Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 23

Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 23
Nýbúskapur (sem er þýðing á „new economy“) er nýyrði óljósrar merkingar sem notað hefur verið til að lýsa hinu fyrrnefnda viðhorfi. Þessi nafngift er að því leyti óheppileg að hún gefur í skyn að grund- vallarbreyting hafi orðið á lögmálum efnahagsfram- vindunnar án þess að fyrir því séu færð sterk rök. Áköfustu talsmenn nýbúskapar ganga jafnvel svo langt að halda því fram að tilvist hans feli í sér að hagsveiflur séu úr sögunni, en erfitt er að koma auga á rökin fyrir slíku. Hins vegar er ljóst að núverandi hagvaxtarskeið í Bandaríkjunum ber ýmis einkenni sem segja má að marki nokkur þáttaskil miðað við hagþróun á 8. og 9. áratugnum:10 • Fjárfesting fyrirtækja hefur aukist verulega. U.þ.b. fjórðung vaxtar landsframleiðslu á yfir- standandi hagvaxtarskeiði má rekja til fjármuna- myndunar samanborið við 15% að meðaltali á fyrri hagvaxtarskeiðum síðari hluta 20. aldar. Mikill hluti þessarar fjárfestingar hefur verið í upplýsinga- og fjarskiptageiranum. • Framleiðnivöxtur á 10. áratugnum var á bilinu 2- 2½% á ári, samanborið við framleiðnivöxt á bil- inu 1-1½% á tímabilinu 1973-1990. Síðustu þrjú árin hefur framleiðni aukist um u.þ.b. 2½% á ári, eða álíka mikið og að jafnaði á tímabilinu 1948- 1973. Einnig er athyglisvert að framleiðnivöxtur skuli aukast þegar líða tekur á hagsveifluna, en venjulega dregur úr framleiðnivexti á síðari stig- um hagvaxtarskeiðs. Mikill vöxtur framleiðni ásamt ytri aðstæðum hefur dregið mjög úr verð- lagsáhrifum launabreytinga. Mælingar á framleiðni eru ýmsum vandkvæðum bundnar, m.a. vegna þess að þótt framleiðni sé ætlað að mæla framboðshlið, þ.e.a.s. framleiðslugetu þjóðarbúskaparins hefur eftirspurn í reynd áhrif á niðurstöður mælinganna. Það er því hugsanlegt að mikill vöxtur framleiðni sé að einhverju leyti töl- fræðileg blekking. Þó er vart hægt að afskrifa svo mikla framleiðniaukningu að öllu leyti með þeim rökum. Annað sem vert er að hafa í huga er að til þessa hefur bæði framleiðni og framleiðsla verið mjög samþjöppuð í upplýsinga- og fjarskiptageiran- um. U.þ.b. þriðjung vaxtar landsframleiðslu á árun- um 1995-1997 mátti rekja til upplýsinga- og fjar- skiptageirans, þótt hann standi einungis á bak við 6% landsframleiðslunnar.11 Framleiðniaukning í geiran- um hefur verið afar mikil eða 42% á ári yfir tímabil- ið 1995-1999. Áhrif upplýsingarbyltingarinnar í öðr- um geirum eru enn takmörkuð, en kunna að koma fram á næstu árum. Hve vöxtur framleiðni einskorð- ast við upplýsinga- og fjarskiptageirann skýrir að hluta hvers vegna áhrifa nýbúskapar gætir minna í öðrum löndum þar sem geirinn er ekki jafnöflugur.12 Að hluta til byggir mikill hagvöxtur í Bandaríkjunum að undanförnu á veikum forsendum Þótt það réttlæti vart notkun hugtaksins nýbúskapur, virðist eitthvað hafa gerst í bandarískum þjóðar- búskap á 10. áratugnum sem greinir núverandi hag- vaxtarskeið frá hagvaxtarskeiðunum á undan. Það væru þó alvarleg mistök að draga þá ályktun að þetta langa og öfluga hagvaxtarskeið sé að öllu leyti afurð umskipta í tækniþróun. Að nokkru leyti má skrifa mikinn hagvöxt á reikning tímabundinna og ytri aðstæðna og ekki er loku fyrir það skotið að harka- legur afturkippur komi í hagvöxt á næstu árum. Mikill viðskiptahalli, sem á síðasta ári nam 3,7% af landsframleiðslu og mun á þessu og næsta ári nema 22 PENINGAMÁL 2000/3 Heimild: OECD. Fjárfesting sem hlutfall af landsframleiðslu í Bandaríkjunum 1960-1999 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 1999 16.0 17.0 18.0 19.0 20.0 21.0 22.0 23.0 % Mynd 8 11. Að hluta til kann aukningin að stafa af breytingum í gerð þjóðhags- reikninga þar sem kaup á hugbúnaði flokkast nú sem fjárfesting en ekki rekstrarútgjöld, en það veldur því að fjárfesting og landsframleiðsla mælist meiri. 12. Ein helsta undantekningin er Finnland, en þar eru öflug fyrirtæki á fjarskiptasviðinu. 10. Ágætt yfirlit þess sem vitað er um nýbúskap er að finna í „Finns det en 'ny ekonomi' och kommer den till Europa?“, Penning och valutapolitik 1/2000, sem gefið er út af sænska seðlabankanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.