Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Page 25
DV Menning FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 25 Danssmiðja Dansflokksins Danssmiðja íslenska dansflokksins fer fram um helgina. Hún er með öðruvísi sniði nú en venjulega þar sem sýnd verða tvö ný dansverk, Tímarúm og Special Treatment, til styrktar ABC barnahjálp. Sýningar fara fram í gömlu Heimilistækjabyggingunni í Sætúni 8. Miðaverðið rennur óskert til að kosta skólagöngu barns í Pakistan ásamt skólamáltiðum í heilan mánuð. Nánari upplýsingará id.is. Sýningarlok í Artóteki Nú fer hver að verða síðastur til að skoða sýningu Auðar Vésteinsdóttur myndlistarmanns í Artóteki Borgarbókasafns Reykjavíkur á 1. hæð Grófarhúss viðTryggvagötu. Sýning- unni lýkur á sunnudag en á henni má berja augum collagev- erk og textílverk ofin með hör, ull og hrosshári. Einar Kara son a Ritþinei Rithöfundurinn Einar Kára- son situr fyrir svörum á Ritþingi í Gerðubergi á laugardaginn frá kl. 13.30 til 16. Stjórnandi er Halldór Guðmundsson og spyrlar eru rithöfundarnir Sjón og Gerður Kristný. Á Ritþing- inu verða flutt tónlistaratriði og lesið upp úr verkum Einars. Fram koma Karl Guðmundsson leikari, KK og Tómas R. Einars- son og hljómsveit. Ritþing hafa verið haldin í Gerðubergi frá árinu 1999 og er ætlað að veita persónulega innsýn í líf og feril íslenskra rithöfunda. Óperan leitar að söngvurum íslenska óperan leitar um þessar mundir að söngvurum í Kór íslensku óperunnar. Kórinn tekur þátt í mörgum af upp- færslum íslensku óperunnar og gegnir oft veigamiklu hlutverki í sýningum. Nú er ráðgert að val- ið verði í kórinn til lengri tíma en ekki í einstök verkefni eins og verið hefur. Áheymarpróf fara ffam í íslensku óperunni dagana 21. til 23. aprfl og stend- ur skráning í prófin nú yfir. Ætl- ast er til að umsækjendur syngi eina aríu eða eitt lag og þykir æskilegt að þeir hafi stundað söngnám, hafi reynslu af kór- söng og einhverja leikreynslu. Sex mánuðir skilorðsbundnir Héraðsdómur Reykjavíkur sýkn- aði Pétur af öllum ákærum nema þremur. Þær fólust í því að hann hefði átt að vita að þrjú verkanna sem hann seldi væru fölsuð, án þess að finna hann sekan um að falsa þau sjálfur. Fékk Pétur sex mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir. Annar lögmanna hans, Sigríður Rut Júlí- usdóttir, mælti með því að hann áfrýjaði ekki þar sem um níutíu og sex prósenta sigur var um að ræða. „En ég vildi áfrýja í trausti þess að þetta yrði núllað, ég yrði hreinsaður algjörlega. Það gerðist svo í Hæsta- rétti árið 2004“ Allt í allt var Pétur bendlaður við að hafa falsað eða látið falsa um þúsund verk. Að lokum var hann hins vegar einungis ákærður fyrir hundrað og þrjú þeirra. Pétur segir að hann og lögfræðingurinn hans hafi reiknað út að miðað við verðin á verkunum sem ákært var fyrir væri verðmæti allra þúsund verkanna að vera um 800 til 900 milljónir króna. Hann bendir á að verk á uppboði séu aldrei borguð svart. „Fólk á uppboði er ekki með ein- hverja fimm þúsund kalla í vasan- um," segir Pétur. „Það millifærir á galleríið þegar það mætir að sækja myndirnar daginn eftir. Það er því ekki til í dæminu að það séu svartir peningar inni í þessum uppboðum. Hvar eru þá allir þessir peningar? Af hverju varð ég gjaldþrota, af hverju var konan mín gerð gjaldþrota, af hvetju var húsið okkar selt á upp- boði? Ef maður hefði grætt alla þessa peninga á að falsa og mála málverk væri maður ekkert hérna. Maður væri bara úti að lifa lífinu." Tómt kjaftæði hjá ríkissaksóknara Margir vilja meina að ekki hafi fallið efnislegur dómur í málinu. Sýknuna megi fyrst og fremst rekja til klúðurs ákæruvaldsins, meðal annars með því að fá sérfræðiálit frá Listasafni íslands sem jafnframt var kærandi í málinu. „Það er ekki rétt að það hafi ekki fallið efnisleg- ur dómur því það gerðist í Héraðs- dómi. Það er útúrsnúningur sem Jón H. B. Snorrason ríkissaksókn- ari og fleiri hjá ríkislögreglustjóra reyndu að búa til eftir að dómur féll í Hæstarétti. Þetta er bara tómt kjaftæði. Auðvitað var búið að fara efnislega í þetta allt saman. En það var ekkert reynt, ekki á neinu stigi máisins, að sanna ákæruna á hend- ur mér. Reynt að sanna hvort ég hafi falsað eða látið falsa þessi málverk." Pétur segist hafa orðið vimi að ótrúlega ófagmannlegum vinnu- brögðum hjá lögreglunni og ákæru- Muggur Myndin erfrá árinu 1919og komfram löngu síðar. Hún er metin áfjórar milljónir króna og verður á uppboðinu á sunnudaginn. valdinu. „Það var skelfilegt hvernig þeir unnu þetta mál. Alveg fárán- legt frá a til ö. Ef ég nefni bara eitt gerðu þeir allavega tvær húsleitir heima hjá mér og í Gallerí Borg en enga hjá hinum sakborningnum, Jónasi Freydal, þar sem hann bjó og var með fyrirtæki úti í Danmörku. Ég spyr, var þetta fagmennska? Gat ekki verið að hann væri með fullt af gögnum eða fölsuðum málverkum? Þeir reyndu líka að láta gögn hverfa sem voru okkur til hagsbóta," segir Pétur. Breyttu orðalagi skýrslu Pétur nefnir í því sambandi skýrslu sem tekin var af þýskum pappírssérfræðingi en saksókn- ari lagði íslenska þýðingu hennar fram fyrir dóminn. Ragnar Aðal- steinsson, hinn lögmaður Péturs, hafi hins vegar uppgötvað þegar hann las frumskýrsluna að það væri mismunur þarna á milli. „Þýðing- in, sem lá frammi fyrir dómnum, var vitlaus," segir Pétur. „Þeir höfðu vísvitandi breytt orðalaginu. Mað- ur hélt að svona lagað gerðist bara í fyrrverandi Sovétríkjunum." Aðspurður hvað hann telji hafa valdið því að þetta mál allt saman fór af stað segist Pétur ekki vera viss. „En það voru örugglega einhverjir sem höfðu horn í síðu minni. Það héldu allir að ég væri orðinn rosa- lega ríkur af því að reka Gallerí Borg. Þetta var náttúrlega eina uppboðs- húsið og eina fyrirtækið sem seldi verk eftir gömlu meistaranna. Það var líka mikil heift í málinu," segir Pétur og nefnir þar sérstaklega Ólaf Inga Jónsson, núverandi forvörð hjá Listasaftii íslands. „Mér finnst hann hafa farið fram með miklu offorsi. Ég veit mörg dæmi þess að hann dæmdi myndir falsaðar eftir Ijósmyndum og án nokkurra rann- sókna." Gæti hafa látið blekkjast Pétur segist alltaf hafa sagt að það finnst engum leiðinlegra en sér ef hann hefur selt fölsuð málverk í galleríinu. „Ég er ekki svo grænn að halda því fram að það hafi ekki verið neinar falsaðar myndir í um- ferð. Auðvitað getur það hafa kom- ið fyrir að ég hafi látið blekkjast af einhverjum sem kom með myndir sem voru ekki í lagi. En mér finnst hins vegar fáránlegt að halda því fram að ég hafi málað þau eða látið gera það. Ég var einn að reka þetta fyrirtæki á sínum tíma, og reynd- ar þessi tvö fyrirtæki [antíkversl- un Gallerí Borgar], og akkúrat þeg- ar við konan mín kaupum þau og setjum þetta upp eignumst við þrjú börn á þremur og hálfu ári. Það þekkja það allir sem eru með lít- il börn að þú getur ekkert verið að mála Kjarval..." Pétur gerir örstutt hlé á mál- inu sínu en heldur svo áfram. „Ég málaði ekki einu sinni mínar eigin myndir heldur lagði penslana al- gjörlega frá mér. Maður hefur eng- an tíma í það, hvað þá þegar maður er að reka fyrirtæki líka." Fjöldi fólks búinn að dæma mann Pétur fór í framhaldi af sýknunni í skaðabótamál við rík- ið en kröfunni var hafnað. Und- anfarin ár hefur hann verið í veitingahúsabransanum, meðal annars rekið Kaffi Amor á Akur- eyri, unnið í Sjallanum og Fjöru- kránni í Hafnarfirði. Pétur, sem lærði málaralist í Listaakademí- unni á Fjóni í Danmörku, hefur einnig verið að mála og selja eig- in verk. Pétur, sem verður fimmtugur síðar á árinu, segir þetta hafa ver- ið mjög erfiðan tíma. Hann á fjög- ur börn með Ernu konu sinni. „Ef við ættum ekki þessi börn værum við flutt út í heim. Það eru marg- ir sem spyrja okkur af hverju við búum hérna ennþá." Pétur seg- ir að stuðningur ættingja og vina á þessum erfiðu tímum hafi verið ómetanlegur. „Það er fjöldi fólks sem er búinn að dæma mann. Það heldur ennþá að ég hafi bara ver- ið að mála Jón Stefánsson, Kjarval og fleiri. En ég breyti því ekkert. Aðalatriðið er að maður veit alveg fyrir hvað maður stendur, hvað maður hefur gert og hvað maður hefur ekki gert. Það er líka ólfldeg- asta fólk sem hefur stoppað mann úti á götu og sýnt stuðning. Það er manni rosalega mikils virði." Enginn beygur blundar því í Pétri að það verði tómt hús á upp- boðinu á sunnudaginn. „Nei, ég óttast það ekki. Ég reikna með að það verði þó nokkuð af fólki. Ég er líka sennilega sá sem lærði mest á þessu fölsunarmáli og mun ekki taka nein verk til sölu nema að eigendasaga liggi fyrir." Fjögur Kjarvalsverk Áttatíu og fjögur verk eru til sölu á uppboðinu á sunnudag- inn. Þar á meðal eru fjögur verk sem Pétur segir metin á um fjórar milljónir króna; eftir Mugg, Kristj- án Davíðsson, Kjarval og Louisu Matthíasdóttur. í heildina verða fjögur Kjarvalsverk á uppboðinu. Áf öðrum höfundum má nefna Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Kristínu Stefánsdóttur og Þorvald Skúlason. Hægt er að skoða verk- in í Gallerí Borg á föstudag, laug- ardag og sunnudag á milli klukkan eitt og fimm. „Verkin hefðu getað verið mun fleiri en ég vil ekki að þetta taki of langan tíma," segir Pétur sem ætí- aði sér ekki að halda uppboð fyrr en í haust. En þegar allur þessi fjöldi góðra verka var kominn í umboðssölu hjá honum ákvað Pétur að halda uppboðið núna. „Uppboðin sem hafa verið haldin hingað til byrjað yfirleitt um sjö- leytið og standa til hálf ellefu. Það er allt of langur tími. Fólk nennir ekki að sitja svona lengi. Við byrj- um hálf níu og reiknum með að vera búin svona um tíuleytið. Einn og hálfur tími er temmilegt." kristjanh@dv.is ALLTAAO SELJAST Arctic Wear vinnufatnaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.