Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Qupperneq 39
DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 18. APRlL 2007 39 tryggja sér framlengingu þar sem liðið sigraði. Guðmundur segir tapið hafa virkilega fengið á sig. „Ég verð nú að játa það að ég hef aldrei getað horft á þennan leik aftur og mun aldrei gera það. Við vorum með unninn leik og töp- uðum boltanum á fáránlegan hátt undir lok leiksins. Svo fór fram ótrúleg atburðarás þar sem dómararnir klikkuðu algjörlega. Fram- kvæmdin á leiknum fór algjörlega úr bönd- unum. Framstjórnin kærði svo leikinn og en þetta var algjört leiðindamál. Þetta var rosa- legt áfall, ég verð að viðurkenna það. Ég var heillengi að jafna mig og þetta tók mjög á mig. Ég met þessa lífsreynslu samt mikils. f dag er ég í rauninni orðinn manískur á þann hátt að ég get ekki fagnað sigri fyrr en leikir eru alveg búnir. Ég fagna ekki fyrr en dómarinn er búinn að flauta. Ég nenni ekki að lenda í því aftur að slaka á of snemma," segir Guðmundur. ÆVINTÝRI í ÞÝSKALANDI Eftir að hafa þjálfað hjá Fram tók Guðmund- ur við þýska liðinu Bayern Dormagen í Bund- esligunni. Þar tók við annars konar lífsreynsla en hann hafði upplifað áður og menntaskóla- þýskan kom sér að góðum notum. „Þegar ég horfi til baka var þetta mjög erfiður tími. Ég tal- aði einhverja menntaskólaþýsku en var send- ur beint í blaða- og sjónvarpsviðtöl. Aldrei var hægt að grípa til enskunnar og ég varð að gjöra svo vel að læra þýskuna mjög fljótt. Fyrra tímabilið gekk nokkuð vel en við vor- um í mikilli fallbaráttu. En það var mjög erfitt að vera að berjast við botninn og ég hef tekið það loforð af sjálfum mér að taka ekki við liði í þessari deild sem er að berjast við bominn. Ég vil hafa mannskapinn sem þarf til þess að standa sig í þessari deild. Það er enginn skiln- ingur á því ef þú vinnur ekki. Þú átt bara að vinna sama hver er í liðinu. Mér bauðst að taka við Minden eftir að ég 1992-1994. „f svona aðstæðum eins og komu upp hjá Víkingi er tvennt að gera. Annaðhvort vorkennir þú sjálfum þér og leggst í kör eða berst áfram. í kjölfarið tók ég að mér mjög ögrandi verk- efni þegar ég hélt í Mosfellsbæinn og tók við Aftureldingu. Liðið var þá í annarri deild og ég setti allt í botn. Þar gerðust frábærir hlutir og eftir á að hyggja var þetta rosalega góð lífs- reynsla sem ég bý að alla tíð," segir Guðmund- ur. FRAM STENDUR MÉR NÆST Aðspurður hvort eitthvað lið standi honum nær en annað, segir hann að svo sé. „Ég verð að játa það að ég ber mjög hlýjar tilfmningar til Fram. Það var mjög gott að starfa þar og ég er búinn að vera þar í sex ár alls. Eins þykir mér vænt um Aftureldingu því þar var gott að vera. Auðvitað á ég enn mína gömlu félaga úr Vík- ingi og aldrei hefur borið skugga á þá vináttu. Hins vegar hefur Víkingur sem félag sett mikið niður og gerði það í rauninni í eftir að ég fór. Kannski var brotthvarf mitt táknrænt fýrir þá hnignun sem fýlgdi. Þar hefur ekki verið unn- ið að innra starfi og þeir hugðu ekki að því að halda sambandi við leikmenn sem hafa verið hjá þeim. Ég tel það meginástæðu þess að lið- ið hét Víkingur-Fjölnir á tímabili. Slíkt segir að þetta stórveldi sé ekki lengur til staðar, sem er sorgleg staðreynd," segir Guðmundur STEMNINGARKJÚKLINGAR Guðmundur hugsar til tíma síns hjá Aft- ureldingu með gleði í hjarta. Mikill uppgang- ur var í bæjarfélaginu á U'ma hans hjá félag- inu. „f fyrstu voru bara 5-6 á æfingu og maður hugsaði með sér í hvað er ég kominn. Síðan fékk ég í mitt lið nokkra minni spámenn sem höfðu ekki fengið næg tækifæri hjá sínum lið- um í bland við gamla jaxla. Þessi blanda náði rosalega vel saman í annarri deildinni. Ahorf- endur fóru að streyma á leiki hjá okkur og þar sem áður mættu kannski 15-20 á leiki voru skyndilega um 300 manns á hverjum leik. Allt bæjarfélagið var farið að taka þátt í þessu og stemningin var frábær. Svo komumst við í átta liða úrslit á fyrsta ári í 1. deild. Síðan komumst við í undanúrslit úrslitakeppninnar árið eftir það, en þá skildu leiðir. Viðskilnaður minn við Aftureldingu var ágætur. Stjórnendurnir vildu gera enn betur og höfðu miklar væntingar. Því leituðu þeir á önnur mið og allt brotthvarf mitt var í mikilli sátt," segir Guðmundur. GET EKKI ENN HORFT Á BIKARÚRSLITA- LEIKINN 1998 Hann tók næst við liði Fram og þjálfaði það í íjögur tímabil frá árinu 1995-1999. Aftur tók hann við liði sem var í annarri deild og reif það upp um deild yfir í toppbaráttu í 1. deild. Fram hafði þá verið fast í annarri deild í tvö ár. Enn á ný fékk Guðmundur það hlutskipti að taka við liði sem átti bágu gengi að fagna. Strax árið 1995 tapaði liðið vart leik og fór auðveldlega upp um deild. Undir hans stjórn lék meðal annars hinn eftirminnilegi Rússi Oleg Titov og Guðmundur hefur miklar mætur á hon- um. „Titov er einhver allra besti alhliða hand- boltamaður sem hingað til lands hefur kom- ið. Hann var frábær vamarmaður og ótrúlegur sóknarmaður. Það var ákveðin upplifun að þjálfa hann. En því miður átti hann við erfið meiðsl að stríða og þurfti að hætta á þriðja ári um þri'tugt," segir Guðmundur Fram lék marga milálvæga leiki undir stjóm Guðmundar en sá allra eftirminnilegasti var í bikarúrslitaleik árið 1998 þegar Valsmenn stálu sigrinum á ótrúlegan hátt. Valsmenn áttu innkast þegar einungis örfáar sekúndur lifðu leiks og Fram leiddi með einu marki. Á óskilj- anlegan hátt tókst Valsmönnum að jafna og Ðogdan Kowaiuyk, landUiðfcþjaiiuri lilendinga. I«f hér í loftið i kjottnr ftigunúns a löndum hans, Pðlvcrtum. Bogd- an lor a koslum I leiknun og dt noUtur rian«por a lokaminútunum tr sigur var i holn. DV-myndir Ðrynjar Gauti/Paris Gull í París Flautnn gvllur. Guðmundur Guð- munds&on laQnar signnum með sinu sðrstaka lagi. ÞorgUs Ottar lclcur hcr i hönd staU- bróöur tins I pobka liðinu, Bogdan Wc-ntm Óitar heldur um bikarinn traega og ekki tæst bctur séð en að Bogdan liti gripinn löngunaraugum. þjálfaði landsliðið í fyrra skiptið. Ég sagði hins vegar þvert nei, því ég vildi ekki lenda í sömu aðstöðu aftur. Engu að síður horfi ég til reynsl- unnar í Þýskalandi á mjög jákvæðan hátt. Guðmundur var rekinn frá Bayern Dormagen á annarri leiktíð sinni hjá félaginu og hann segir þá ráðstöfun hafa verið skiljanlega. „Ég skildi stjórnendurna alveg. Liðið var í mjög erfiðri stöðu. Við áttum að vísu seríu þar sem við unnum Lemgo, Kiel og Nordhorn á útivelli en þá hafði það félag ekki tapað á heimavelli í þrjú ár. Á þeim tímapunkti leit allt rosavel út, svo meiddust lykilleikmenn og hópurinn var mjög lítill. Eftir það var í raun allt búið og við áttum lítið í þau lið sem við mættum eftir það. Við unnum Kiel, þar sem leikmenn í mínu liði meiddust, en allir voru rosaánægðir eftir leik- inn. Svo töpuðum við þremur í röð og ég var látinn fara," segir Guðmundur hlæjandi. FYRRI LANDSLIÐSTÍMINN Eftir veru sína í Þýskalandi bauðst Guð- mundi að taka við landsliðinu og hann var ekki lengi að taka boðinu. Undir hans stjórn lék landsliðið skínandi handknatdeik og náði meðal annars 4. sætinu í eftirminnilegri EM- keppni árið 2002. „Við lékum alveg frábærlega á þessu móti og eftir það byggðust upp gríð- arlegar væntingar. Eftir mótið var mildð tal- að um hvað við ættum frábæra leikmenn en minna talað um þjálfarann," segir Guðmund- ur og hlær við. „Væntingarnar voru mjög mikl- ar fýrir HM 2003 og á því móti lendum við í 7. sæti, efstir allra Norðurlandaþjóða. Auk þess komumst við inn á ólympíuleikana en það var markmkiðið fyrir mótið. Eftir að við komum heim heyrði maður samt á sérfræðingum að mönnum fannst árangur ekkert sérstakur. Eftir þetta fórum við á EM 2004 og vorum í tómu tjóni. Svo lentum í níunda sæti á ólympíuleik- unum en við vildum enda ofar," segir Guð- mundur en (sland endaði í 13. sæti á EM 2004. í kjölfarið hætti hann með landsliðð og hvíldi sig í nærri ár frá handbolta áður en hann hélt í Safamýri á ný og tók við Fram árið 2005. ÆVINTÝRI LÍKAST HJÁ FRAM Guðmundur þjálfaði Fram árin 2005 og 2006. Fram varð Islandsmeistari árið 2005, þvert á spár flestra handboltaspekúlanta. „Þetta tímabil var ævintýri líkast og þetta var í raun hópur unglinga sem maður var að þjálfa. Inn á milli voru að vísu menn eins og Sverre Jakopsson og Björgvin Björgvinsson sem höfðu verið lengi í bransanum. Þetta var rosa- lega góð samsetning af ungum og áhugasöm- um leikmönnum með stöku reynsluboltum ásamt Petja í markinu. Allir þessir leikmenn Guðmundur Guömundsson tekur við af Slavko Bambir: • SUvko Bambir, II h«gr1, Asamt Hafli HalUtyni, tyrrvorandi formanni handknattMkadoHOar Vikingo. Bamfair vat latnn Vtka pokann alnn i ©awVvWdi eltr aiar magwi gengi VAJnga á kiandomólinu. • Gufamundur Goömundtwor.. tandclifasmafaur og ieikmaöor moö Vík- rrgi, var i ga*tvfaidi ráöinn attirmaöur Slavios Ðamhirv ÞJáBaraotaðan hjá VadnQÍ veröur trumraun Guömundar «tm fajAHaro. TÓK VIÐ AF BAMBIR Guðmundur fór að þjálfa Víkinga eftir að Slavko Bambir var látinn taka pokann sinn. Uppáhiidsnu!ur Lifrarréttur handbolta- mannsins - «0 Uatti CuömmnÍM GuOmm<ðun\Mi Mtefft AFBRAGÐSKOKKUR Guðmundier margt til lista lagt. 1990 gaf hann lesendum DV uppskrift að lifrarrétti. „Mun að sjálfsögðu gera breytingar“ - segir Guömundur sem mun áfram leika meö Víkingum í handboltanum .Við ákvÁöuni nö Icysa Slavko B.*un bír undn n lo mnin>d svai hairn coröi viöhAndkmrtileikwlcild Vfliiiij^ íyrtrynrstand- anrii kcwinivtlnuibl}. Slakt gengi llösins cr viiaskuld L-öalá- sta-Aan «u viö tc-Uujn oö hægt sú aö ni muu mciru ut Ctr sagðl 6slwr IfHvielnuon. inn.'xh.vm. oö hann takl viö jiJAlf- un hösiná. „haö cr rttt aö stjf'min hafðl AamUunl \*& mls ok lór þcss á kil \~A inUi aö é* taki >*iö hjáitun li&s- im, Oe 6j: /ik\7tö aft sLi ti!.“ fcagði Guönunriur i samtaH viö DV í gasrkvoUll „|«aö ir ljö*t uft H ttk kiö Vík- incsiiöinu i njöf. irfiftuin tímirc. F.K vona liins vvj'jr aö éc RCti Reii böim; varaform.ViUr tundknattlcikv dclldar VTXlnp, í samtAli viö DV felnt 1 gærkvðklL Júgoslavtnn Slavku Uambír, vcrc jiblíaö htíur Víkirca I vrlur. Irl nf stnríum hJ6 fílagwtí I prrkvöldi. Aö hofiiu tamiiöi viö k'ikuHiiui 4kvuö tíiím kanriknatlklkMkikLu' að fara jx-vi á lrit viö lionumanirinn snjalla í Vfkihfrllftlnu. Guönmnri Guft- gagn. Or ít ntun aft vjAHsógftu hakia áfrara tó U-iks roeö Víkincs liölnu,** sagíu Goftnrandur cnn- Ircmur. - M»«a ra«n clga vnn á mikkan brvytingian á Vik)nc*liAlnu ( ruestu lúkju jr.’’ Jm utun aö Ájáifsct.’ftu wcra Ircjtingar cn j>aö ir ckkl havt aö pra kraftawTk Á nokknnn dft«- um.** Víkingar muna vart eftir anrtarri olns byrjun Ákvtcftun stjörnar twnrikraat- kiksdciiriar Mkinuv 1 ijíwkvtJidi ktranir f Rjclfar aíar klíKtar lyTj- unar Yikinga á ytirstandanril ív Unrisuióti- Liftiö hefur aödns hlot 40 S vtig i U f>TSlu loikjunum. Vík Ingar rr.um vart cftlr jnfnlclcgri b>Tjun sinna roanna á íslandsracti. 0« vist mi tc’ja áö &i#or VUdngs gcgn ÍK ura hclguui haJl cndankiu ráftlö aö Vlkinpir ákváöu uft skipta um þjálfnra. •SK áttu skilið að verða Islandsmeistarar. Ég vona bara að Fram haldi áfram sínu góða starfi, því þeir gætu vel náð titlum á næstu árum ef vel er haldið á spilunum," segir Guðmundur. Árið eftir íslandsmeistaratitilinn gekk ekki jafn vel. Liðið endaði í þriðja sæti í deild og komst í bik- arúrslit. Eftir tímabilið ákvað Guðmundur svo að hætta í Safamýrinni. UPPLIFÐI DRAUMINN Guðmundur lék um árabil með Víkingum í svokölluðu gullaldarliði félagsins sem vann fjölda titla. Hann lék aldrei erlendis sem má að miklu leyti skýra með því að á þeim tíma, fyrir fall járntjaldsins, mátti einungis einn erlendur leikmaður leika með liðum í Evrópu. „Yfirleitt voru liðin að leita að skyttu" segir Guðmund- ur hlæjandi en hann er fremur lágvaxinn fýrir handboltamann og lék í horninu alla sína tíð. „Auðvitað var enginn að leita að hornamanni og því kom aldrei til greina að leika erlendis. Auk þess var ég í góðri vinnu hérna heima og viljinn var ekki til staðar hjá mér," segir Guð- mundur. Hvernig leikmaður varstu? „Ég var ofboðs- lega fylginn mér og æfði mjög samviskusam- lega. Lagði mig hrikalega fram á æfingum, var ósérhlífinn og þoldi ekki að tapa. Kannski var maður pínu „sick" hvað það varðar. Ég fór mjög langt á hugarfarinu en hafði auk þess ákveðna eiginleika. Var mjög fljótur og sterk- ur fyrir stærð. Auk þess skildi ég leikinn vel og spilaði góða vörn. Svo var ég bara baráttu- hundur sem náði ákveðinni færni í handbolta með því að æfa hrikalega. Ég hafði góðan þjálfara í meistaraflokki í Bogdan Kowalczyk. Eg yfirvann sumt með því að æfa meira en aðrir. Bogdan sagði meira að segja fyrst þegar hann sá mig að aldrei myndi neitt verða úr mér. En ég býst við því að ég hafi afsannað það," segir Guðmundur. Guðmundur lék 230 landsleiki með íslenska landsliðinu og margir hverjir voru þeir eftir- minnilegir. Bogdan Kowalczyk bj ó til skemmti- legt lið á níunda áratugnum sem margir segja að hafi lagt grunninn að velgengni í íslensk- um handknattleik. Guðmundur var hluti af því liði og átti stóran þátt í nokkrum glæstum sigrum. Sérstaklega er vert að minnast á leik gegn Rúmenum árið 1986 sem höfðu í tugi ára verið meðal fremstu þjóða heims. Guðmund- ur á góðar minningar ffá þessum leik. „Sigur- inn á Rúmenum árið 1986 er gríðarlega eftir- minnilegur. Þetta var fyrsta stórkeppnin sem við gerðum góða hluti á. Að vísu komumst við inn á ólympíuleikana árið 1984 og enduðum í 6. sæti sem var mjög fínn árangur. En síðan kom HM 1896 og þá enduðum við í 6. sætí sem var mjög góður árangur. Leikurinn við Rúmena var ótrúlegur í raun. Við leiddum allan tímann en þeir saumuðu að okkur í lokin. Svo vorum við einu marki yfir þegar um 10-15 sekúndur lifðu leiks og ég skoraði sigurmarkið sem gulltryggði sigurinn. Ég hafði hlustað á lýsingar sem strákur og ég hafði ímyndað mér það sem lítill guttí að vera einhvern tímann í þeirri stöðu að skora sigur- markið með landsliðinu. Svo var ógleymanlegt að upplifa það," segir Guðmundur stoltur. ÞARFT AÐ LENDA (ANDSTREYMI Víkingur var mikið stórveldi á níunda ára- tugnum og Guðmundur var hluti af gríðar- sterku liði. Auk Guðmundar voru leikmenn í liðinu eins og Páll Björgvinsson, Árni Indriða- son, Kristján Sigmundsson, Sigurður Gunn- arsson, Viggó Sigurðsson, Ólafur Jónsson, Þorbergur Aðalsteinsson, Bjarki Sigurðsson og Karl Þráinsson, svo einhverjir séu nefnd- ir. „Þetta voru gríðarlega sterkir karakterar og þetta var á þeim tíma sem Bogdan breytti handboltanum á Islandi," segir Guðmundur en hann þjálfaði Víking á þessum tíma. „Við fórum að æfa meira og þróa leikkerfi sem þekktust ekld á þeim tíma. Svo fóru hin liðin að auka æfingaálagið til þess að eiga roð við okkur. Síðan gerist það sama þegar Bogdan tók við landsliðinu, æfingaálagið jókst og ég myndi segja að hann hafi verið nokkurs konar faðir íslensks handknattleiks. Svo geta menn deilt um hans karakter en hann truflaði mig aldrei. Sjálfur hefði ég hlaupið í gegnum vegg ef hann hefði beðið mig um það," segir Guð- mundur. Guðmundur gerir miklar kröfur til þeirra leikmanna sem hann þjálfar, þannig er hann gerður og þannig vill hann hafa það. „f fyrstu einkenndist þjálfun mín af því að hafa verið undir stjórn Bogdans. En svo breytíst maður og þróar sinn stíl. Ég tel að það taki langan tíma að verða góður þjálfari. Lengri tíma en margan grunar. Þú þarft að ganga í gegnum með- og mótbyr. Þetta snýst að miklu leyti um mann- leg samskipti. Þú þarft að vera klár í að vinna undir álagi og halda kúlinu öllum stundum. Umhverfið má ekki trufla þig, hvorki fjölmiðl- ar né áhorfendur. Ég tel að það taki mjög lang- an tíma að verða góður þjálfari. I það minnsta tók það mig mjög langan tíma, kannski er ég bara svona lengi að læra," segir Guðmundur og hlær að lokum. vidar@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.