Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Blaðsíða 23
DV Umræða FÖSTUDAGUR 18. APRlL 2008 23 MYNDIN Flagð undir fögru... Þegar snjóa tók að leysa brá mörgum heldur í brún við alit ruslið og sóðaskapinn sem þá kom í Ijós. Borgarstarfsmenn eru nú í óða önn að þrífa upp eftir okkur hin sem gætum reyndar lagt þeim lið. DV-myndSigurður löggjöfin fyrir ósamræmi. Sala og dreifing kláms er refsiverð hér á landi en vændi er hins vegar löglegt svo lengi sem þriðji aðili hagnast ekki á þvi. Minusmn fær islenska SPURNINGIN ER KJUKLINGAOKUR Á ÍSLANDI? „Það er Ijóst að kjúklingar eru á mjög háu verði hér, miðað við nágranna- lönd okkar en hvort það sé okur læt ég aðra dæma um," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasam- takanna. Eins og DV greindi frá í gær ráða tveir framleiðsl- urisar kjúklingafram- leiðslu landsins og er framleiðslan orðin að iðnaðarstarfsemi sem þrífst í skjóli verndartolla og innflutningshafta. „Kannski er pólitíkið bara dauður ísbjörn" Anna Þrúður Auðunsdóttir er 5 ára og býr í Keflavík. Hún var svo vin- samleg að tala við mig og gaf mér leyfi til að deila samtalinu með les- endum DV. Hér á eftir fer spjallið okkar. Hvað finnst þér skemmtilegast? Að vera allsber úti í sólinni og hoppa á bossanum á trampólíni; ég á sko trampólín og get hoppað næst- um alveg upp í himininn. Hvað finnst þér leiðinlegast? Að fara að sofa og vera í baði og liggja í leti og sitja í leti; það er hund- leiðinlegast að gera ekki neitt. Hvað finnst þér fallegast? Húsið mitt í Keflavík er fallegast af því að það eru fuglamyndir á því og fuglar eru svo fallegir og líka fiðrildi ogblóm. Hvað finnst þér sorglegast? Mér finnst bara sorglegt þegar pabbi minn er ekki hjá mér. Segðu mér um mennina: Allir menn eru sætir af því að það er enginn er ljótur. Segðu mér um börnin: Lítil bðrn hvíla sig alltaf af því að annars verða þau ekki stór. Mér finnst gott að vera eins lítil og ég er og mig langar alltaf að vera krakki og ég er krakki ennþá og mig lang- ar ekki til að verða fullorðin. Ég vil „Ég erhamingjusöm þegar mamma leyfír mér að gera það sem ég vil gera og þegar enginn skilur mig útundan." VIGDÍS GRÍMSDÓTTIR V* rithöfundur skrifar M stundum leika við mömmu mína og þá vill hún leika við mig. En stund- um er hún upptekin og þá leik ég bara við einhvern krakka, ef það er einhver krakki heima hjá mér, eins- og til dæmis Petra eða Logi; þau eru vinir mínir. Segðu mér um jörðina: Jörðin passar allt sem er á landinu af því að hún er lifandi eins og trén, það má alls ekki meiða jörðina af því að þá meiðir hún mann. Segðu mér um sólina: Sólin er falleg og rauð en maður sér hana bara gula. Sólin lætur mér líða vel og gerir bjart úti; mér finnst vænt um sólina. Segðu mér um hamingjuna: Ég er hamingjusöm þegar mamma leyfir mér að gera það sem ég vil gera og þegar enginn skilur mig útundan. Segðu mér um ástina: Ég elska mömmu mína og pabba og alla sem ég þekki og líka mig af því að ég þekki mig. Ég á litla systur sem heitir Antonía Björk og þegar sumar- ið er búið fæ ég kannski bróður. Segðu mér um vini: Allir eiga að vera vinir en sumir eru ekki vinir. Segðu mér um pólitík: Ég veit ekkert um það, kannski er það bara dauður ísbjörn. Segðu mér um bœkur: Þegar bækur eru rifnar er ekki hægt að lesa þær eða skoða þær. Hvað cetlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að vinna með mömmu minni og reyna að fá útlendinga til að koma til íslands í ferðalög. Ef þú mœttir óska þér einhvers hvers mundirðu þá óska þér? Að ég væri orðin sjö ára og byrj- uð í skóla og að allir fengju að borða í heiminum og svo vildi ég líka vera fiðrildi af því að þau eru svo falleg. Einu sinni í draumi borðaði ég gult smartís og breyttist í gulan páfagauk. Maður getur alveg farið í ævintýri í draumunum sínum. Eftir spjallið setti Anna Þrúður Auðunsdóttir upp bleikan hatt og dreif sig í Borgarleikhúsið með ömmu sinni og alnöfriu; þær ætluðu að sjá Gosa - þann dæmalausa strák sem var stundum úr tré og stundum ekki. UM SÍÐUSTU helgi fórum við sonur minn með dönskum vini okkar í Heiðmörk. I miðjum feluleik í náttúrupara- dísinni sé ég þrjá menn leggja bílum sínum upp við nýja bílinn minr og gera sér lítið fyrir og rispa hann eftir endi- langri hliðinni. Þegar þeir urðu mín varir æptu þeir á hver annan á einhverju Austur-Evrópumáii og brunuðu í burtu. Ég náði bílnúm- erinu og sýndi löggunni skemmd- arverkið en ekkert er hægt að gera, skaðann ber ég. MAÐURINN minn skrapp svo inn í 10-11 vestur í bæ á meðan ég beið í rispaða bílnum. Ég sá hóp stæðilegra manna koma út úr búðinni dragandi á eftir sér ferða- töskur og tala hátt á austur-evr- ópskri tungu. Einn þeirra gerði sér það að leik að ógna mannin- um mínum með dúkahníf inni í búðinni, um miðjan dag. Hvað er ferðamaður að draga upp dúka- hníf og ota hárbeittu vopninu ógnandi að ókunnugum manni? UM KVÖLDIÐ þegar ég, hundfúl út í útlendinga með yfirvaraskegg sem gera sér það að leik að hrella okkur Islendinga, fór í tangó hjá Kramhús- inu fékk ég enn frekar að kynnast fjölmenning- unni hér á landi. Tveir argentínsk- ir karlmenn sem dansa saman og kenna tangó heilluðu okkur upp úr skónum og hitastigið í Kramhúsinu hækkaði, stemn- ingin var suðræn og skemmtileg. Um níuleytið átti ég erindi niður í Kvos. Á Ingólfstorgi var sjúkra- bíll og sjúkraliðar báru börur inn á krá. Dæmigert íslenskt laugar- dagskvöld var hafið. Og íslensk ungmenni gengu með bjór og vínglös um bæinn, henm glösum hér og þar, borðuðu skyndibita úti á götu og hentu ruslinu á gang- stéttina. Lærdómur dagsins: fsland er fjöl- þjóðasamfélag en ósiðir eru al- þjóðlegir og fara ekki eftir þjóðemi. HUHl IBtVHI Mtl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.