Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 8

Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 8
PENINGAMÁL 2000/3 7 töflu V. Á þessu ári felast breytingarnar frá spá stofn- unarinnar í mars aðallega í því að útflutningur verður minni og innflutningur meiri og stafar það fyrst og fremst af meiri fjárfestingu. Af þessu leiðir að hagvöxtur verður lítillega minni eða 3,7%, og spá um viðskiptahalla eykst í 55 ma.kr. eða sem samsvarar 7,8% af landsframleiðslu. Á næsta ári mun draga verulega úr hagvexti sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Ástæðurnar eru áður- greindur samdráttur aflaheimilda, verulega minni aukning einkaneyslu en verið hefur á undanförnum árum og samdráttur í fjárfestingu. Spáir Þjóðhags- stofnun því að hagvöxtur verði aðeins um 1½% á næsta ári. Gangi þessi spá eftir mun slakna verulega á þeirri ofþenslu sem verið hefur hér undanfarin misseri. Það mun skila sér í mun minni aukningu eftirspurnar eftir vinnuafli en verið hefur að undan- förnu. Atvinnuleysi mun því aukast nokkuð, enda er það líklega nú fyrir neðan það sem til lengdar sam- rýmist lítilli verðbólgu og efnahagslegum stöðug- leika að óbreyttu skipulagi vinnumarkaðar. Við- skiptahallinn mun hins vegar lítið minnka, enda er því spáð að útflutningur dragist saman um rúmlega 1%. Viðskiptahallinn verður því áfram yfir 7% af landsframleiðslu, og ekki eru að óbreyttu horfur á að hann minnki mikið á næstu árum. Sú greining Seðla- bankans sem sett var fram í maíhefti Peningamála, að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða til að draga úr viðskiptahallanum, stendur því óbreytt. Jafnvægisgengi hefur lækkað Verri horfur um útflutning, viðskiptajöfnuð og hag- vöxt hafa það óhjákvæmilega í för með sér að jafn- vægisgengi krónunnar lækkar frá því sem áður var. Það hefur síðan áhrif á gengi krónunnar á markaði ef ekki koma til mótvirkar aðgerðir sem stuðla að hærra gengi, svo sem trúverðug aukning vaxtamunar gagn- vart útlöndum. Því mátti búast við að þrýstingur skapaðist til lækkunar á gengi krónunnar í framhaldi af tillögum Hafrannsóknastofnunar, ákvörðun sjávar- útvegsráðherra og nýrri þjóðhagsspá. Gengi krónunnar 21. júlí var nærri 4½% lægra en í lok maí og hefði lækkað enn meira ef ekki hefði komið til vaxtahækkun Seðlabankans um ½% hinn 19. júní og mikil inngrip á gjaldeyrismarkaði þá daga sem þrýstingur á krónuna var hvað mestur (sjá nánar grein hér á eftir um fjármálamarkaði og aðgerðir Seðlabankans). Að því gefnu að gengi krónunnar haldist óbreytt veldur þessi þróun því að horfur eru á að raungengi krónunnar verði lægra á næstunni en áður var reiknað með. Raungengið mun þó áfram hækka eins og sést á meðfylgjandi mynd, og er áætl- að að það verði um 11% hærra á næsta ári á mæli- kvarða launa en að meðaltali á tíunda áratugnum og verði þá komið vel upp fyrir það raungengi sem var hér fyrir gengislækkanir krónunnar 1992 og 1993. Það verður þó enn töluvert lægra en á ofþenslu- árunum 1987 og 1988, sbr. mynd 28 á bls 70. Ofþensla gæti hjaðnað á komandi mánuðum ... Ýmislegt bendir til þess að ofþensla gæti hjaðnað á komandi mánuðum þannig að vöxtur innlendrar eftir- spurnar fari niður fyrir langtímavöxt framleiðslugetu. Tafla V Þjóðhagshorfur 2000 og 2001 Frávik frá spá Spá ÞHS ÞHS um árið í júní 2000 2000 í Árlegar magnbreytingar í % okt. mars nema annað sé tekið fram 2000 2001 1999 2000 Einkaneysla.................................. 4,0 2,0 1,5 0,0 Samneysla .................................... 3,5 2,5 1,0 0,0 Fjármunamyndun......................... 10,5 -3,5 8,4 2,1 Þjóðarútgjöld................................ 5,1 1,0 2,7 0,4 Útflutningur vöru og þjónustu ..... 0,9 -1,1 -1,7 -0,9 Innflutningur vöru og þjónustu.... 4,7 -2,0 2,7 0,6 Verg landsframleiðsla .................. 3,7 1,6 1,0 -0,2 Þjóðartekjur.................................. 3,7 1,2 1,0 -0,3 Viðskiptajöfnuður, % af VLF ...... -7,8 -7,2 -3,6 -0,6 Viðskiptajöfnuður í ma.kr. ........... -54,7 -53,8 -25,8 -4,2 Heimild: Þjóðhagsstofnun. Spá Ársfjórðungslegt raungengi krónunnar 1990-2001 1990 91 92 93 94 95 96 97 98 99 2000 2001 75 80 85 90 95 100 105 1980=100 Mynd 3 Miðað við hlutfallslegt neysluverð Miðað við hlutfallslegan launakostnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.