Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 Sport DV f Friðrik Ingi Rúnarsson er meðal sigursælustu körfuknattleiksþjálfara á íslandi. 22 ára gerðist hann þjálfari Njarðvíkur sem var þá, einu sinni sem oftar, eitt af bestu körfuknattleikslið- um landsins. Njarðvík vann titilinn strax á fyrsta ári hins unga þjálfara og er hann yngsti þjálfari á íslandi til þess að stjórna liði tÚ slíks árangurs. Síðar hefur hann verið viðloðandi þjálfun á íslandi og hampað tveimur Islands- meistaratitíum auk fjölda bikarmeist- aratitla með liðum sem hann hefur þjálfað. Hann starfar nú sem fram- kvæmdastjóri KKÍ og er aðstoðarþjálf- ari landsliðsins. „Það var nokkuð sérstakt hvern- ig það kom til að ég áttí að taka við Njarðvík. Það kom til okkar banda- rískur þjálfari árið 1991 en hann hætti fljótíega og ég heyrði eitthvað af því að ég væri í umræðunni. Þá spilaði ég með liðinu og var varafyrirliði en var engu að síður boðið starfið. Það var náttúrlega mikið á ungan mann lagt að taka við liði sem var það sigursæl- asta í hópíþrótt á íslandi. Þannig að ég bað um nokkra daga til að hugsa þetta. Þeir vildu að ég yrði einungis þjálfari en spilaði ekki með liðinu líka. Ég var unglingalandsliðsmaður og efnileg- ur að mörgu leyti. Því var þetta erfið ákvörðun. Síðan kom ég til baka og sagðist vera til í slaginn. Við það hentí ég í rauninni ferlinum sem leikmaður. Ég hafði áður verið yngri flokka þjálfari í Njarðvík í mörg ár en fór svo að þjálfa í efstu deild." Virðing var borin fyrir hinum unga þjálfara Hvernig upplifun var að vera svona ungur þjálfari hjá sterku liði? „Menn geta afltaf sagt að þeir hafi ekki borið virðingu fyrir mér. En mín upplifun var að svo hafi verið. Ég tók þann pól í hæðina að taka þetta föstum tökum. Ég var svolítið kaldur. Hóf að klæðast jakkafötum. Mörgum fannst það svolítíð hallærislegt í upphafi og spurðu sig hvaða slepjulega kvikindi þetta væri. En ég veit hvaða mann ég hef að geyma og er ekki slepjulegur eða neitt annað. Á endanum vann ég fólkið á mitt band. Ég ákvað frá upphafi að vera ákveðinn auk þess sem ég gerði þetta af heilindum. Ég verð að segja að mér finnst al- veg aðdáunarvert hvemig leikmenn slógu þessa skjaldborg í kringum mig og hjálpuðu mér mjög mikið. En auð- vitað vonast maður til þess að mað- ur hafi komið þannig fram að ég hafi unnið fyrir virðingunni, en hvað sem því líður var mjög sérstakt andrúms- loft í þessu Njarðvíkurliði. Kannski er það ein skýring á því hversu sigursælt þetta lið hefur verið, þessi samheldni. Ég get ekki annað sagt en að leikmenn hafi tekið mér vel frá fyrstu mínútu. Ég viðurkenni það að ég sá pínulít- ið eftír því að hafa hætt sem leikmað- ur, því maður veit aldrei hversu langt maður hefði getað náð. Ég var ungl- ingalandsliðsmaður og spilaði ágæt- Iega mikið í meistaraflokki. Var orðinn varafyrirliði en það eru svo mörg ef í þessu og ég er ekkert ósáttur. Á mótí hef ég líka kynnst mörgu góðu fólki í þjálfuninni, fengið að ferðast um allt og margt slíkt. Friðrik Ingi Rúnarsson hefur lengi verið viðloðandi körfubolta á íslandi. Hann hefur unnið Qölda Islands- og bikarmeistaratitla með félögum sem hann hefur þjálfað ogsá fyrsti kom þegar hann var 22 ára þjálfari Njarðvíkur. Hér fer hann yfir feril sinn sem þjálfari í körfubolta. Segir sína skoðun á fjölmiðlum, útlendingum í körfubolta á íslandi og slagsmálaleik á Smáþjóðaleikunum. MEÐ LANDSLIÐINU Friðrik Ingi Rúnarsson var aðstoðarþjálfari hjá Jóni Kr. Gíslasyni áður en hann tók við landsliðinu sem aðalþjálfari. ’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.