Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 18. APRlL 2008
Menning DV
Pétur Þór Gunnarsson Heldur hér
á einu málverkanna sem boðin verða
upp á sunnudaginn, verk eftir Louisu
Matthiasdóttur. dv mynd:asgeir
VIDTAL
List án
landamæra
Hátíðin List án landamæra
verður sett í fimmta sinn með
opnunarhátíð í Ráðhúsi Reykja-
vflcur kl. 17 í dag. Á dagskránni
eru tónlistaratriði, upplestur og
uppistand. Meðal flytjenda eru
Valgeir Guðjónsson sem kem-
ur fram með kór Fjölmenntar,
Beggi blindi verður með uppi-
stand og Páll Óskar Hjálmtýs-
son treður upp með Dans-
klúbbi Hins hússins. I kjölfarið
verður stórglæsileg myndlistar-
sýning opnuð í Austursalnum.
Um helgina kennir svo margra
grasa á dagskrá hátíðarinnar.
Á Akureyri verða til að mynda
tvær sýningar opnaðar á laug-
ardag kl.14 og ein sýning verður
opnuð í Landnámssetrinu í
Borgarnesi á sama tíma. Dag-
skrá hátíðarinnar er að finna á
listanlandamaera.blog.is.
Neonpartí
Bókin Kona fer til læknis
eftir hinn hollenska Ray Kluun
kemur út í dag, föstudag. Bók-
inni er lýst
sem magn-
+ aðri sögu um
sársaukafúlla
ást enþetta
er flmmtug-
asta bókin í
neon-bóka-
flokki Bjarts.
í tilefni af
tímamót-
unum verður haldin sérstök
útgáfuhátíð í Bókabúð Máls og
menningar á Laugavegi klukk-
an 17 með skemmtiatriðum
og léttum veitingum. Neon-
bókaflokkurinn var stofnaður
fyrir tíu árum en á vegum hans
koma út skáldsögur sem hafa
vakið sérstaka athygli í heima-
landi sínu eða úti um heiminn.
RAY KLUUN
KONA FERTIL LÆKNIS
'/utd WPátehi
Hann var bendlaður við fölsun um þúsund málverka. Hann var ákærður fyrir rúm-
lega hundrað þeirra en var sýknaður. Sumir segja að sýknudóminn megi eingöngu
rekja til klúðurs hjá ákæruvaldinu. í millitíðinni brann galleríið hans í dularfullum
eldsvoða sem skildi hann eftir gjaldþrota. Maðurinn er Pétur Þór Gunnarsson og er
mættur aftur í myndlistarbransann eftir tíu ára útlegð.
„Ég óttast ekki að það verði tómt
hús á uppboðinu," segir Pétur Þór
Gunnarsson, myndlistarmaður og
málverkasali. Flestír tengja Pét-
ur við Gallerí Borg sem hann áttí
ásamt eiginkonu sinni og rak í um
sex ár á tíunda áratugnum. Hann
opnaði gallerí undir sama nafni í
Skipholti 35 í nóvember síðastliðn-
um og heldur sitt fyrsta uppboð eft-
ir endurkomuna á Hilton-Nordica
hóteli á sunnudaginn.
En Pétur er ekki eingöngu þekkt-
ur fyrir reksturinn á Gallerí Borg
heldur einnig fyrir að vera ann-
ar sakborninga í stóra málverka-
fölsunarmálinu svokallaða sem
var á allra vörum í mörg ár. Það er
eitt stærsta og umtalaðasta dóms-
mál Islandssögunnar. Þar var Pét-
ur, ásamt Jónasi Freydal Þorsteins-
syni, ákærður fyrir að hafa falsað
eða látið falsa hundrað og þrjú mál-
verk eignuð íslenskum myndlistar-
mönnum og einum dönskum list-
málara. Á meðal umræddra málara
voru kanónur á borð við Kjarval,
Svavar Guðnason, Ásgrím Jónsson
og Nínu Tryggvadóttur. Meint brot
áttu að hafa átt sér stað á árunum
1992 til 1999.
Átta ára þrautaganga
„f mars 1997 kemur málið fyrst
upp," segir Pétur alvarlegur í bragði.
„Það er að segja, fyrstu verkin voru
kærð inn þá. Síðan hlóð þetta utan
á sig og stóð nánast sleitulaust í átta
ár. Það er náttúrlega ótrúlegt að ekki
hafi verið hægt að klára málið fyrr.
Við reyndum að halda áfram en
eins og þú kannski manst var þetta
í fjölmiðlum nánast á hverjum ein-
asta degi í mörg ár og varla rætt um
annað í þjóðfélaginu."
Síðasta uppboðið sem Pétur og
kona hans, Erna Flygenring, héldu
var síðla árs 1998, eða fyrir bráðum
tíu árum. Þrátt fyrir að málið hefði
þá verið í gangi í rúmt ár var þetta
eitt albesta uppboð sem þau höfðu
haldið. Salan var gríðarlega góð og
ætlunin var bara að halda áfram. En
snemma árs 1999 var kveikt í gall-
eríinu. „Ég fékk nú aldrei neina nið-
urstöðu í því máli, hver voru upptök
eldsins eða neitt slíkt. En ég frétti
af því að mólótov-kokkteil hafi ver-
ið kastað inn um gluggann. Þetta
hljómar náttúrlega eins og eitthvað
sem gerist í vanþróuðu ríkjunum."
Pétur og Erna urðu gjaldþrota
í kjölfar brunans og að sögn Pét-
urs var rekstri bæði Gallerís Borg-
ar og antíkverslunar sem þau ráku
í sama húsi því eiginlega sjálfhætt.
„Við vorum tryggð en við fengum
nánast ekkert út úr því. Við vorum
náttúrlega með umboðssölu og all-
ir þeir sem áttu myndir hjá okkur
fengu þær bættar. Við vorum tryggð
hjá VÍS og þeir stóðu sig alveg frá-
bærlega og gerðu upp við alla. En að
fara að byggja upp reksturinn aftur
hefði kostað allt of mikið og því var
þessu sjálfhætt."
Utskriftarsýning LHI
Útskriftarsýning Listaháskóla fslands verður opnuð á Kjarvalsstöðum á
morgun klukkan 14 en hún stendur til 1. maí. Sýnd verða verk sextíu og
þriggja útskriftarnemenda úr myndlistardeild og hönnunar- og
arkitektúrdeild skólans. Leiðsögn um sýninguna í umsjón nemenda
skólans verður á sunnudaginn klukkan 15.
MENNING
ferðafrelsi iHúsbílgr fró Weinsberg
ornu
www.ferdaval.is
FGRÐAVAL Lund
i við Vesturlan