Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 26

Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 26
um. Efnahagsbatinn í Kóreu hefur verið sérlega öfl- ugur. Þar óx landsframleiðslan um 10,7% í fyrra eftir 6,7% samdrátt árið áður. Hins vegar virðist enn vera langt í að efnahagsmál í Indónesíu komist í samt lag. Í Kína, sem einnig varð fyrir barðinu á kreppunni í nýmarkaðsríkjum þótt hagvöxtur héldist þar umtalsverður, hefur hagvöxtur einnig aukist og held- ur dregið úr verðhjöðnun sem var u.þ.b. 3% á síðasta ári. Brasilía neyddist til að fella gengi ríalsins snemma á síðasta ári og bjuggust ýmsir við miklum samdrætti í kjölfarið. Brasilía slapp þó að mestu við samdrátt og hagvöxtur er nú á uppleið. Sömu sögu er að segja um Argentínu, sem að ýmsu leyti varð fyrir meiri skakkaföllum vegna gengisfalls ríalsins, og Síle. Efnahagslegur og pólitískur óstöðugleiki hefur hins vegar ríkt í norðanverðum Andesfjöllum, eink- um Venezuela, Kólombíu og Ekvador. Í Rússlandi sjást merki aukins hagvaxtar, eftir mikinn samdrátt. Í heild má því segja að víðast hvar í nýmarkaðs- ríkjum sé efnahagsbati kominn af stað, þótt undir- liggjandi vandi sé enn til staðar, t.d. í fjármálakerfi Kóreu. Efnahagsbati í Japan hefur hins vegar lengi látið á sér standa. Á fyrsta fjórðungi ársins 2000 jókst hagvöxtur töluvert, en efasemda gætir um hversu varanlegur sá bati sé. Í fyrra komu einnig fram vís- bendingar um hagvöxt á fyrri hluta ársins, en sam- dráttar varð á síðari helmingi þess. Jafnframt hefur gætt nokkurra efasemda um áreiðanleika japanskra haggagna. Seðlabanki Japans hefur haldið skamm- tímavöxtum nálægt núlli um 1½ árs skeið og verður vart meira að gert á þeim vettvangi.15 Þrátt fyrir það er enn verðhjöðnun í Japan, eins og undanfarið ár, og áframhaldandi lækkun fasteignaverðs stendur fjár- festingu fyrir þrifum. Fjármunamyndun atvinnu- fyrirtækja hefur þó aukist nokkuð á þessu ári eftir 2 ára samdrátt. Hagstjórnarvandi Japana felst ekki síst í því að þótt þörf sé fyrir örvun til skamms tíma litið, krefjast ört vaxandi skuldir hins opinbera aukins aðhalds í fjármálum ríkissjóðs til lengri tíma litið. Skuldir hins opinbera námu 105,3% af vergri landsframleiðslu í lok síðasta árs og hallinn á rekstri hins opinbera nam 7% af vergri landsframleiðslu. Ekki er gert ráð fyrir að verulega dragi úr hallarekstrinum á næstu árum og því munu skuldir hins opinbera halda áfram að aukast. Jafnvel þótt einkaneysla og fjárfesting taki vel við sér á næstu árum mun þörfin fyrir aðhald í fjármálum hins opinbera dempa hagvöxt á næstu árum. Samstíga hagsveifla í Bandaríkjunum og Evrópu auðveldar ekki endilega hagstjórn Líkur eru á að dragi úr hagvexti í Bandaríkjunum á næstunni á sama tíma og hagvöxtur eykst í Evrópu. Vonir standa einnig til að hagvöxtur taki að glæðast í Japan og efnahagsbati í nýmarkaðsríkjum er þegar kominn á gott skrið. Því má gera ráð fyrir mun jafn- ari hagvexti í heiminum á næstu misserum en á síðastliðnum árum. Þetta getur dregið úr spennu í gengismálum ýmissa ríkja sem hafa liðið fyrir sveifl- ur í gengi Bandaríkjadals gagnvart evru. Þar með er ekki sagt að hagstjórn verði auðveldari viðfangs á næstu árum. Þótt hagvöxtur verði tímabundið jafnari er ekki þar með sagt að hagsveiflurnar séu orðnar samhæfðari. Þvert á móti er ekki ólíklegt að ósam- hverfnin í efnahagsþróun stóru myntsvæðanna muni snúast við á næstu árum og leiða til áframhaldandi gengissveiflna á milli þeirra með tilheyrandi vanda fyrir þjóðir sem á milli standa. Að auki er jafnari hagvöxtur tvíbentur ávinningur fyrir Bandaríkin sem standa andspænis því viðfangsefni að hægja á of- þenslunni í bandarískum þjóðarbúskap. Þegar slaki í erlendri eftirspurn er ekki lengur fyrir hendi er brýnna en áður að draga nægilega úr innlendri eftir- spurn til þess að koma í veg fyrir vaxandi verðbólgu. Núverandi aðstæður kalla því hugsanlega á strangari PENINGAMÁL 2000/3 25 Heimild: OECD. Hagvöxtur og tekjujöfnuður og heildarskuldir hins opinbera í Japan 1990-2000 1990 91 92 93 94 95 96 97 98 99 00* 0,0 2,0 4,0 6,0 8,0 -2,0 -4,0 -6,0 -8,0 % 50 60 70 80 90 100 110 120 130 % Mynd 14 Hagvöxtur (vinstri ás) Jöfnuður hins opinbera sem % af VLF (vinstri ás) Skuldir hins opin- bera sem % af VLF (hægri ás) 15. Ýmsir, t.d. Paul Krugman, hafa þó lagt til að japanski seðlabankinn vinni markvisst að því að skapa væntingar um verðbólgu með því að kaupa mikið magn ríkisskuldabréfa og auka þannig peningamagn í umferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.