Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 14

Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 14
lengdir hafa aukist lítillega, en minna en búist var við í kjölfar þess að hámarksvaxtabil milli inn- og útlána var fest í mars síðastliðnum. Uppnám á skuldabréfamarkaði Uppnám varð á skuldabréfamarkaði í maí sl. þegar tveir viðskiptabankar sögðu upp viðskiptavakt sinni á Verðbréfaþingi Íslands með spariskírteini og hús- bréf. Í kjölfarið fylgdi veruleg hækkun ávöxtunar og spenna á markaðnum sem leystist síðan að hluta með aðgerðum Lánasýslu ríkisins og Íbúðalánasjóðs. Nokkrar ástæður voru fyrir þessu uppnámi, en þær helstar að lífeyrissjóðir, sem lengi hafa verið at- kvæðamiklir á skuldabréfamarkaði, hafa í auknum mæli beint sjónum sínum til fjárfestingar erlendis. Aukin útgáfa húsbréfa hefur jafnframt fyllt upp í rýmið sem hlaust af minni útgáfu spariskírteina og ríkisbréfa, og einnig höfðu a.m.k. tveir bankar tekið umtalsverða stöðu í húsbréfum þar sem þeir gerðu ráð fyrir lækkun ávöxtunar sem gekk ekki eftir. Að auki gagnrýndu viðskiptavakarnir að upplýsingagjöf stærstu útgefenda skuldabréfa væri ófullnægjandi. Nýtt fyrirkomulag hefur til þessa ekki breytt miklu í viðskiptum með húsbréf og húsnæðisbréf, en lifnað hefur yfir viðskiptum með spariskírteini ríkissjóðs og ríkisbréf. Minnkandi áhugi lífeyrissjóða á húsbréfum og öðrum ríkistryggðum bréfum Frá því að húsbréfakerfinu var komið á laggirnar hafa lífeyrissjóðir verið umsvifamiklir kaupendur húsbréfa, og áttu þeir árið 1997 u.þ.b. tvo þriðju hluta allra útgefinna húsbréfa og húsnæðisbréfa. Í lok síð- asta árs var þetta hlutfall komið undir 50%, og laus- lega áætlað seldu lífeyrissjóðir húsbréf umfram það sem þeir keyptu fyrir rúmlega 13 milljarða króna árið 1998 og u.þ.b. hálfan milljarð króna á síðasta ári. Þessi hegðan stafar af því að of stór hluti eignasafns lífeyrissjóða hefur að þeirra mati verið bundinn í innlendum skuldabréfum og þeir telja ástæðu til að dreifa áhættunni með öðrum verðbréfum, ekki síst innlendum og erlendum hlutabréfum. Aukin útgáfa húsbréfa og húsnæðisbréfa Á sama tíma hefur útgáfa húsbréfa aukist verulega vegna mikillar þenslu á húsnæðismarkaði, og undan- farin tvö ár, þ.e. 1998 og 1999, jókst stofn hús- bréfa/húsnæðisbréfa um rúmlega 55 milljarða króna. Á sama tíma dró ríkissjóður verulega úr útgáfu spari- skírteina. Vonir höfðu staðið til þess að minnkandi fjárþörf ríkissjóðs skapaði rými fyrir skuldabréfaút- gáfu annarra aðila, þ.m.t. fyrirtækja, og lækkun ávöxtunar, en þær vonir hafa ekki ræst. Stóraukið framboð húsbréfa hefur eðlilega leitt til þess að ávöxtun þeirra hefur hækkað. Að öðru jöfnu ætti það að freista fjárfesta til að koma aftur inn á markaðinn, en aðstæður á erlendum hlutabréfamörkuðum og af- staða innlendra stofnanafjárfesta hafa verið þannig að þeir vilja fremur fjárfesta í innlendum og erlend- um hlutabréfum. Bankar tóku stöðu Eign innlánsstofnana í húsbréfum og húsnæðisbréf- um jókst verulega á síðasta ársfjórðungi 1999 og fram eftir þessu ári. Vegna þróunar ávöxtunar á markaði á þessu ári hafa þær innlánsstofnanir sem að þessum kaupum stóðu tapað verulegu á þessari eign sinni að undanförnu. Þetta tap kemur þó ekki endi- lega fram í reikningum þeirra þar sem bréfin kunna að einhverju marki að vera færð í fjárfestingarbók í stað veltubókar, og þarf þá ekki að gera grein fyrir söluhagnaði eða -tapi fyrr en endanleg sala á sér stað og enn getur verið von til þess að markaðurinn snúist þeim í vil. Þótt einhver jákvæð hliðaráhrif kunni að vera af þessum kaupum, svo sem það að hægt er að nota markflokka ríkistryggðra skuldabréfa sem and- lag í viðskiptum við Seðlabankann, er ljóst að ein- hverjir bankar sem bjuggust við lækkun ávöxtunar hafa orðið fyrir skakkaföllum. Forsendur fyrir vænt- ingum bankanna eru óljósar, en sumir þeirra virðast hafa búist við að nýjar lausafjárreglur og uppkaup PENINGAMÁL 2000/3 13 1999 2000 J F M A M J J Á S O N D J F M A M J J 7,0 8,0 9,0 10,0 11,0 12,0 13,0 14,0 % 3 mán. bankavíxlar Stýrivextir Seðlabankans 3 mán. ríkisvíxlar 3 mán. REIBOR 6 mán. REIBOR Mynd 6 Ávöxtun á peningamarkaði 5. janúar 1999 - 21. júlí 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.