Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 18. APRlL 2008
Tíska DV
TAKKATASKA
Svona getur endurvinnsla verið sniðug. Það er alltaf gaman þegar hönnuðir
taka sig til, nota hversdagslega hluti sem hafa allajafna allt annað notagildi
og finna þeim nýtt hlutverk. Það er nokkuð Ijóst að sá sem svona tösku ber
mun alls staðar vekja athygli. Það er hönnuðurinn Joao Sabino sem á heið-
urinn af töskunni. Frekari upplýsingar: joaosabino.blogspot.com.
■j—
VINTAGE-
BRÚÐARKJÓLAR
Þær sem ætla að gifta sig á næstunni
en eru enn í leitinni að hinum
fullkomna kjól ættu að kíkja inn á
hina frábæru heimasíðu thevintage-
weddingdresscompany.com. Einsog
nafnið gefur til kynna er þarna að
finna frábært úrval af einstökum
„vintage"-brúðarkjólum og auka-
hlutum allt frá Viktoríutímabilinu til
áttunda áratugarins. Það er tískustíl-
istinn Charlie Bear sem er konan á
bak við sfðuna en hún sérhæfir sig í
einstökum „vintage"-fatnaði sem er
alls ekki auðfundinn. Þessi síða er
því frábær fyrir þær sem vilja vera
svolítið öðruvísi á brúðkaupsdaginn
og klæðast kjól með sál og sögu.
Kate Hudson er meðal þeirra sem
klæddust vintage-kjól sem Charlie
Bear fann fyrir hana í sínu brúð-
kaupi.
NÆLDU
ÍEINA
Nælumar koma sjóðandi heitar inn
á ný með sumrinu. Einföld flík gemr
orðið svo sérstök og skemmtileg
með fallegri nælu. Bæði er flott að
setja nælu í svartar kápur og jakka
sem þú ert komin með leið á og til
að gera töff boli og peysur ennþá
flottari. Farðu og rótaðu aðeins í
skartgripaskrínininu hjá ömmu og
þú munt örugglega rekast á ein-
hverjar fallegar gersemar þar. Eins er
gaman að kíkja í Kolaportið því þar
er bókað mál að þú finnur einhverj-
ar einstakar gersemar til að næla í
þig. Carrie Bradshaw er ein af þeim
sem ítrekað sjást skreyta sig með
nælum af öllum stærðum og gerð-
Birna Sif Magnúsdóttir, hárgreiðslunemi og förðunarfræðingur, starfar með skólanum í Steinunni á
Laugavegi. í dag mun hún keppa í hárgreiðslu á ísmótinu í Laugardalshöll en hennar helsti metnaður
áður en hún fer út á lífið liggur að sjálfsögðu í því að hárið og förðunin séu í lagi.
l)lpa: North Face-dúnúlpa
Buxur: Cheap Monday
Skór: Topshop
Sólgleraugu: Gjöf frá vinkonu minni.
„Ég er eiginlega bara alltaf í dúnúlpunni minni, það er rosa-
lega mikið umræðuefni hjá vinkonum mínum hvenær ég
ætli að fara úr úlpunni. 1 allan vetur hef ég nánast búið í úlp-
unni minni. Það liggur við að ég fari í henni á djammið. Nú
fer samt að koma að því að ég taki fram sumarjakkana."
Buxur: Cheap Monday
Skór: Topshop
Hettupeysa: Urban Outfitters
Bolur: H&M
Trefill: Steinunn
„Ég er yfirleitt alltaf bara í gallabuxum og stuttermabol. I ein-
hverju ff ekar venjulegu en samt kúl. Þetta er mjög mismun-
andi eftir dögum, sumir dagarnir eru afslappaðri hjá mér í
fatavali en aðrir."
A&,
Skór: Zara
Sokkabuxur: Oroblue
Kjóll: Urban Outfitters
Belti: Gamalt belti frá ömmu
Pels: Amma vinkonu minnar ótti þennan pels en hann passaði ekki á vin-
konu mína svo ég fékk hann.
„Það fer alveg eftir þvi hvað ég hef mikinn tíma til að hafa mig til í hverju ég
fer á djammið en yfirleitt enda ég í öllu svörtu. Ég á alveg rosalega mikið af
skarti en er einhvern veginn voöalega ódugleg við að nota það. Yfirleitt er
ég bara með sömu eymalokkana og krossinn minn urn hálsinn. Það ent
aðallega förðunin og hárið sem skipta mig máli."
Innidressið
BtLXUr: H&M
Bolur: H&M
Kanfnusokkar: Rammagerðin
Peysa: Þrjátíu ára peysa af móðurafa mfnum
„Það elska allir þessa peysu hans afa en einhvem veginn
endaði hún hjá mér og ég er alltaf í henni og kanínusokkum
þegar ég er heima. Þegar ég kem heim t'ir skólanum er ég
ekki lengi að klæða mig úr þröngu gallabuxunum og fara í
joggingbuxumar."