Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 18. APRlL 2008
Fréttir DV
ÞETTA HELST
ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST í VIKUNNI
HRÆDDUR OG Á FLÓTTA
Lögreglan handtók Przem-
yslaw Plank í vikunni að
beiðni pólsku lögreglunn-
ar. Plank, sem er einn-
ig þekktur undir heitinu
Plankton, er grunaður um aðild
að hrottafengnu morði í Póllandi.
Slawomir Sikoro lýsti því í DV í
byrjun vikunnar að hann væri
logandi hræddur við Plank og
hefði verið á flótta undan honum
vikum saman. Sikoro myrti tvo
pólska glæpamenn sem ofsóttu
fjölskyldu hans árið 1994 og var
dæmdur til langrar fangelsisvistar. Hann var síð-
ar náðaður af pólska forsetanum og fluttist til fslands. Eftir að Plank
kom til landsins óttaðist Sikoro um öryggi sitt vegna tengsla Planks
við sömu mafíu og glæpamennirnir sem hann myrti tilheyrðu.
BLÓÐUGUR SEGIST SAKLAUS
ÞÖWUWNdSimHhín^SAiaíniSfNUVBDOMAHAÍW
BLOÐUGUR
SEGISTHÉ
SAKLAUS
AFMORI
VöttrlnnGtolMMi.
Mkfr*mMklrytl ilnu vlödím»r. I»»r BIMhnnU »
lakl IwinM * hOndunum A honum. hM vmr mortvmmld.
*■. ■ , Þórarinn Gíslason
% hefur verið í
I' ;■ gæsluvarðhaldi
síðan í október
IL.i231S^ grunaður um
morðið á Borgþóri
Gústafssyni. Sjálfur segist
Þórarinn vera saklaus en
lögregla telur sig hafa
sterkan rökstuddan grun
um að Þórarinn hafi barið
Borgþór til bana með
slökkvitæki. „Að okkar mati
koma engir aðrir til greina,"
sagði Sigurbjörn Víðir
Eggertsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn hjá lögreglunni
I . á höfuðborgarsvæðinu.
Þórarinn lýsti sig saklausan
við fyrirtöku í málinu í
!
Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag.
Borgþór fannst illa leikinn í íbúð sinni 7. október síðastliðinn. Þá
hafði hann verið barinn með slökkvitæki og lést sama kvöld. Duft úr
tækinu og blóð úr Borgþóri fundust í fbúð Þórarins.
NETKLÁM UPP í SKULDIRNAR
Átján ára námsmær
bauð upp á nektar-
dans á netinu gegn
greiðslu. Hún sagði í
viðtali við DV að hún
hefði brugðið á þetta ráð
eftir að hún steypti sér í skuldir
með mikilli notkun kreditkorts
sem hún hafði fengið. „Mað-
ur er ekkert varaður við hvað
það er auðvelt að steypa sér
í skuldir," sagði stúlkan í við- .
tali við DV á þriðjudag, ósátt
við bankann sinn og hversu
áfjáðir bankamir væm í að
lána ungu fólki sem ekki hefur
mikla reynslu af fjármálum.
Lögreglan segir starfsemi
stúlkunnar ólöglega, þar sem
hún bjóði upp á klám sem sé ólöglegt, og hafði samband við hana í
gegnum heimasíðu hennar eftir að DV fjallaði um málið.
fhlAN ÁRA StUtKAtílTARtAUSNA A
ISKÓLASTÚMAI
• Bankjrnir liins iingu fölki án rgynslii
“..Mistökin mln voruaOfá mírVisaíkQn" L
1 fSSiE£saagaerag!?.rwf.»i.tM^JWW
ÁTÖK í FRJÁLSLYNDA FLOKKNUM
PLATINUM-
5 tryggingar
ÍPLAT—
ÍSLENSKIR
KARLMENN
FEIMNIR EN KURTEISIR
Jón Magnússon, þing-
maður Frjálslynda flokks-
ins, tók þátt í að semja
gagnrýnar spurningar um
störf og starfsmannaráðn-
ingar þingflokks Frjálslynda
flokksins sem hann situr á þingi
fyrir. Spurningarnar lagði Valdi-
mar Jóhannesson fram en DV
hefur gögn undir höndum sem
sýna að Jón kom að samningu
þeirra og þykir þetta ein birt-
ingarmynd átaka í Frjálslynda
flokknum. „Mér finnst þetta
einkennilegt af Jóni, svo ég segi
nú ekki meira." sagði Kristinn
H. Gunnarsson, þingflokksfor-
maður Frjálslynda flokksins, í
viðtali við DV en deilur í flokkn-
um þykja ekki síst snúa að hans
störfum. Bæði Kristinn og Jón eru taldir vera að styrkja stöðu sína í
flokknum.
SIKORA MVHII IVOMtm IMIPÚISKU MAflUMHAB^
DRAP ÞA
TILAÐ
VERNDA.JW.
FJÖLSKYLDUNA
• Tók lógin I eigin hendur ' Náðfiöur af fprsetanum
IIITTMVLID
Það þekkja það margir sem hafa talað fyrir framan
Qölda fólks að það getur tekið á taugarnar. Varaþingmaður Sam-
fylkingarinnar, Guðný Hrund Karlsdóttir, fékk að kynnast því á
miðvikudaginn þegar hún hélt jómfrúræðuna. Hún varð gjörsam-
lega kjaftstopp.
Kjaftstopp Guðný lét
engan bilbug á sér finna
í gær og fór aftur í pontu.
DV-MYND Sigtryggur
EINAR ÞÓR SICURÐSSON
bladamadur skrifar einar@dv.is
„Þetta var jómfrúræða mín á Alþingi
og ég varð alveg kjaftstopp," seg-
ir Guðný Hrund Karlsdóttir, vara-
þingmaður Samfylkingarinnar. Það
er 91. fundur Alþingis og klukkan er
15.45, miðvikudaginn 16. apríl. Guð-
ný Hrund er við það að stíga í pontu
Alþingis í fyrsta skipti á ævinni. Hún
er tiltölulega róleg en stressið er þó til
staðar. Það þekkja það eflaust marg-
ir sem hafa talað fýrir framan fjölda
fólks að það getur tekið á taugarnar.
Guðný fékk að finna fyrir því.
Byrjaði ágætlega
Umræðuefnið á þinginu voru nið-
urstöður vorralls Ilafrannsóknastofn-
unar. Þingmenn skeggræddu niður-
stöðurnar og ætlaði Guðný ekki að
láta sitt eftir liggja. „Ég fór þarna upp
með nokkra punkta á blaði og vissi
svona nokkurn veginn hvað ég ætl-
aði að segja," segir Guðný sem byrj-
aði ræðuna ágætlega. Hún ávarpaði
forseta, talaði í nokkrar sekúndur um
niðurstöður Hafrannsóknastofnun-
ar, en þá kom fýrsta þögnin. „Stress-
ið kom ekkert fyrr en ég var kom-
in í pontu," segir Guðný sem reyndi
að fela stressið eins vel og mögulegt
var. Hún hélt áfrarn að tala næstu 30
sekúndurnar en þá kom þögn núm-
er tvö.
Fyrsta skipti kjaftstopp
„Ég sá það strax að ég hefði betur
haft þetta skrifað. Ég taldi mig geta
þetta því það voru fáir þingmenn í
salnum. Ég hefði aldrei trúað þessu
upp á mig," segir hún. Eftir að hafa
staðið orðlaus í pontu í rúmlega 30
sekúndur gafst Guðný upp og fór nið-
ur. Undrunarsvipurinn á Magnúsi
Stefánssyni, sem sat fýrir aftan Guð-
nýju, leyndi sér ekki. Magnús sat í
stól forseta Alþingis í fjarveru Sturlu
Böðvarssonar.
Guðný segir að fjölskylda hennar
hafi gert létt grín að henni eftir jóm-
frúræðuna. „Þetta var í fýrsta skipti
sem einhver innan fjölskyldunnar
fpontu Guðný reynir að láta
til sín taka en þarf frá að hverfa
skömmu síðar út af stressi.
sér mig kjaftstopp," segir Guðný létt
í bragði.
Fall er fararheill
Aðspurð hvort hún hafi fengið
samúð frá öðrum þingmönnum eft-
ir að hafa stigið niður úr pontu seg-
ir hún að þingmenn hafi sýnt henni
skilning. Enfall erfararheill. Guðnýlét
engan bilbug á sér finna í gær er hún
fór aftur í pontu á Alþingi. Þá var hún
með tilbúna ræðu og enga punkta á
blaði. Það er skemmst frá því að segja
að henni gekkbetur, enda reynslunni
ríkari. „Þetta er eitthvað sem kemur
fýrir. Ég er vön því að flytja mitt mál
skýrt og skorinort," segir Guðný sem
er ffá Keflavík og því þingmaður Suð-
urkjördæmis. Hún lauk skyldu sinni
í bili sem varaþingmaður í gær þar
sem kjördæmadagar hefjast í dag.
Guðný mun því snúa aftur í starf sitt
sem viðskiptastjóri hjá hugbúnaðar-
fyrirtækinu Maritech í Kópavogi.