Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Qupperneq 50
50 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 Helgarblað DV Fjöldi rithöfunda sendir frá sér frumraun sina um þessar mundir og tekur þátt í jólabókaflóðinu. DV tók nokkra þeirra tali sem eru að taka sín fyrstu sund- tök í jólabókaflóðinu. Þórdís Björnsdóttir sendi á dögunum frá sér sína fyrstu skáldsögu, Sögu af bláu sumri EINS OG GREIN SEM VEX í ALLAR ÁTTIR Nafn og menntun? „Þórdis Bjömsdóttir, ég hef verið í bókmenntafræði þangað til síðasta vor." Hvernig kom það til að þú fórst að skrifa bókina? „Hingað til hef ég verið að skrifa ljóð og þegar ég var að leggja lokahönd á ljóðabókina vaknaði bara þessi hugmynd en ég hafði í raun aldrei hugsað neitt um það að skrifa skáldsögu. Ég tók mér smá pásu eftir að ég kláraði að leggja grunninn að ljóðabókinni og fór að lesa fullt af skáldsögum og þegar ég kláraði síðustu söguna af þeim sem ég var að lesa fannst mér ég bara verða að skrifa sögu sem ég vissi nákvæmlega hvernig ætti að vera. Fyrir hverja er þessi bók? „Söguþráðurinn er ofsalega tær og einfaldur og á yfirborðinu er hún voðalega tær svo ég held að söguþráðurinn ættí að vera aðgengilegur fyrir flesta. En svo kafar hún mjög djúpt ef maður vill kafa djúpt. Það er fullt af setningum í bókinni sem fólk tekur ekkert eftír í fyrstu en tæki kannski eftír þeim ef það Iæsi hana aftur. Ég held að hún nái til voðalega breiðs hóps, bæði til fólks sem vill bara lesa góða sögu og fólks sem vill pæla mikið í skáldskapnum." Getur þú sagt okkur aðeins frá henni? „Það er voðalega erfitt að flokka hana beint en þetta er saga sem er spennandi og það eru alveg atriði í henni sem kveikja spennu og láta mann vilja halda áfram. Bókin er um unga konu sem sest að í litlu þorpi í húsi ömmu sinnar sem er dáin en þar er allt innbúið ósnert. Á sama tíma verður hún hugfangin af stúlku sem vinnur á klukkusafni og hún fer að njósna um stelpuna. Sagan er fyrstu persónu frásögn." Ætlaðir þú alltaf að verða rithöf- undur? „Já, þegar ég var krakki var ég allt- af að skrifa bæði sögur og ljóð en spáði aldrei í það sem starf, þetta var frekar svona sjálfsagður hlutí af h'finu. Ég ætlaði alltaf að verða teiknimyndahöfundur og málari og eitthvað þannig alveg þar til ég varð fjórtán ára og þá ákvað ég að verða rithöfundur og stefndi að því." Hefúr þú skrifað eitthvað sem ekld hefúr komið út? „Já, alveg fullt. Ég er alltaf með fullt af hugmyndum og þetta kemur svolítíð svona eins og grein sem vex í allar áttír. Svo allt í einu er ég búin að klára eitthvað en yfirleitt er ég með eitthvað eitt aðalverkefni sem ég vinn að og bætí svo inn í hinar hugmyndirnar á meðan." Ert þú sátt við útkomuna? „Já, mjög sátt." Hvað er fram undan? „Ég er bara strax komin með þijár hugmyndir að nýjum bókum og er nú þegar byrjuð á einni." Hvernig leið þér þegar bókin var komin út? „Æ, það er alltaf svona ofsalega ánægjulegt en á sama tíma örlítið stress. Hvernig viðtökurnar verða og allt það en aðaliega bara ánægja samt." Hver er uppáhaldsrithöfundur- innþinn? „Af íslenskum höfundum er ég mest hrifin af Gyrði Elíassyni og Guðbergi Bergssyni og mér finnst til dæmis minningabækur Guðbergs, Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar og Eins og steinn sem hafið fágar, einar af bestu bókum sem komið hafa út á íslandi svona af samtímabókmenntum." Valur Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Grapevine, gefur út bókina Konungur noröursins Nafri og menntun? „Eyvindur Karlsson, B.A. í bókmenntafræði, í sambúð með bam." Hvernig kom það til að þú fórst að skrifa bókina? „Ég hef alltaf skrifað, svo sóttí þessi ákveðna hugmynd á mig. Upphaflega byrjaði þetta sem smásaga en varð svo að skáldsögulengd. Svo var ég hundóánægður með það og skrifaði bókina upp á nýtt" Er þetta skáldsaga eða sönn saga? „Þetta er skáldsaga." Fyrir hverja er þessi bók? „Ég held að fólk sem hefur gaman af glæpasögum hafi gaman af bókinni, þótt hún sé ekki strangt til tekið glæpasaga. Fólk sem hefur gaman af harðsoðnum skáldskap og film noir, og auðvitað fólk sem hefur gaman af góðum sögum." Getur þú sagt okkur aðeins frá bókinni? „Hún fjallar um unga konu sem er í yfirheyrslu hjá lögreglunni og lýgur. Og bókin fjallar um það sem hún lætur ósagt, sem er tíl dæmis erfið æska, eineltí, missir, kynferðisleg kúgun og þar ffarn eftír götunum." Ætiaðir þú alltaf að verða rithöfundur? „Nei, ég ætlaði að verða leikari, en fannst svo skemmtílegra að skrifa. Svo ég hættí við að fara í leiklistarskólannogfóríbókmennta- fræði í staðinn." Hvað varst þú lengi að skrifa bókina? „í allt hef ég verið um það bil ár.En það fór heilmikill tími í að endur- skrifa og betrumbæta. Miklu lengri tími en fór í fyrsta uppkast." Hefur þú skrifað mikið sem ekki hefur komið út? „Já, það er alveg heilmargt, en mjög misjafnlega gott." Ert þú sáttur við útkomuna? „Já, svona eins sáttur og maður getur verið. Maður er aldrei full- komlega sáttur, en bókin hefði lík- lega aldrei komið út hefði ég átt að vera alveg sáttur." Ætlar þú að skrifa fleiri bækur? „Iá,já.“ Ert þú kominn með einhverjar hugmyndir að annarri bók? „Ég er með allt of margar hug- myndir og allt of lítinn tíma." Hvað er fram undan? „Kynna bóldna. Er ásamt Val Gunnarssyni að halda upplestr- arkvöld og tónlistarkvöld, þar sem við lesum upp úr bókunum okkar og spilum svo. Ég er í hljómsveitínni Misery Loves Company, en hljóm- sveitin sem hann er í heitir of flóknu nafni til að ég getí borið það fram. Við verðum einmitt á Saltfélaginu á sunnudaginn klukkan þrjú." Nafn og menntun? „Valur Gunnarsson. Ég er með B.A. í sagnfræði, með sljómmálafræði sem aukagrein frá Háskóla íslands og M.A. frá Queens í Belfast í ritlist. Hvernig kom það til að þú fórst að skrifa bókina? „Ég fór fyrst sem skiptinemi til Finn- lands árið 1999 og settí þá saman nafii- ið Ilkka Hampurilanen, en það er nafn aðalpersónunnar. Hampurilainenþýð- ir hamborgari og Ilkka nafn á manni sem ég kynntist. Síðan fór ég að stunda jóga með indlenskum munki sem var hálfsúrrealiskt í kuldanum og þannig varð byrjunin tíl." Er þetta skáldsaga eða sönn saga? „Bókin er skáldsaga og gerist í Finn- landi samtímans og á 6. öld eftír Krist." Geturðu sagt okkur aðeins frá henni? „Hún fjallar um Ilkka sem er skipa- þrifamaður. Hann fer stundum út úr líkamanum og eitt sinn fer annar inn í hann í staðinn. Sá hefúr verið utan líkama í 1500 ár og á óklámð verkefni í heiminum." Ætlaðir þú alltaf að verða rithöfúndur? „Já, frá því ég var svona 11-12 ára hef ég ekki alvarlega íhugað neitt annað. Ég hef áhuga á tónlist og kvikmyndum lika en ritstörfin urðu ofan á. Þar er maður að beijast við sjálfan sig og ég reyni að vinna þá baráttu sem oftast." Hvað varstu lengi að skrifa hana? „Ég byijaði að skrifa bóldna árið 2001 og það gekk bara vel til að byrja með. Síðan þá er ég búinn að henda ótal mörgum útgáfum af henni og var lengi að finna rétta endinn. Ég hættí sem rit- stjóri Grapevine árið 2005 og hef ein- beitt mér alfarið að bókinni síðan þá." Hvað er fram undan? Það er nóg af verkefrium í gangi sem hafa verið að hlaðast upp á meðan ég var að skrifa bókina sem tók sinn tíma. Það væri skemmtílegt að klára eitthvað af þeim. Jafiivel lög, leikrit og annað. Ég er frelsinu feginn og ætla ekki að ráðast í aðra bók á næstunni. Annars er útgáfupartí á Litla lj óta andarunganum á föstudaginn klukkan 21.00 ásamt Eyvindi Karlssyni sem var líka að gefa út bók. Við lesum upp úr þeim og það verða finnskar veitingar á boðstólum og allir velkomnir." Hvernig leið þér þegar bókin var komin út? „Mér leið reyndar mj ög illa daginn efitír að ég kláraði hana. Þetta hafði stjómað lífi mínu svo lengi að allt í einu stóð ég frammi fyrir því að hafa ekkert eitt stórt verkefni fyrir stafni. Heldur tóku öll litlu verkefiiin og vandamál lífsins við." Hver er uppáhaldsrithöfúndurinn þinn? Valur Gunnarsson„Bókin er skáldsaga og gerist í Finnlandi samtímans og á 6. öld eftir Krist." „Rithöfundareruekkibeintfyrirmynd- heillandi. Rithöfundar eru einmana ir hjá mér. Mínar hetjur eru meira menn í herbergjum en ég finn þó til rokkstjömur. Þeirra lífsstíll er meira samkenndar með þeim." ENDIRINN SEM ALDREIÆTLAÐIAÐ K0MA Eyvindur Karlsson skrifar bókina Ósagt sem kemur út fyrir jólin w w 0F MARGAR HUGMYNDIR 0G 0F LITILL TIMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.