Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Page 45

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Page 45
DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 45 Þremur klukkutímum fyrir fyrstu sýn- inguna af þremur í borginni Guad- alajara, heimabæ Gaels García Bern- al, segist Gísli Örn Garðarsson fyrst og fremst vera fullur eftirvæntingar. Við setjumst niður í áhorfendasaln- um, þar sem Gísli fer yfir ljósa- og hljóðmál með starfsfólki leikhúss- ins. Hann virkar mjög afslappaður þótt fram undan sé fyrsta leiksýning- in í nýju leikhúsi. Stressið og spenn- an eru að baki þar sem þrjár sýning- ar á Komúnunni í Mexíkóborg slógu í gegn fyrir fullum sal. Nú er röð- in komin að Guadalajara, þar sem seldist upp á allar sýningarnar á inn- an við klukkustund. Samtals koma rúmlega tólf þúsund manns að sjá Kommúnuna í Mexíkó. „Gael er náttúrulega súperstjarna hérna, en hann var ekkert fenginn til okkar á þeim forsendum að sýning- in yrði sett upp í Mexíkó, það gerðist bara efdr á," segir Gísli Örn um mex- íkóska stórleikarann. „Hann hefur lítið leikið á sviði og hann langaði mikið að leika á sviði í heimalandi sínu. Það var heljarinnar stress í Mexíkóborg og hann var sjálfur mjög stressaður, þar sem allur bransinn í Mexíkó var kominn til að sjá sýning- una og enginn hafði hugmynd um viðbrögðin." íslenskt grín virkar vel Kommúnan er að mestu á ís- lensku, sem verður að teljast harla óvenjulegt, þar sem Mexíkó er eitt þeirra landa sem talsetur flest innflutt sjónvarpsefni. Til þess að áhorfendur sitji ekki glórulausir í sætum sínum hafa hins vegar verið settir upp textaskjáir sem þýða hið framandi tungumál yfir á spænsku. „Þetta er íslenskkommúna, íslensk- ur raunveruleiki og sýningin er á íslensku. Þetta hefur virkað alveg rosalega vel og það er bara geðveik stemning. Fólki flnnst æðislegt að heyra tungumálið og fá innsýn í hinn íslenska raunveruleika," segir hann. Á sýningunni um kvöldið kom glögglega í ljós hvað Gísli Örn á við, því oft á tíðum lágu áhorfendur í hláturskasti á leiksýningunni, jafnvel þótt hún sé á framandi mngumáli. En kom aldrei til greina að setja sýninguna alfarið upp á ensku eða spænsku? „Nei, ekki á spænsku að minsta kosti, við lékum einu sinni Rómeu og Júlíu á þýsku í Þýskalandi, þannig að við höfum alveg gert svo- leiðis gloríur áður. Eftir þá reynslu viljum við helst ekkert vera að end- urtaka það." Paparazzar alls staðar Gísli viðurkennir að það hafi ver- ið mikill happafengur að fá Gael Gar- cía til liðs við Vesmrport. Hann seg- ist þess vegna ekki vera hissa á þeim gífurlega góðu viðtökum sem leikrit- ið hefur fengið í landinu. Aðspurð- ur hverju tilkoma Gaels hafi breytt, svarar Gísli Öm: „Það sem gerðist náttúrulega var að allir miðar seld- ust upp á klukkutíma. Ég efast um að við hefðum sýnt fyrir fullum sal kvöld eftir kvöld ef hann hefði ekki verið með." Gísli segist ekki hafa áttað sig á því hversu frægur leikari Gael er, fyrr en hann hélt blaðamannafund með honum í Mexíkóborg. „Það var bara algjör geðveiki, ég hef aldrei lent í öðm eins, það vom um það bil hundrað fjölmiðlamenn á svæðinu með óteljandi paparazzi-ljósmynd- ara. Fundurinn leystist svo upp í það að Gael þurfti að hlaupa í burm vegna ágangs fjölmiðla og allir fóm á eftir honum. Þetta fór einfaldlega úr böndunum," segir hann og hlær. Svo frægur er Gael að hann ferð- ast með lífvörð og ljósmyndarar elta hann hvert sem hann fer. I tengslum við uppseminguna á Kommúnunni er ferðum hans haldið leyndum. Gísli segir hópinn hafa verið nokkuð hissa á því hversu svipað það er að sýna fyrir framan íslenska áhorfendur og mexíkóska. Munur- inn felist þó fyrst og fremst í því að mexíkósku áhorfendumir séu póli- tískari en þeir íslensku. „Það er mik- ið talað um Franco, fyrrverandi ein- ræðisherra á Spáni, í sýningunni og um það bil tíu prósent fólksins sem býr hérna em komin af fólki sem flúði Spán í valdatíð hans. Þetta snertir því tilfinningar þeirra. Þeg- ar línur úr Internasjonalnum, bar- áttusöng kommúnista, eru sungnar í sýningunni tekur þriðji hver maður í salnum undir. Fyrir utan það er þetta ótrúlega svipað og heima, fólk hlær að sömu bröndurunum. Það hefur komið okkur gífurlega mikið á óvart, því við vissum ekkert við hverju við áttum að búast." Bjúgun stoppuð í tollinum Það erfiðasta við að setja upp leiksýningu hinum megin á hnett- inum er hversu knappur tími gefst til þess að ganga ffá tæknimálum og aðlagast vettvanginum hverju sinni. „Við höfum bara tvo daga til að setja allt upp og auðvitað er það töluvert öðmvísi að leika fyrir framan tvö þúsund og þrjú hundruð manns þeg- ar við erum vön að leika fyrir framan flögur hundmð manns heima. Þetta Eltur af paparözzum í Mexíkó Kommúnan var sýnd í heimabæ Gaels Garcia Bernal á dögunum. Það kom Vesturportsfélögum mjög á óvart hversu frægur leikarinn er í Mexíkó. Hér eru Gael og Elena Anaya (hlutverkum sínum f Komúnunni. « im #«is; ( # i- er þess vegna alveg heljarinnar kikk fýrir leikarana. Ég vil alls ekki sjá að sýningin sé sjúskuð, hún verður að vera fagmannleg og hnökralaus og laus við skítareddingar á síðustu stundu," segir hann. Væntanlega hefur eitthvað ófyr- irséð sett strik í reikninginn í Mex- íkó? „Jesús minn, ó jú," segir hann og ranghvolfir augunum eins og hann sé að rifja upp stressandi augnablik. „í Mexíkóborg lenmm við í því að allt propsið, leikmyndin og allir búning- ar fóru með flugi frá íslandi. Einhver hafði svo pakkað íslenskum bjúgum með með því þau em notuð í sýn- ingunni. Við komuna til Mexíkó var bara allur pakkinn setmr í frost af því að það fannst matur í leikmynd- inni og það má nú alls ekki. Þetta var á mánudegi og fyrsta sýningin var á föstudegi. Leikmyndin átti að koma út úr tollinum á þriðjudegi, en hún kom ekki þann dag, ekki heldur á miðvikudegi né á fimmrndegi. Við vorum farin að ókyrrast verulega," segir hann. Loksins þegar heimild fékkst til að sækja leikmyndina úr tollinum kom upp annað vandamál. Leik- myndin varð fyrir valinu á tílviljun- arkenndri tollskoðun, svo allt var rifið upp á nýjan leik og grandskoð- að. Á meðan beið Vesmrportshóp- urinn í leikhúsinu, aðeins nokkmm klukkutímum fyrir fyrsm sýningu og án alls. „Loksins náðu þeir að klára þetta og leikmyndin kom í leikhúsið í lögreglufylgd klukkan hálf sjö um kvöldið, nákvæmlega tveimur tím- um fyrir sýningu. Við lögðumst hins vegar öll á eitt og gerðum sýning- GAEL ER NÁTTÚRULEGA SÚPER- STJARNA HÉRNA, EN HANN VAR EKK- ERT FENGINN TIL OKKAR Á ÞEIM FOR- SENDUM AÐ SÝNINGIN YRÐISETT UPP f MEXÍKÓ, ÞAÐ GERÐIST BARA EFTIR Á." una klára á nýjum heimsmetstíma, klukkutíma og korteri." Frábær stemning í salnum Stemningin í salnum á fyrsm sýn- ingunni í Guadalajara var frábær, leikararnir stóðu sig með eindæm- um vel og uppskáru mikið lófaklapp í lok sýningar. Blaðamaður ræddi við nokkra gesti leiksýningarinnar að henni lokinni. Allir sammælmst um að sýningin hefði verið hin besta skemmtun. Þá sagði einn gesta að sér hefði fundist stórskemmtilegt að heyra fslenskuna og að lesa spænska textann með. Það hafi þó reynst erfitt á tímabili því eitthvað klikkaði texta- vélin þó um miðbik sýningarinnar. Sjálfur segir Gísli að það megi nán- ast stóla á að eitthvað slíkt vanda- mál komi upp á á sýningunum. Eldri hjón sem blaðamaður ræddi við, vom hins vegar ekki eins upprifin af sýningunni og sögðu hana helst til dónalega. Uppselt á Vesturport í Kóreu Þaðer mikið fram undan hjá Vest- urporti, Kommúnan verður tekin til sýninga í London í febrúar á næsta ári, en sýningarnar í Mexíkó verða að öllu óbreytm síðusm sýningar Gaels García Bernal með hópnum. „Við emm að fara að sýna tvær sýn- ingar í Kóreu í næsta mánuði og það er þegar uppselt á þær. Svo emm við að fara til Ástralíu, Bandaríkjanna og frlands svo fátt eitt sé nefnt. Þá emm við að taka bíómynd upp á íslandi núna sem við gerðum bara hlé á tii þess að fara til Mexíkó." Það er mikið lúxuslíf og forrétt- indi að mati Gísla að geta ferðast um heiminn með þessum hópi og sett upp sýningar sem hann hef- ur virkilega mikinn áhuga á sjálfur. „Það er hrikalega góð tilfinning að koma hálfa leiðina yfir hnöttinn og vera að skemmta tólf þúsund áhorf- endum í botn með íslenska leik- sýningu og þegar við erum komin alla leið hingað er ekki yfir miklu að kvarta." Aðspurður hvort Vesturport sé á toppnum nú um stundir, svarar hann: „Það fer eftir því hvernig það er skilgreint. Við höfum aldrei sýnt fyrir framan svona áhorfendafjölda en toppurinn er ekki endilega met-. inn í því. Ég held fyrst og fremst að. við séum bara á helvíti góðri braut og okkur líður ekki eins og þetta sé - að verða búið. Þetta heldur bara áfram." valgeir.ragnamon@gmail.com V,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.