Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 19

Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 19
18 PENINGAMÁL 2000/3 Vaxtamunur á milli landa er þó engin allsherjar- skýring sem á við í öllum tilvikum. Benda má á að þrátt fyrir mun lægri vexti í Japan hefur gengi jap- anska jensins haldist tiltölulega hátt gagnvart Banda- ríkjadal. Samspil undirliggjandi efnahagsþróunar, svo sem hagvaxtar og viðskiptajafnaðar, sem er evr- unni í hag, og þeirra þátta sem hafa áhrif á skamm- tímafjármagnsflæði er mun flóknara. Til dæmis skiptir verulegu máli hve lengi tiltekið ástand varir. Til þess að gefa mynd af þeim öflum sem togað hafa í evruna frá upphafi er rétt að hyggja að þróun þriggja innbyrðis tengdra þátta, sem hver með sínum hætti tengist hagvexti eða hagvaxtarhorfum: 1. Viðskiptajafnaðar og samkeppnisstöðu 2. Vaxtamunar og hreyfingar skammtímafjármagns 3. Hreyfingar langtímafjármagns, s.s. beinnar er- lendrar fjárfestingar. Viðskiptajöfnuður var evrunni mjög í hag á síð- asta ári jafnframt því sem samkeppnisstaða evru- svæðisins, sem ætla má að hafi verið nokkuð góð fyrir, fór batnandi. Það er einkum tvennt sem ræður ytri jöfnuði þjóðarbúskapar: vöxtur eftirspurnar heima og erlendis og hlutfallsleg verð- eða kostnað- arþróun, þ.e.a.s. samkeppnisstaða. Hvort tveggja stuðlaði að vaxandi viðskiptahalla Bandaríkjanna og afgangi á evrusvæðinu. Viðskiptahalli Bandaríkjanna á síðasta ári nam 3,7% af vergri landsframleiðslu og OECD spáir að á árunum 2000 og 2001 muni hallinn nema 4,4% af landsframleiðslu. Hins vegar var afgangur á viðskiptajöfnuði evrusvæðisins sem nam 0,7% landsframleiðslu og gerir OECD ráð fyrir að hann haldist óbreyttur á yfirstandandi ári og aukist á því næsta. Þessar aðstæður stuðla að styrkingu evr- unnar og umfram allt veikingu Bandaríkjadals þegar til lengdar lætur. Áframhaldandi styrkleiki Banda- ríkjadals er háður því að erlendir aðilar séu reiðu- búnir að fjármagna viðskiptahallann í sama mæli og áður. Til þess að svo verði þurfa Bandaríkin að við- halda jákvæðum vaxtamun gagnvart Evrópu og e.t.v. auknum vaxtamun til þess að hvetja fjárfesta til þess að festa vaxandi hlutfall eignasafns síns í banda- rískum verðbréfum. Að því mun koma að fjármögn- un viðskiptahallans verður tregari, en erfitt er að sjá fyrir hvenær. Sl. tvö ár og fyrri hluta yfirstandandi árs voru aðstæður mjög hagstæðar til þess að fjár- magna viðskiptahalla Bandaríkjanna. Skammtímavaxtamunur sem miklu ræður um skammtímafjármagnsflæði á milli landa var sem fyrr segir mjög hagstæður Bandaríkjadal en andstæður evrunni. Þetta kemur fram í gögnum um greiðslu- jöfnuð evrusvæðisins. Nettóútstreymi verðbréfafjár- festingar á sl. ári nam 21,3 ma. evra og 181 ma. á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Útstreymi beinnar fjár- festingar virðist þó e.t.v. hafa átt meiri þátt í veikingu evrunnar á síðasta ári, en á yfirstandandi ári virðist sú þróun hafa snúist við.3 Í fyrra nam nettóútstreymi beinnar fjárfestingar 147,2 ma. evra, en á fyrsta fjórðungi ársins 2000 var jöfnuður beinnar fjárfest- ingar jákvæður um 207 ma. evra. Líklegt er að dræm- ur hagvöxtur í löndum myntbandalagsins hafi dregið Viðskiptajöfnuður Bandaríkjanna og evrusvæðisins 1990-2000 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000* 0.0 1.0 2.0 -1.0 -2.0 -3.0 -4.0 -5.0 % af VLF Mynd 3 Evrusvæðið Bandaríkin Heimild: Datastream. 1997 1998 1999 2000 Gengi þýsks marks gagnvart Bandaríkjadal og vaxtamunur 1997-2000 0.0 0.4 0.8 1.2 1.6 2.0 2.4 2.8 3.2 prósentustig 1.5 1.6 1.7 1.8 1.9 2.0 2.1 2.2 2.3 mark/US$ Mynd 2 1. Gengi marks er reiknað út frá gengi evru frá ársbyrjun 1999 er myntsamstarf innan EMU hófst. Vaxtamunur miðast við evrusvæðið frá sama tíma. Heimild: Datastream. Munur vaxta í Bandaríkjunum og í Þýskalandi/evrusvæðinu Langtímavaxta Skammtímavaxta Gengi Bandaríkjadals gagnvart þýsku marki 1 3. Ekki er þó hægt að fullyrða með vissu hve áhrifin á gengisþróun hafa verið mikil því að bein fjárfesting erlendis er oft fjármögnuð með endurfjárfestum hagnaði eða lántöku í viðkomandi landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.