Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 3
2 PENINGAMÁL 2000/3
Verðbólga hefur haldist yfir 5½%…
Tólf mánaða hækkun vísitölu neysluverðs hefur ver-
ið á bilinu 5½-6% síðan í desember á síðasta ári. Frá
apríl til júlí hækkaði neysluverð um 1,3% sem sam-
svarar 5,2% verðbólgu á heilu ári. Það er heldur
meiri verðbólga en á fyrsta fjórðungi ársins. Eins og
verið hefur um hríð áttu hækkanir á verði húsnæðis
og bensíns veigamikinn þátt í verðhækkunum á öðr-
um ársfjórðungi. Lætur nærri að skýra megi helming
hækkunar neysluverðs á ársfjórðungnum með þess-
um tveimur liðum. Það eru takmörk fyrir því hvað
bensínverð hækkar mikið, og hækkun húsnæðis er að
hluta leiðrétting á lágu verði undanfarinna ára. Því er
ljóst að undirliggjandi verðbólga er minni en mæld
verðbólga undanfarinna mánaða.
Það þýðir hins vegar ekki að við engan verð-
bólguvanda sé að stríða hér á landi. Í fyrsta lagi nam
hækkun neysluverðs 3,2% á heilu ári til júlí að þess-
um liðum og bifreiðatryggingum slepptum. Þetta er
nærri tvöfalt meiri verðbólga á þennan mælikvarða
en árið áður og meiri verðbólga en er að meðaltali í
aðildarlöndum ESB, en þá að meðtöldu bensíni.
Reyndar mældist verðbólga hér svipuð og á Írlandi í
maí, eða 5%, og er þá miðað við samræmda neyslu-
verðsvísitölu ESB sem nær til bensíns en ekki hús-
næðis. Í öðru lagi er mikil hækkun fasteignaverðs
öðrum þræði vísbending um mikla eftirspurnar-
þenslu. Í þriðja lagi er hætt við að aukin mæld verð-
Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1
Útlit er fyrir að hægar dragi úr verðbólgu
en spáð var í vor
Til skemmri tíma litið hafa verðbólguhorfur spillst nokkuð vegna lægra gengis krónunnar en í vor.
Seðlabankinn spáir því nú að verðbólga verði rúmlega 5½% frá upphafi til loka ársins. Það veldur einn-
ig áhyggjum að verðbólguvæntingar yfir 5% virðast vera að festast í sessi. Ekki liggja fyrir í mældum
hagstærðum ótvíræð merki um að ofþensla sé tekin að hjaðna. Efnahagshorfur fyrir næsta ár og at-
burðir á fjármálamörkuðum á síðustu vikum gætu þó stuðlað að hjöðnun hennar á næstunni. Slík þróun
myndi stuðla að minni verðbólgu. Ekki er hins vegar útlit fyrir að viðskiptahalli minnki mikið í bráð.
Hann verður þannig áfram áhættuþáttur sem hagstjórn þarf að glíma við. Í meginatriðum stendur því
sú greining sem sett var fram í síðasta hefti Peningamála. Svo lengi sem verðbólguhorfur breytast ekki
til hins betra frá því sem nú er og ofþensla er viðvarandi mun Seðlabankinn fylgja aðhaldssamri
peningastefnu. Hann mun hins vegar á næstunni fylgjast mjög grannt með hugsanlegum vendipunktum
í þróuninni.
1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 21. júlí
2000.
M M J S N J M M J S N J M M J
1998 1999 2000
0
1
2
3
4
5
6
7
-1
-2
-3
-4
-5
%
Neysluverðsvísitala
Innlendar vörur og þjónusta án búvöru og grænmetis
Innfluttar vörur án bensíns, áfengis og tóbaks
Verðbólga og nokkrir undirþættir
Mynd 1
12 mán. %-breytingar