Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 Helgarblað DV Umsjón: Þórunn S t e f á n s d ó 11 i r. Netfang thorunn@dv.is Nytsamlegirafgangar Þegar þú lendir í að sjóða allt of mikið magn af hrísgjónum gættu þess þá að henda þeim ekki, hrísgrjón má geyma í kæli í nokkra daga og nota í eitthvað gagnlegt eins og góðan grjónagraut. Skelltu grjónunum í pott, helltu hálfum til einum Iftra af mjólk yfir, fer eftir magni grjónanna og láttu sjóða í klukkustund eða þar til mjólkin er gufuð upp. Bættu við rúsínum, kanilsykri og kaldri mjólk og kvöldverður er framreiddur. Kartöflusæla á köldum degi Sjóöið sex kartöfiur þar til mjúkar (ekki alveg mauksoönar). Nýjar, rauðar kartöflur þykja bestar. Kælið og bætið þeim f skál með eftirtöldu (öllu söxuðu): 1 lauk 1 súrri gúrku 1 stórum sellerlstöngli 'A grænni papriku (eða chili pipar) Setjið á salatblað og bætið við: 'A bolla af ediki , 'h bolla af salatolíu 1 tsk. sinnepskornum 1/3 msk. selleríkornum svörtum pipar salti Blandið varlega saman og látið kólna. Bætið þá við fjórum niðurskornum, harðsoðnum eggjum og 3A bollum af majónesi. Blandið nú öllu saman, berið fram strax eða kælið vel. Skreytið með paþriku- dufti og steinselju. Nokkurgóð eldliúsráð Til að kartöflur og blómkál missi ekki hvftan lit sinn við suðu er gott að setja nokkra dropa af ediki út (suðuvatnið. Sellerí sem er vafiö inn í álpappír og sett f ísskáp helst ferskt (margar vikur. Nú er aldeilis tfminn til að kveikja á kertum.Til að þau endist lengur og leki ekki er gott að setja þau (frysti yfir nótt fyrirnotkun. Ljúfíengt súkkulaðifondú HOgrsykur 110ml vatn 400 gr súkkulaði brotið í mola (dökkt eða Ijóst eftir smekk) 2 tsk. gyllt sýróp blandaðir ávextir að eigin vali Hitiö sykurinn og vatnið saman til að útbúa sykursýróp. Bræðlð súkkulaðið varlega yfir potti með heitu vatni eða ( örbylgjuofninum á lágri stillingu. Passið upp á að hræra reglulega (súkkulaðinu meðan þið bræðið og bætið varlega gyllta sýrópinu og sykursýrópinu út (þartil þið hafið fengið þá þykkt á súkkulaðinu sem þið óskið eftir. Skerið ávexti niður í litla bita og berið fram á platta með pinnum eða tannstönglum svo auðvelt sé að næla sér (ávaxtabita og dýfa honum (heitt súkkulaðið. U/arinn LÚÐA í AÐALRÉTT 0G SKYRTERTA í DESERT LÚÐA MEÐ KÓNGAKRABBA OG KRABBASÓSU fyrir fjóra • 800grlúða • 200 gr kóngakrabbi • 8stk. hvítlauksgeirar saxaðir • 4 tsk. barbeque-krydd • 1 bolli rjómi • 1 bolli hvítvín • 1 bolli fisksoð Aðferð: Fiskurinn steiktur og krabban- um bætt á pönnuna í lok steikingar, kryddað með barbique-kryddi. Fisk- soð sett á pönnuna ásamt hvítvíni og hvítlauk, látið sjóða smá stund og þá er rjómanum bætt út í. Soðið þar til þykknar. Borið fram með fersku salati, kart- öflum eða hrísgrjónum. SKYRTERTA FYRIR SEX MANNS: • 500 gr Askaskyr • 250 ml rjómi • 100grsykur • 1 stk. egg • 2 stk. eggjarauður • 3 blöð matarlím • 0,25 dl vatn • 0,25 msk. vanilludropar HJÚPUR • 15 ml crem decassis • 15mlgrenadin • 25 ml vatn • 1 blað matarlím Aðferð: Matarlímið er sett í bleyti í kalt vatn. Egg og sykur er sett í hrærivélar- skál á mesta hraða og hrært þangað til það verður ljóst og létt, um það bil 10 mínútur. Á meðan er rjóminn og skyrið hrært saman ásamt vanillu- dropunum. Suðan er látin koma upp á vatn- inu og matarlímið leyst upp í vatn- inu, hraðinn er minnkaður á hræri- vélinni og matarlíminu hellt rólega saman við. Eggjahrærunni og skyrinu er að lokum biandað saman og blöndunni hellt í formið og látið stífna áður en hjúpurinn er settur ofan á. Aðferð við hjúpinn: Líkjör, grenadin og vatn er soðið saman og matarlímið er leyst upp. Þetta er síðan látið kólna niður í tæp- lega iíkamshita áður en því er hellt ofan á tertuna. Einnig má nota app- elsínusafa. Athugið: Ef notað er hrært skyr þarf að bæta 8 gr við matarlímið. Már Mortensen útskrifaðist sem kokkur frá Hótel- og veitingaskólanum árið 1995 eftir að hafa lært á Hótel Sögu hjá Ragnari Wessman. Már hefur meðal annars starfað á Hótel Borgarnesi og Hótel Loftleiðum en starfar núá Þremurfrökkum hjá Úlfari. Þar hefur hann starfað frá árinu 2000 unir hag sínum sérlega vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.