Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 18. APR(L 2008
Helgarblaö DV
Ofurlaun bankamanna sæta gagnrýni sem aldrei fyrr og vekja himinháir starfslokasamningar sérstaka furðu
almennings. Framganga Glitnis með greiðslum til starfsmanna, ýmist fyrir að hefja störf hjá fyrirtækinu eða
hætta, hefur þar farið einna hæst. Nú er hins vegar farið að hrikta í stoðum bankanna og hafa helstu ráðamenn
þjóðarinnar gefið út að íslensku viðskiptabankarnir fái þá aðstoð sem þeir þurfi frá ríkisstjórninni. Hinn al-
menni launþegi þarf þannig að borga fyrir björgunaraðgerðir til handa þeim ríku.
Lárus Welding gæti farið (
1500siglingarum
Miðjarðarhafið fyrir þá
upphæð sem hann fékk
fyrir að hefja störf hjá Glitni.
Ef hann byði þeim Bjarna
og Frank með í ferðirnar
yrðu þær þó aðeins 500.
Frank O. Reite gæti keypt 20
þriggja herbergja íbúðir (
Reykjavík fyrir andvirði
starfslokasamningsins við Glitni.
Hann starfaði þar í þrjú ár.
eins
ERLA HLYNSDOTTIR
bladamadur skrifar: erla(&>dv.is
„Á undanförnum árum hafa stjórn-
endurbankannalitið á fjármálastofn-
anir út frá sjónarmiðum Andrésar
Andar. í bönkunum er allt vaðandi
í peningum og það skiptir ekki máli
þó tekin sé stöku aukahnefafylli. Það
sér ekki högg á vatni. Þetta minnir á
sögu úr Andrésarblaði þar sem Jóa-
kim Aðalönd lætur jarðýtur ýta pen-
ingastöflunum til hliðar til hinna og
þessara," segir Vilhjálmur Bjarnason,
aðjúnkt í viðskiptafræði við Háskóla
íslands og framkvæmdastjóri Félags
fjárfesta.
Ofurlaun bankamanna sæta
gagnrýni sem aldrei fyrr og vekja
himinháir starfslokasamningar sér-
staka furðu almennings. Framganga
Glitnis með greiðslum til starfs
manna, ýmist fyrir að hefja störf
eða hætta, hefur þar farið einna
hæst.
Bjarni enn á launum hjá
Glitni
Nú síðast var það Norð-
maðurinn Frank O. Reite,
sem starfaði í framkvæmda-
stjórn Glitnis í þrjú ár, sem
fékk starfslokasamning
upp á 510 milljónir ís-
lenskra króna. I norskum
fjölmiðlum hefur verið
haft eftir Frank að honum
þyki þetta svimandi há
upphæð. En hann tekur
henni engu að síður.
Öllu stærri var starfsloka-
samningur Glitnis við Bjarna
Ármannsson sem lét þar af störf-
um forstjóra fyrir réttu ári. Hann
fékk 900 milljónir í sinn hlut. Sam-
kvæmt samningnum hélt Bjarni
launum og árangurstengdum
greiðslum í eitt ár írá starfs-
lokum og eru því enn tólf
dagar eftir af launadög-
um hans hjá Glitni. Einnig keypti
bankinn af hónum hlutafé á yf-
irverði.
Þó sú upphæð sem Lár-
usi Welding var greidd
til að taka við forstjóra-
stjólnum væri aðeins
um þriðjungur þess
sem Bjarni fékk vakti
hún ekki síður spurn-
ingar um hvort bank-
arnir væru komnir úr
sambandi við íslensk-
an veruleika. Hinn al-
nenni launamaður
getur engan veginn
samsamað sig
— þessum
útrás-
arvík-
ingum.
Mörgum
finnst þeir
hafa stað-
ið sig vel og
eiga hverja
milljónina
skilið en öðr-
um finnst nóg
komið.
Almenningur
borgar undir
auðmenn
Erfiðleikar á alþjóð-
legum fjármálamörk-
uðum hafa sann-
arlega látið vita af
sér hér á landi.
Skuldatrygging-
arálag íslensku
bankanna
hefur farið
upp úr öllu
og fjármála-
spekingar deila
áhyggjum sínum
af íslensku
efnahags-
lífi.
Sumir
wJ
segja
það
að-
TF
xt-