Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 18. APRfL 2008 Umræða DV HVAÐ BAR HÆST f VIKUNNI? REI-vandræðagangur „1 borgarmálunum finnst mér bera hæst vandræðaganginn innan Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn sem virðist keyra um þverbak, með Kjartan Magnússon á fullu í útrásinni og Gísla Martein á bremsunni. Það hefur hrikt í stoðum þessa meirihluta frá byrjun. REI-skýrslan var þverpólitísk niðurstaða um hvert skyldi stefna, en Sjálfstæðisflokkurinn virðist stefna í aðra átt og ég hef aldrei séð annan eins rassskell eins og borgarmeirihlutinn fékk í leiðara Morgunblaðsins í gær. Þetta er svo vandræðalegur meirihluti í alla staði og það er allt á sömu bókina lært. Mér virðist enginn ganga í takt og ég sé ekki hvernig borgarfulltrúarnir ætla að snúa sér út úr þessu. Mér sýnist allt stefna í að REI-málið sé að taka sig upp á nýjan leik. Svo var ég kjörin formaður Kvenréttindafélags fslands í fyrradag, eftir að hafa verið þar sjö ár í sjálfboðastarfi." Margrét Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi. Kvenleg sýn „Ég er með svolítið kvenlega sýn á vik- una. Þá nefni ég fyrst nektardansinn hjá hestamönnunum. Mér finnst mjög sérstakt að menn skuli enn vera að láta bendla sig við svona vitleysu árið 2008. Margrét Sverrisdóttir var kosin formaður ICvenrétt- indafélagsins og verður gaman að sjá hana beita sér, bæði í svona málum og varðandi launamuninn. Síðan finnst mér mjög öflug og fin umræðan um óhollu auglýsingarn- ar sem beint er til bama fyrir barnatímana í sjónvarpinu. Það er löngu tímabært að taka á því. Svo finnst mér voðalega gaman að sjá að sundlaug er að verða til á Hofsósi. Það er náttúrlega geysilega fallegt þarna og mér finnst afar gaman ef fólk ædar að skilja eitthvað svona gott eftír í heimabyggðinni. Þetta er ofboðslega skemmtílegt fordæmi fyrir aðra sem eiga fjármagn til að gera svona hlutí. Síðan er búin að vera mjög öflug umræða um fordóma og fréttaflutning gagn- vart útíendingum. Ég hlakka tíl að mæta á ráðsteftxu um þessi mál í Salnum á morgun [í dag] með yfirskriftínni Hinn gmnaði er út- lendingur. Það er löngu tímabært að blaða- menn setjist niður og ræði þessi mál."" Guðrún Ógmundsdóttir, verkefnisstjóri og fyrrverandi þingkona Hittir Ingibjörgu Sólrúnu „Ég er að vinna svo mildð við þáttagerðina að ég er svolítíð út úr umræðunni. Jú, bíddu, óvænt gleði yfir frábæru Eurovision-myndbandi. Ég er mjög ánægður með krakkana að þau skulu hafa tekið svona skemmtilegan vinkil á þetta. Ekkert í öllum heiminum hefði geta komið mér jafnmildð á óvart. Ég hef annars engan áhuga á Eurovison. Mér finnst þetta leiðinleg tónlist. Það var því vissulega ijós punktur í tílvemnni hvað myndbandið er framúrskarandi. En svo er hugurinn mikið við það að ég er að fara að hitta Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á morgun [föstudag] og taka við hana viðtal. Ég er búinn að vera að bræða það með mér hvemig maður talar við svona fyrirmenni. Ég fæ fimmtán mínútur. Ég er að hugsa um að gefa pólitíkinni frí. Og þó, ætíi það sé ekki best að halda því opnu. Við höfum alveg leyft okkur að ræða um alvörugefin mál þó þetta sé svona spjallþáttur. Tókum tíl dæmis viðtal við Arnþrúði Karlsdóttur í vikunni um lögreglumál, það var mjög alvarlegt en á sama tíma skemmtilegt." Þorsteinn Guðmundsson, leikari og þáttarstjórnandi Svalbarða á Skjá- Einum. Sérstök skilaboð Seðlabankans „Mér finnst þessi sérstöku skilaboð sem Seðlabanki Islands sendi frá sér um að fasteignaverð væri að lækka verulega hafa borið hæst í vikunni. Mér finnst bankinn fara mjög glannalega ffarn í þessu máli. Það er mjög vont að tala fasteignamarkað- inn niður með þessum hætti, sérstaklega á óvissutímum eins og nú í efnahagsmál- um. Ábyrgar stofnanir ættu ekki að hegða sér með þessum hætti. Það er ekki hlutverk Seðlabankans að tala eignaverð niður og bankinn hefur ekki einu sinni fært rök fýrir þessari lækkun. Þetta eru afleit skilaboð. Það er markmið stjórnvalda og ríkisstjórn- arinnar að tryggja það að fasteignamark- aðurinn virki. Að mínu mati hefur þetta borið hæst ásamt REI-málinu, sem maður áttar sig ekki alveg á hvernig snýr." Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar - Þæginleg lögun - Vatnsúði . - llmgjafi ^ ^ .a - Þín eigin tónlist - Hágæða hljóðkerfi mm Nýjir bekkir Nýjar sturtur Nýjar vörnr Fjarðargötu 17 220 Hafnarftrði S. 555-7272 Nýjar og glæsilegar Idosturtur, rúmgóðar og þæginlegar. ProTan Sun Solutiom

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.