Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 HelgarblaS DV Næsta James Bond-mynd heitir Quantum of Solace og skartar Daniel Craig í aðalhlutverkinu. Mathieu Amalric leikur vonda manninn, Dominic Greene, sem vill svo til að eiga sér alnafna sem er fótboltamaður. Sá spilar með Dagenham & Redbridge sem er í ensku utandeildinni. Greene er þó ekki eini fótboltamaðurinn sem gæti leikið vonda manninn í James Bond. GlLAaOI A 1 m /• 'jjfifl ■P rook «0« * @ : i mmmm m- <3 | ' ^ ^ - 1 porE HtCHftH ÍT M* Mt mhz TRIFON IVANOV Kallaður Úlfurinn á meðan hann var að spila. Harður (horn að taka og Ijóst að hann myndi ekki taka Bond neinum vettlingatökum. FRANCK RIBERY Flestir vondu mennirnir í Bond-myndum hafa einhver ör eða lýti í andlitinu. Ribery hefur það eftir bílslys sem hann lenti í þegar hann var tveggja ára. Hann er einnig múslimi. CARLOS TEVEZ Líkt og Ribery hefurTevez mikið ör í andliti.Tevez er grimmur fyrir framan markið og myndi láta Bond heldur betur finna til tevatnsins. STEVE OGRIZOVIC Minnir um margt á Richard Kiel sem lék Jaws í Spy Who Loved Me. Jaws er einn eftirminnilegasti vondi kallinn í sögu Bond og Ogrizovic myndi sömuleiðis verða það. STIG TOFTING Kallaöi ekkl allt ömmu s(na innan vallar sem utan og er kjörinn sem vondi maðurinn (Bond-mynd. Verst að hann myndi ábyggilega vinna Bond sem væri þá (fyrsta sinn. OLE GUNNAR SOLSKJÆR Með viðurnefnið morðinginn með barnsandlitið sem gæti verið gott nafn á vonda kallinn í Bond- mynd. CARLOS VALDERRAMA Vondu mennirnir eru þekktir fyrir sérstætt útlit og Valderrama hefur það svo sannarlega. Háriö er og hefur verið hans aðall í langan tíma. Myndi sóma sér vel í Bond-mynd. COLIN HENDRY Skoskur nagli sem myndi að öllum líkindum vinna Bond í slag. Hann myndi allavega ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. CHRISTIAN ZIEGE Vondi maðurinn með hanakamb hefur ekki enn verið (boði. Síðasti móhíkaninn er reyndar mynd en einnig gott nafn á vonda kallinn (Bond. OLIVER KAHN Eins og vondu kallarnir í Bond er Kahn alltaf reiður og bitur út (allt og alla. Með þýskt hugvit gæti hann planað eitthvað geggjað gegn Bond. GRAEME SOUNESS Harðari maður inni á fótboltavellinum finnst varla þótt víðar væri leitað. Slagsmálaatriði milli Souness og Bond væri klárlega eitthvað sem bióin gætu hækkað miðaverð fyrir. ASHLEY COLE Vondu kallarnir leita yfirleitt að peningum í myndunum og Cole er svo sannarlega ávallt að leita eftir peningum. Enda kallaður Cashley sem væri bara fínt Bond-nafn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.