Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 28
PENINGAMÁL 2000/3 27
Starfandi lífeyrissjóðir á Íslandi voru í lok árs 1999
alls 62 talsins. 13 þeirra tóku ekki lengur við iðgjöld-
um, 15 voru með ábyrgð launagreiðanda og 34 voru
fullstarfandi almennir lífeyrissjóðir. Lífeyrissjóðum
hefur fækkað jafnt og þétt síðustu ár, en í árslok 1991
voru þeir 88. Ástæða þessarar fækkunar er einkum sú
að sjóðir hafa sameinast í því skyni að lækka
rekstrarkostnað og ná meiri hagkvæmni sökum
stærðar. Búast má við að þessi þróun haldi áfram á
næstu árum. Í lögum um skyldutryggingu lífeyrisrétt-
inda og starfsemi lífeyrissjóða (nr. 129/1997) er líf-
eyrissjóðum gert að sækja um starfsleyfi sem fjár-
málaráðherra veitir að fenginni umsögn Fjármála-
eftirlitsins. Nánast allir lífeyrissjóðir hafa nú fengið
starfsleyfi. Meðal skilyrða fyrir veitingu þess er að
minnst 800 sjóðfélagar greiði iðgjöld til lífeyris-
sjóðsins í hverjum mánuði, nema sjóðurinn tryggi
áhættudreifingu vegna skuldbindinga sinna með öðr-
um hætti í samræmi við tryggingafræðilega athugun
(21. gr.). Eflaust hefur þetta skilyrði orsakað enn
frekari samruna sjóða eftir gildistöku laganna.
Fyrir gildistöku laganna voru lífeyrissjóðir ýmist
sameignar- eða séreignarsjóðir, en nú er óheimilt að
starfrækja hreina séreignarlífeyrissjóði. Hins vegar
eru nú flestir lífeyrissjóðir með séreignardeild og er
þar með heimilt að taka við viðbótarlífeyrissparnaði.
Hrein eign lífeyrissjóða
Hrein eign lífeyrissjóða er það fjármagn sem lífeyris-
sjóðir eiga til að standa við skuldbindingar sínar við
sjóðfélaga, þ.e. heildareignir sjóðanna að frádregnum
skuldum. Áætlað er að í árslok 1999 hafi hrein eign
lífeyrissjóða numið 517,9 ma.kr. og hefur hún vaxið
hröðum skrefum undanfarin ár. Raunaukning hennar,
þ.e. aukningin þegar stöðutölur í lok hvers árs hafa
verið færðar á verðlag í janúar 2000 m.v. vísitölu
neysluverðs, var yfir 20% á árinu 1999 og hefur hún
ekki verið svo mikil síðan árið 1981. Nokkuð hefur
raunaukningin verið sveiflukennd undanfarin 20 ár,
og lægst varð hún árin 1983, 1994 og 1995, eða 10-
11%.
KRISTÍANA BALDURSDÓTTIR1
Eignir og ávöxtun lífeyrissjóða
Mikill vöxtur hefur verið í lífeyrissjóðakerfinu hér á landi á undanförnum árum og voru lífeyrissjóðirnir
orðnir stærri en innlánsstofnanir um síðustu áramót. Miklar breytingar hafa orðið á fjárfestingarstefnu
og beinist athygli sjóðanna æ meir að erlendum mörkuðum og einnig að innlendum hlutabréfum. Árið
1999 varð ávöxtun eigna lífeyrissjóðanna mun betri en á undanförnum árum. Í grein þessari er fjallað
um þróun lífeyrissjóðanna á tímabilinu 1980-2000.
1. Höfundur er deildarstjóri á tölfræðisviði Seðlabanka Íslands.
1980 1985 1990 1995 1999
0
5
10
15
20
25
%
Raunaukning hreinnar eignar
lífeyrissjóða milli ára
Mynd 1