Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 13
12 PENINGAMÁL 2000/3
gjaldeyrisútstreyminu í ljósi þess mats þeirra að vax-
andi óvissa væri um stöðu krónunnar. Gjaldeyrismark-
aðir, þar sem fjármagnshreyfingar eru alls ráðandi
eins og nú er hér á landi, eru afar kvikir, og þeir sem
starfa á þeim eða nýta sér þá þjónustu sem þar er
boðin fylgjast grannt með hreyfingum gengisins og
hegðan annarra markaðsaðila og bregðast skjótt við
óvæntum breytingum. Lítið þarf til að hleypa hrinu
viðskipta af stað. Líkja má þátttakendum á markaðn-
um við hjörð sem tekur á rás þegar styggð kemur að
henni. Af þessum sökum hafa gjaldeyrismarkaðir til-
hneigingu til að skjóta yfir markið, þ.e. sveiflur í
gengi hafa tilhneigingu til þess að verða meiri en efni
standa til og ganga til bakaþegarhamagangurinner af-
staðinn eins og raunin hefur orðið hér að undanförnu.
Seðlabanki hækkaði stýrivexti um miðjan júní
Eins og áður sagði hækkaði Seðlabankinn stýrivexti
sína um hálft prósentustig um miðjan júní í kjölfar
hækkana í nokkrum nágrannalandanna, og fór ávöxt-
un í endurhverfum viðskiptum bankans í 10,6%.
Hækkun stýrivaxta bankans hafði einnig að hluta
þann tilgang að draga úr þrýstingi á gengi krónunnar
eins og áður er getið. Vextir á millibankamarkaði
hækkuðu aðeins lítillega í kjölfar hækkunar vaxta
Seðlabankans, og svo virðist sem hún hafi verið
komin inn í væntingar markaðsaðila. Hins vegar
hækkaði ávöxtun í viðskiptum með ríkis- og banka-
víxla í kjölfar hækkunar Seðlabankans. Í óróanum á
gjaldeyrismarkaðnum í júlí hækkuðu millibanka-
vextir töluvert eða um tæpt hálft prósent, enda bjugg-
ust markaðsaðilar sterklega við því að Seðlabankinn
myndi enn hækka vexti.
Vaxtamunur við útlönd er áfram hár
Eftir hækkun stýrivaxta bankans í júní varð munur
peningamarkaðsvaxta hér á landi og í nágrannalönd-
unum, veginn með gengisskráningarvog, rösk sex
prósentustig eða svipaður og hann var í ársbyrjun.
Lítill munur er á því hvort litið er til vaxta á milli-
bankamarkaði eða ávöxtunar ríkisvíxla.
Minni viðskipti á krónumarkaðnum þrátt fyrir
minnkandi vaxtabil
Nokkuð hefur dregið úr viðskiptum á millibanka-
markaði fyrir krónur undanfarna mánuði, og kemur
það nokkuð á óvart í ljósi gríðarlegra viðskipta á
gjaldeyrismarkaðnum en oft er náið samband milli
þessara tveggja markaða. Þá hefur vaxtabil milli inn-
og útlána einnig minnkað, og ætti það að glæða við-
skipti á markaðnum. Viðskipti með lengri tíma-
Velta og vaxtamunur á millibanka-
markaði með krónur 1998-2000
1999 20001998
J J Á S O N D J F M A M J J Á S O N D J F M A M J J
0
10
20
30
40
50
60
70
80
Ma.kr.
0,0
0,2
0,4
0,6
0,8
1,0
1,2
1,4
1,6
Prósentustig
Mynd 5
Velta viðskipta til:
eins dags viku annarra tímalengda
Vaxtamunur (hægri ás):
O/N 3 M 6 M
J F M A M J J Á S O N D J F M A M J J
2
4
6
8
10
12
%
Vaxtamunur ísl. og erl.
ríkisvíxla
3 mán. ríkisvíxlar,
Ísland
3 mán. erl. ríkisvíxlar
(viðsk.vegnir vextir)
Munur ísl. og erl. milli-
bankavaxta
Mynd 4
1. Prósentustig.
3 mán. peningamarkaðsvextir hér og erlendis
frá ársbyrjun 1999
1999 2000
1
1
1999 2000
Stýrivextir nokkurra landa frá ársbyrjun 1999
J F M A M J J Á S O N D J F M A M J J
0,0
2,0
4,0
6,0
8,0
10,0
12,0
%
Bretland Bandaríkin Evrusvæðið Noregur
Svíþjóð Danmörk Ísland Japan
Mynd 3