Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Page 54
54 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 Helgarblaö DV wm Netfang: tiska@dv.is CAVALLI-ÆÐI Það varð allt vitlaust á fimmtudaginn þegar hönnun Robertos Cavalli fýrir H&M kom í verslanir. Það var vitað mál að eftirvæntingin var orðin mikil en það átti enginn von á öðru eins. Aðalverslun H&M í New York troðfylltist af æstum aðdáendum sem vildu ólmir næla sér í flík eftir Cavalli en hann hefur nýlokið við að hanna fatnað fyrir El Cantante-tón- leikatúr söngkonunnar Jennifer Lopez. HEIMASÍÐAN Hvað heitir þú? „Ragnar Rael." Hvað ert þú að gera? „Vera rómantískur með Idu, kærustunni minni, en við eigum 5 ára afmæli akkúrat í þessari viku, jibbí! En annars er ég mikið í vídeóvinnslu, Ijósmyndun, animation og að teikna, skrifa, hanga, á hjólabrettinu og semja tónlist. Annars starfa ég sem bókhaldari fýrir rekstur móður minn- ar, sé um krakka af erlendum upp- runa og svo loks í fatabúðinni Elvis." Ég mæli með... „...að fólk gefi sér tíma til að hlúa að sjálfu sér og svigrúm til að þroskast og kætast." Ég er með æði fyrir... „...svo mörgu og misjöfnu en akkúrat núna er ég með æði fyrir dansi og er byrjaður á videóverki ásamt Brynju Péturs og krúi, til að sýna kraft þess." (vetur er ómissandi að... „...stunda ótrúlega mikið af heitu og ástþrungnu kynlífi." Heimsíða vikunnar er... ..idabra.com en það lén fékk hún Ida mín sem gjöf frá aðdáanda sínum fýrir að hafa svo mikla hæfileika. Svo vil ég benda fólki á myspace-síðuna mínatil að kynnast mér aðeins betur en það er: myspace.com/peace_panda." GLIMMERÍNÓ Það er ekki alveg vitað mál hversu langt pelsar munu komast en glimmer, glamúrogallir regnbogans litir munu svo sannarlega sjást oftar en bara á gamlárskvöld. Hér má sjá þau Kate Bosworth og Karl Lagerfeld. Að sjálfsögðu klikkar ekki aðalgaurinn en aftur á móti er spurning hversu mikið hún Kate okkar á eftir að læra. SJÓÐANDIHEIT í DOLCE-KJÓL Rihanna er ein af þeim gellum sem verða bara heitari og heitari með hverjum deginum. Nú eru tískuspekúl- antar úti um allan heim farnir að fylgjast með henni þar sem hún ertalin vera frekar smekkleg. Hér má sjá þessa heitu söngdívu (Dolce & Gabbana-kjól en Ijósmyndararnir stoppuðu ekki þegar hún mætti í honum áTónlistarverðlaunin 2007 í Mónakó. VERSTERAÐ / A uWœi /m/t Birtu ísólfsdóttur finnst gaman að vera heima að föndra í stórum bol og á tásunum. En þess á milli finnst henni æðislegt að klæða sig i sparifötin og háu hælana. DV myndir Ásgeir Peysa: Bernhard Wilhelm úrKronkron Jakki: Fundinn heima hjá frænku minni Bolur: KTZ úr Kronkron Leggings: Rokk og rósir Skór: Spúútnik Kjóll: Victor og Rolf, fékk hann að gjöf Útigalli: „Ég fann þennan jakka heima lijá systur hans pabba, hún fékk hann í gjöf frá kínverskum ráðherra og ég held mikið upp á hann. Ann- ars reyni ég að klæða mig eftir veðri því verst er að láta sér vera kalt." ■ Skólagalli: „Það er mjög misjafnt í hverju ég fer í skólann en mér finnst voða gott að fara í stóra síða peysu þegar það er kalt úti og fína skó við." Heimagalli: „Mér finnst gaman að vera heima að föndra þá er ég oftast í stórum bojj eða peysu, leggings og á tánum, það er rosa kósí." Glamúrgalli: „Mér íinnst rosa gaman að vera í fínum fötum og háurn hælum mér flnnst að konur eigi að klæða sig í kjóla þegar þær vilja vera fi'nar, síöan er nauðsynlegt aö eiga nóg úr- val af háum hælum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.