ættfræðihluta DV i dag er fjall- að ítarlega um ættir hans og ævi. Hér á opnunni segja fjórir einstaklingar meðal annars frá því hvernig Jónas og hans arfleifð blasir við þeim, hver þeirra uppá- haldsljóð eru og hvernig þau sjá fyrir sér Jónas væri hann uppi í dag. . Jónas í Hljómskálagarðinum Styttan er eftir Einar Jónsson og hefur staðið í Hljómskálagarðinum frá því um miðja 20. öld. „Jónas breytti íslenskri ljóðlist meira en noldcur annar einstakl- ingur hefur gert," segir Guðmund- ur Andri Thorsson rithöfundur um ástmögurþjóðarinnar, eins og Jónas Hallgrímsson er gjarnan kallaður. „Hann innleiddi nýja en um leið klassíska bragarhætti sem hann gróf upp úr evrópskri og norrænni forn- eskju, gæddi nánasta umhverfi okk- ar einhverri framandi fegurð, orti þetta allt upp. Og samt dugir þetta ekki til að gera grein fyrir því hversu einstæður hann er. Megas segir að hann hafi ort um fallega hluti, það er alveg rétt, en hann orti líka fal- lega hluti: ljóðlínurnar hjá honum eru svo fagrar. Hann bjó til svo fagr- an íslenskan heim úr orðum." Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur „Það er erfitt að fást við íslenskar bókmenntir án þess að áhrifa hans gæti." Til í alls konar brall Guðmundur Andri segir að Jónas hafi búið til prótótýpur af ljóðum. „Hann gerði mótin. Eg bið að heilsa er óumræðilega blíðleg innleiðsla evrópskrar hámenningar á fslandi, fullkomið ljóð; Ferðalok er í raun og veru fegursta ástarljóð íslenskrar tungu - Gunnarshólmi er ógnvæn- lega flott málverk. Ég klökkna yfir Vfsum íslendinga, Þið þekkið fold, Hulduljóð, Ó þú jörð, Mér finnst það vera fólskugys, Enginn græt- ur fslending, Dalvísa, Yfir dal yfir sund... Ég veit það ekki. Kannski ég segi Á Sumardagsmorguninn fyrsta 1842. Það snertir í mér viðkvæman streng núna í skammdeginu." Að sögn Guðmundar Andra fór hann ekki að lesa Jónas að ráði fyrr en eftir tvítugt, en svo varð hann eitt meginviðfangsefni hans í nokkur ár. „Hann hefur haft geysilega mikil áhrif á mig. Það er erfitt að fást við íslenskar bókmenntir án þess að áhrifa hans gæti. Hann hafði heil- brigð viðhorf til texta og snaraði því fram sem þurfti, sundreglum, guðs- orði, náttúrufræði, nýyrðum, ljóð- um ... Hann var ekki nískur á sjálfan sig og til í alls konar brall." Væri ekki með MySpace-síðu Aðspurður hvað hann teldi að Jónas væri að gera ef hann væri uppi í nútímanum segir Guðmund- ur Andri að Jónas hafi verið mikið barn Norðurlands og Kaupmanna- hafnar síns tíma þannig að erfitt sé . að ímynda sér hann. „En hann var til dæmis töluverður nautnabelgur þannig að hann gæti lent í vissum vandræðum á þessum tímum þeg- ar búið er að neysluvæða tilfinn- ingalífið. Á hinn bóginn var hann ástríðumaður í pólítík, mikill fé- lagsmálakall og svo var tilfinning hans fýrir náttúrunni engu lík sem við höfum séð til nokkurs fslend- ings fýrr eða síðar. Þannig að eigum við ekki að segja að hann taki svona sínar dýfur í borgarglaumnum en sé þess á milli býsna harðskeyttur Landvörður í Herðubreiðarlindum og atkvæðamikill í Náttúruverndar- samtökum fslands. Ein hliðin á Jónasi er andófsmað- ur og vandlætari sem hafði unun af því að láta fíflið heyra það. Hann þoldi ekki fúsk og valdsmannagorg- eir. Hann væri á móti leirskáldun- um og enskumjálminu sem krakk- arnir bjóða okkur upp á. Ég sé hann ekki fyrir mér í tölvuleik eða með MySpace-síðu; ég held að íjölda- menningin væri honum ekki að skapi, en hann væri mjög ánægður með dugnaðinn í fslendingunum - það voru þeir alltaf að skrifa um í Fjölni að vantaði hér. Og hann væri hrifinn af hitaveitunni og rafmagn- inu - sem var reyndar eitt af þeim orðum sem hann fann upp." Einstakur „Staða Jónasar í íslenskri bók- menntasögu er svolítið sérstök. Hann hefur ort og skrifað á svo mörgum sviðum, og allt sem hann Sigurlín Bjarney Gísladóttir hlaut sendi nýlega frá sér sína fyrstu ljóðabók, Fjallvegir í Reykjavík. Sjöárað Ijúka við bókina LJOD „Ljóðin fjalla voðalega mikið um vegi (Reykjavík þar sem útsýni er til fjalla og það fylgja GPS-staðsetn- ingarpunktar með prósunum fyrir áttavillta ökumenn," segir Sigurlín Bjarn- ey Gísladóttir sem nýlega sendi frá sér ljóðabókina Fjallvegir í Reykjavík. „Þetta hefur bæði verið túlkað sem prósaljóð og örsögur. Þegar þetta kom út töluðu allir um prósaljóð en svo skráðist þetta inn á bókasafni sem örsögur svo þetta er svona skráð sitt á hvað og mér er í raun alveg sama hvort það er. Þetta er bara svona haus- verkur bókmenntafræðinganna," segir Sigurlín. „Ég byrjaði að semja þessi ljóð árið 2000 svo þetta er sjö ára pró- sess en mjög hægur og með löng- um hléum. Þetta byrjaði bara þeg- ar ég keypti mér fyrsta bílinn minn árið 2000 og flutti í úthverfi. Þá byrj - aði ég að sjá öll fjöllin hér í kringum Reykjavík en ég hef verið að semja alveg frá því að ég var krakki." Eftir sjö ára skrif ein út í horni segir Sigurlín það vera góða tilfinn- ingu að sjá bókina sína útgefna. „Það er mjög góð tilfinning að sjá bókina í hillu útí bókabúð og svo er mjög skemmtilegt líka að fá við- brögðin frá öðrum," segir rithöf- undurinn. Sigurlín er um þessar mundir að klára BA nám í íslensku en kláraði á sínum tíma guðfræði. „Ég skrifaði á sínum tíma drög að skáldsögu en Sigurlín Bjarney Gísladóttir „Það er mjög góð tilfinning að sjá bókina í hillu útí bókabúð." ég veit ekki hvort ég á eftir að klára hana eða hvað, en vonandi samt. Ég veit ekki hvað það tekur langan tíma að skrifa hana en ég vona að það verði ekki önnur sjö ár." krista@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.