Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 23
Nýbúskapur (sem er þýðing á „new economy“) er
nýyrði óljósrar merkingar sem notað hefur verið til
að lýsa hinu fyrrnefnda viðhorfi. Þessi nafngift er að
því leyti óheppileg að hún gefur í skyn að grund-
vallarbreyting hafi orðið á lögmálum efnahagsfram-
vindunnar án þess að fyrir því séu færð sterk rök.
Áköfustu talsmenn nýbúskapar ganga jafnvel svo
langt að halda því fram að tilvist hans feli í sér að
hagsveiflur séu úr sögunni, en erfitt er að koma auga
á rökin fyrir slíku. Hins vegar er ljóst að núverandi
hagvaxtarskeið í Bandaríkjunum ber ýmis einkenni
sem segja má að marki nokkur þáttaskil miðað við
hagþróun á 8. og 9. áratugnum:10
• Fjárfesting fyrirtækja hefur aukist verulega.
U.þ.b. fjórðung vaxtar landsframleiðslu á yfir-
standandi hagvaxtarskeiði má rekja til fjármuna-
myndunar samanborið við 15% að meðaltali á
fyrri hagvaxtarskeiðum síðari hluta 20. aldar.
Mikill hluti þessarar fjárfestingar hefur verið í
upplýsinga- og fjarskiptageiranum.
• Framleiðnivöxtur á 10. áratugnum var á bilinu 2-
2½% á ári, samanborið við framleiðnivöxt á bil-
inu 1-1½% á tímabilinu 1973-1990. Síðustu þrjú
árin hefur framleiðni aukist um u.þ.b. 2½% á ári,
eða álíka mikið og að jafnaði á tímabilinu 1948-
1973. Einnig er athyglisvert að framleiðnivöxtur
skuli aukast þegar líða tekur á hagsveifluna, en
venjulega dregur úr framleiðnivexti á síðari stig-
um hagvaxtarskeiðs. Mikill vöxtur framleiðni
ásamt ytri aðstæðum hefur dregið mjög úr verð-
lagsáhrifum launabreytinga.
Mælingar á framleiðni eru ýmsum vandkvæðum
bundnar, m.a. vegna þess að þótt framleiðni sé ætlað
að mæla framboðshlið, þ.e.a.s. framleiðslugetu
þjóðarbúskaparins hefur eftirspurn í reynd áhrif á
niðurstöður mælinganna. Það er því hugsanlegt að
mikill vöxtur framleiðni sé að einhverju leyti töl-
fræðileg blekking. Þó er vart hægt að afskrifa svo
mikla framleiðniaukningu að öllu leyti með þeim
rökum. Annað sem vert er að hafa í huga er að til
þessa hefur bæði framleiðni og framleiðsla verið
mjög samþjöppuð í upplýsinga- og fjarskiptageiran-
um. U.þ.b. þriðjung vaxtar landsframleiðslu á árun-
um 1995-1997 mátti rekja til upplýsinga- og fjar-
skiptageirans, þótt hann standi einungis á bak við 6%
landsframleiðslunnar.11 Framleiðniaukning í geiran-
um hefur verið afar mikil eða 42% á ári yfir tímabil-
ið 1995-1999. Áhrif upplýsingarbyltingarinnar í öðr-
um geirum eru enn takmörkuð, en kunna að koma
fram á næstu árum. Hve vöxtur framleiðni einskorð-
ast við upplýsinga- og fjarskiptageirann skýrir að
hluta hvers vegna áhrifa nýbúskapar gætir minna í
öðrum löndum þar sem geirinn er ekki jafnöflugur.12
Að hluta til byggir mikill hagvöxtur í Bandaríkjunum
að undanförnu á veikum forsendum
Þótt það réttlæti vart notkun hugtaksins nýbúskapur,
virðist eitthvað hafa gerst í bandarískum þjóðar-
búskap á 10. áratugnum sem greinir núverandi hag-
vaxtarskeið frá hagvaxtarskeiðunum á undan. Það
væru þó alvarleg mistök að draga þá ályktun að þetta
langa og öfluga hagvaxtarskeið sé að öllu leyti afurð
umskipta í tækniþróun. Að nokkru leyti má skrifa
mikinn hagvöxt á reikning tímabundinna og ytri
aðstæðna og ekki er loku fyrir það skotið að harka-
legur afturkippur komi í hagvöxt á næstu árum.
Mikill viðskiptahalli, sem á síðasta ári nam 3,7% af
landsframleiðslu og mun á þessu og næsta ári nema
22 PENINGAMÁL 2000/3
Heimild: OECD.
Fjárfesting sem hlutfall af landsframleiðslu í
Bandaríkjunum 1960-1999
1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 1999
16.0
17.0
18.0
19.0
20.0
21.0
22.0
23.0
%
Mynd 8
11. Að hluta til kann aukningin að stafa af breytingum í gerð þjóðhags-
reikninga þar sem kaup á hugbúnaði flokkast nú sem fjárfesting en ekki
rekstrarútgjöld, en það veldur því að fjárfesting og landsframleiðsla
mælist meiri.
12. Ein helsta undantekningin er Finnland, en þar eru öflug fyrirtæki á
fjarskiptasviðinu.
10. Ágætt yfirlit þess sem vitað er um nýbúskap er að finna í „Finns det en
'ny ekonomi' och kommer den till Europa?“, Penning och valutapolitik
1/2000, sem gefið er út af sænska seðlabankanum.