Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 9

Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 9
8 PENINGAMÁL 2000/3 Í því sambandi má nefna hagvaxtarhorfur á næsta ári. Einnig er líklegt að hækkun langtímavaxta á þessu ári muni draga úr eftirspurnarspennu. Ef verulega hægir á hækkun fasteignaverðs mun það leggjast á sömu sveif og lækkun hlutabréfaverðs á undanförn- um vikum. Jákvæð auðsáhrif, sem líklega stuðluðu að meiri einkaneyslu en ella á síðasta ári, gætu þá snúist í andhverfu sínu á næstunni. Lækkun gengis veldur auðvitað meiri verðbólgu um hríð, en hún mun hins vegar stuðla að minni innflutningi. Meiri verðbólga mun rýra kaupmátt að óbreyttum launum, og það veldur aftur minni einkaneyslu. Að lokum má nefna í þessu sambandi að atburðir síðustu vikna í efnahagsmálum og á fjármálamörkuð- um eru líklegir til að draga úr almennri bjartsýni á efnahagshorfur, en hún hefur á síðustu misserum knúið áfram einkaneyslu og dregið úr sparnaði. Reyndar er hugsanlegt að sparnaður heimila sé tek- inn að aukast á ný. Það vekur vissar vonir um þetta að skuldaaukning heimila við lánakerfið var fremur lítil á fyrsta ársfjórðungi eða 1,3%. Það er að vísu svipuð aukning og á sama tíma í fyrra, en síðan tók skuldaaukningin kipp og varð samtals 20% á árinu í heild. Engin merki eru hins vegar enn um sömu þróun í útlánatölum bankanna. Áætlanir benda til að aukin skuldsetning heimilanna hafi aukið greiðslu- byrði þeirra umtalsvert síðustu þrjú árin. Sú þróun mun að öðru óbreyttu verða hvati til minni skuldsetn- ingar og aukins sparnaðar þegar fram líða stundir. ... sem gæti leitt til lækkunar verðbólgu Lækkun gengis um 4%-5% á undanförnum vikum mun að öðru jöfnu valda meiri verðbólgu á þessu ári en spáð var í maí. Sú aukning verður hins vegar tíma- bundin svo lengi sem hún leiðir ekki til launahækk- ana. Gangi hjöðnun ofþenslu eftir mun það stuðla að minni innlendri verðbólgu en ella, og það kemur þá á móti aukinni innfluttri verðbólgu um hríð. Verðbólga mun þó hjaðna hægar en áður var talið, og núverandi spá Seðlabankans um verðbólguþróun á árinu 2001 felur í sér að tólf mánaða verðbólga muni mælast yfir 5½% fram á vormánuði. Gangi það eftir veldur það óvissu um launaþróun vegna forsendna kjarasamn- inga um að verðbólga lækki á samningstímabilinu. Verðbólga gæti þó hugsanlega hjaðnað hraðar eins og áður hefur verið fjallað um. En í ljósi áhættunnar vegna ákvæða kjarasamninga er mikilvægt að leita allra leiða til að draga úr verðbólgu á næstunni. Miðað við óbreytt gengi spáir Seðlabankinn því að verðbólga verði rúmlega 5½% milli áranna 2000 og 2001, en tæplega 4% yfir árið 2001. Framreikn- ingar bankans benda síðan til þess að verðbólga geti hjaðnað niður í 2½% á næstu tveimur árum þar á eftir, og stafar það af minnkandi eftirspurnarþrýstingi þar sem hagvöxtur fer um hríð niður fyrir langtíma- vöxt framleiðslugetu hagkerfisins og af lítillega auknu atvinnuleysi og minni spennu á vinnumarkaði. Forsenda þessa er að gengi krónunnar verði ekki að marki lægra en nú er. Í því efni er stórfelldur viðvar- andi viðskiptahalli mikill áhættuþáttur. Því er enn þörf á aðgerðum sem gætu aukið þjóðhagslegan sparnað og dregið enn hraðar úr innlendri eftirspurn en nú er útlit fyrir. Mikilvægt er að þetta verði haft ríkt í huga við gerð næstu fjárlaga. Peningastefnan verður áfram aðhaldssöm ... Svo lengi sem verðbólguhorfur og verðbólguvænt- ingar haldast langt fyrir ofan það sem ásættanlegt er til lengdar, ofþenslumerki eru enn í verulegum mæli til staðar og útlánaþensla er óhófleg er ljóst að engar forsendur eru til slökunar í peningamálum. Ef horft er á skammtímavaxtamun gagnvart útlöndum hefur aðhaldsstig peningastefnunnar sjaldan verið meira þar sem hann var rúmlega 6% 21. júlí sl. Hins vegar hafa verðbólguvæntingar aukist, og því felur sami nafnvaxtamunur ekki í sér sama aðhald og áður. Á aðra mælikvarða hefur aðhaldsstigið slaknað nokkuð síðustu vikur sakir hærri verðbólguvæntinga og lægra gengis. Þannig hafa raunvextir í endurhverfum viðskiptum Seðlabankans lækkað aftur niður á svip- að stig og um áramótin, eins og sést á mynd 4. Skammtímaraunvextir Seðlabankans og munur millibankavaxta hér og erlendis 2000 Jan. Feb. Mars Apríl Maí Júní Júlí 4,4 4,6 4,8 5,0 5,2 5,4 5,6 5,8 6,0 6,2 6,4 % Mynd 4 Skammtímaraunvextir (miðað við verðbólgu- álag ríkisskuldabréfa) Munur 3 mán. millibanka- vaxta hér og í viðskiptalöndunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.