Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 Sport PV Félagaskipti Helga voru og eru enn þann dag í dag umdeild. í upplýsingum um kaup- verð rokkaði verðið frá 3,7 milljónum króna til 7,0 milljóna króna. Hins vegar hefðu Vals- menn ekki hampað íslandsmeistaratitlin- um, án Helga, eftir 20 ára bið. Helgi var yfir- burðamaður hér á landi síðastliðið sumar og var að öðrum ólöstuðum maðurinn á bak við titilinn. Titlar eru ekki metnir í pen- ingum og því má segja að umdeildustu fé- lagaskipti síðari tíma hafi borgað sig. Að borga svona mikið fýrir leikmann sem hefur ekki sannað sig í efstu deild er áhættusöm fjárfesting. Ef hún gengur upp og Guðjón slær í gegn munu KR-ingar fá allan þennan pening til baka. Guðjón hef- ur sýnt góð tilþrif í neðri deildunum og skorað mikið af mörkum. Hins vegar er stórt bil á milli deildanna og því verður for- vitnilegt að sjá hann sprikla í sumar. Hann hefur ávallt gengið að sæti sínu vísu í liði Stjörnunnar, verið fyrsti kostur en lendir nú í mikilli samkeppni þar sem margir bít- ast um framherjastöðurnartvær. Jónas var fyrirliði Keflavíkur og er klárlega með betri miðjumönn- um (slands. Margir frábærir leikmenn hafa farið í stórveldið íVestur- bæ og hreinlega ekki haft kjark né þor til að klæðast svarthvíta búningnum og hreinlega týnst. Jónas er mikill leiðtogi innan vallar sem utan og ólíklegt að hann muni týnast. Eitt er víst. Hann verður ekki á bekknum. KR pungaði ekki öllum þessum peningum í leik- mann til að láta hann verma tréverkið. Fylkismenn höfðu nægt fjármagn um tíma og þá munaði ekki um að fjárfesta íVal Fannari Gíslasyni frá Fram. Kaupverðið var 3,0 milljónir króna sem setti þjóðfélag- ið nánast á annan endann. Fólk talaði um að peningar væru að skemma íþróttina og svo framvegis. Hins vegar er þetta einungis skiptimynt miðað við það sem við- gengst í dag. Valur Fannar hefur aldrei almennilega sprungið út sem leikmaður miðað við væntingar. Hann fór ungur til Arsenal en líkt og margir kom hann aftur heim, er á fínum samningi og hefur það fínt sem fótboltamaður hér á landi. Valsmenn leituðu enn á náðir Framara til að styrkja lið sitt. Handboltamenn hafa hingað til ekki verið verðlagðir svona hátt en Framarar settu upp verðmiða og Valsmenn borguðu. Sigfús er góður leikmaður sem getur orðið frábær haldi hann rétt á spöðunum. Þá verður hann að öllum líkindum seldur til útlanda, jafnvel fyrir enn meiri pening og því gæti fjár- festingin borgað sig. Það á samt eftir að koma í Ijós. Jónas Guðni Sævarsson gekk í raöir KR í vikunni frá Keflavík. Jónas var samningsbundinn Keflavík og því þurfti KR aö borga fyrir kappann. Kaupverðið er nálægt 5 milljónum króna sem gerir Jónas að dýrasta leikmanni íslandssögunnar. Áður fyrr skiptu menn um lið þegar þeir urðu samningslausir en með fjár- magninu sem er komið í íslenska boltann ganga menn nú kaupum og sölum. Listinn er alls ekki tæmandi því fjölmargir leikmenn kostuðu félög sín meira en eina milljón:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.