Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Page 58
58 FÖSTUDAGUR 18. APR(L 2008
HelgarblaB PV
TÖLVUR&ÆKNI
U m sj ó n : Pá 11 Svansson
N etfa n g : paUi@dv.is
Wll FIT Á LEIÐINNI /
Nintendo-menn senda frá sér Wii fit-græjuna á næstunni. En um er að ræða sérstakan búnað
sem tengist Wii-tölvunni og gerir eigendum kleift að nota leikjatölvuna í hinar ýmsu
líkamsæfingar, sem eiga víst að vera nokkuð erfiðar. Græjan mun kosta 90 dali i Bandarikj- /
unum eða um 6.700 íslenskar krónur. Líklegt er þó að græjan kosti mun meira þegar hún
kemur hingað tii lands. Fit kemur í maí og verður gaman að sjá hvort nú verði loks hægt að ' -
losna við aukakílóin með leikjatölvunni.
Raunveruleikurinn The Sims hefur náð
miklum vinsældum. Á dögunum
seldist 100 milljónasta eintakið af
leiknum á heimsvísu, sem gerir leikinn
að vinsælasta PC-leikfrá upphafi. f
leiknum stjórna menn lífi fólks með
öllu tilheyrandi og hefur hann núna
verið seldur í yfir 60 löndum á 22
tungumálum. Þriðji Sims-leikurinn er
væntanlegur á næsta ári, en til þess að
fagna þessum merka áfanga settu
Electronic Arts, framleiðendur leiksins,
sérstök hátíðarföt á heimasíðu sína
sem leikmenn geta niðurhalað og
klætt persónur sínar í.
BLEKSPRAUTU-
TATTÚERKÚL
Flestir kannast við að hafa sett á sig
tattú í barnæsku, svona tattú sem
fylgdi með tyggjói og var hægt að þvo
af með góðu móti. Nú er hægt að nota
bleksprautuprentarann á heimilinu til
að búa til eigin tattú, aðeins þarf að
prenta á sérstakan tattúpappír sem nú
er kominn á markað og leggja síðan
yfir útprentið límpappír sem skilur
eftir límkennda himnu á tattúinu og
leggja síðan pappírinn við húðina og
strjúka yfir með blautum svampi eða
tusku til að yfirfæra það á líkamann.
Mælt er með að nota sérstakt blek fyrir
tattúgerðina, blek sem er að mestu
leyti vatn og ekki talið óheilnæmt fyrir
húðina.
FARTOLVAN GERÐ
UPPTÆK
Rússnesk ríkisstofnun sem varð til við
samruna fjölmiðla- og fjarskiptastofn-
ana á síðasta ári hefur gefið út þá
tilskipun að öll tæki sem geti komist
inná þráðlaus net eða myndi þráðlausa
aðgangspunkta verði að skrá sérstak-
lega hjá stofnuninni og fá leyfi til að
nota þau, annars verði heimilt að gera
þau upptæk. Þetta kom fram hjá
rússnesku fréttastofunni Fontanka
sem tók viðtal við yfirmann stofnunar-
innar í vikunni. Þetta er líklegast
versta hugmynd skrifræðisins i
gervallri mannkynssögunni því undir
tilskipunina heyra gagnabeinar,
lófatölvur, fartölvur með þráðlausum
kortum, 3G-farsímar og fjöldamörg
önnurtæki.
SLÁ ÖLL METIBOKINNI?
Grand Theft Auto 4 kemur út í lok mánaðarins. Sjaldan hefur verið beðið eftir einum
leik með jafnmikilli eftirvæntingu. Markaðssérfræðingar spá því að leikurinn muni
slá öll sölumet og jafnvel verða einhver arðbærasta skemmtivara allra tíma. Leikurinn
fékk fullt hús stiga í breskri gagnrýni sem birt var á dögunum.
Markaðssérfræðingar eru sammála um að Grand
Theft Auto 4 muni lenda með látum þegar hann
kemur út í lok mánaðarins. Hins vegar eru ekki
allir sammála um með hversu miklu látum hann
muni lenda. Fagtímaritið Variety hefur spáð því
að leikurinn muni bera með sér söluhæstu opn-
un skemmtivöru frá upphafi, hvorki meira né
minna. Leikurinn kemur út 29. apríl á bæði Xbox
360 og Playstation 3. I tímaritinu Hollywood
trade kemur fram að Take - Two Interactive,
sem á Rockstar sem framleiðir GTA, hafi á dög-
unum talið hversu mörg eintök þeir hafi forselt
í búðir og hljóði sú tala upp á rúmar sex millj-
ónir, eða um 400 milljónir dollara í gróða. Til
þessa hefur aðeins Pirates of the Caribbean: At
Worlds End skilað meiru í kassann, en hún hal-
aði inn 404 milljónir dollara fyrstu vikuna í sýn-
ingum. Þá myndi leikurinn valta yfir fyrra met
tölvuleiks, sem var í höndum Halo 3, sem tók
inn 300 milljónir dala og seldist í fimm milljón-
um eintaka síðasta haust. Til eru markaðsfræð-
ingar sem eru á því að leikurinn muni seljast í
vel yfir sex milljónum eintaka. Til dæmis hinn
mikilsmetni Mike Hickey sem spáir því að leik-
urinn muni seljast í 9,5 milljónum eintaka fyrstu
vikuna og í 5,8 milljónum í Bandaríkjunum ein-
um. Fáir leikir hafa skapað jafnmikla spennu og
eftirvæntingu og GTA 4. Leikurinn átti upphaf-
lega að koma út í október, síðasta haust, en var
frestað þar til núna. Á dögunum birtist dómur
um Xbox 360-útgáfu leiksins í bresku leikjablaði
og fékk hann þar fullt hús stiga. Meðal annars
var sagt um hann að þarna væri á ferðinni eitt-
hvert metnaðarfyllsta verkefni sem lagt hefði
verið út í í tölvuleikjabransanum.
dori@dv.is
Útsjónarsemi innan Evrópuborga:
HÁHRAÐANET í RÆSIN
Sífellt fleiri borgir í Evrópu ihuga
nú að nýta þau neðanjarðarmann-
virki sem þegar eru til staðar til að
uppfylla sífellt meiri kröfur almenn-
ings fyrir háhraðatengingar. Frakk-
ar hafa farið þar fremst í flokki en
þeir hafa gert víðtækar rannsóknir
á neðanjarðarmannvirkjum í París
og nýtt þau fyrir lagningu slíkra
neta.
Neðanjarðarlestargöng eru tilvalin
fyrir slíkar framkvæmdir en ann-
markarnir þeir að slík kerfi ná frek-
ar takmarkað út í öll hverfi.
Þess vegna hafa sjónir manna
beinst í síauknum mæli að gaslögn-
um, ræsum, skólp- og frárennslis-
lögnum innan borga til að minnka
þann kostnað sem uppbygging há-
hraðaneta kostar. Borgir innan Evr-
ópu eru margar hverjar orðnar
töluverðir eftirbátar í þessum efn-
um og má nefna sem dæmi að með-
alhraði á háhraðanetum Bretlands í
fyrrasumar var 4,6MB á sekúndu
miðað við 90MB í Japan og 43MB í
Suður-Kóreu. íslendingar eru nokk-
uð vel í stakk búnir á höfuðborgar-
svæðinu en þrjú fyrirtæki bjóða ai-
menningi allt að 30MB hraða
gegnum Ijósleiðarakerfi Orkuveit-
unnar. po///@dv./s
ryir é
tS
Hafa reynst tilvalin fyrir
laqningu liáhraðaneta.