Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 29
28 PENINGAMÁL 2000/3
Í lok apríl sl. er áætlað að hrein eign lífeyris-
sjóðanna hafi verið komin í 551,2 ma.kr. og hafði þá
aukist um 33,3 ma.kr. frá áramótum, eða 6,4%.
Áætlunin er byggð á mánaðarskýrslum frá stærstu
lífeyrissjóðunum, sem samtals eiga um 90% af
hreinni eign allra lífeyrissjóða, þannig að hún hlýtur
að teljast mjög áreiðanleg.
Með um 518 ma.kr. hreina eign voru lífeyris-
sjóðirnir orðnir mjög stór hluti lánakerfisins í lok
ársins 1999 sem sést af því að á sama tíma voru útlán
og markaðsverðbréf bankakerfisins alls 482,4 ma.kr.
og eignir fjárfestingarlánasjóða (þ.m.t. Íbúðalána-
sjóður) 432,5 ma.kr.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hreina eign lífeyris-
sjóða í árslok sem hlutfall af vergri landsframleiðslu
ársins. Í árslok 1980 var hlutfallið rúm 10%, en hefur
síðan stöðugt leitað upp á við, með vaxandi hraða
eftir 1990. Það ár stóð það í 34% en í árslok 1999 er
áætlað að það hafi verið tæp 79%.
Eignasamsetning lífeyrissjóða
Eignasamsetning lífeyrissjóða hefur breyst mjög
undanfarin 20 ár, enda er umhverfi fjármagnsmark-
aðarins mjög breytt frá því sem var árið 1980 og líf-
eyrissjóðirnir hafa fylgt þeirri þróun. Hlutverk þeirra
er að ávaxta eignir sjóðfélaganna sem best, og móta
þeir fjárfestingarstefnu sína innan þeirra marka sem
lög setja þeim um fjárfestingu í tilteknum tegundum
verðbréfa og að teknu tilliti til áhættu. Árin 1980-
1986 voru 80-90% eigna þeirra bundin í svoköll-
uðum „öðrum skuldabréfum“, en það eru bein útlán
og skuldabréf önnur en markaðsskuldabréf. Eftir það
hefur hlutdeild slíkra skuldabréfa í heildareignum
lífeyrissjóða farið hraðminnkandi og var í árslok
1999 aðeins 24%.
Upp úr miðjum 9. áratugnum fóru lífeyrissjóð-
irnir að fjárfesta í markaðsskuldabréfum. Hlutdeild
markaðsskuldabréfa í heildareignum lífeyrissjóða
var mest á árinu 1997, tæp 54%, en hefur minnkað
undanfarin tvö ár og var í árslok 1999 rúm 47%.
Á sama tíma og lífeyrissjóðirnir byrjuðu að draga
saman eign sína í markaðsskuldabréfum, auk þess
sem eign þeirra í öðrum skuldabréfum minnkaði
stöðugt, sneru þeir sér að fjárfestingu í hlutabréfum
og hlutabréfasjóðum. Segja má að sú fjárfesting sjóð-
anna hafi hafist fyrir alvöru á árinu 1997, en í lok
þess árs áttu þeir 37,8 ma.kr. í hlutabréfum og hluta-
bréfasjóðum, bæði innlendum og erlendum. Í lok árs
1999 var þessi eign komin í tæpa 132 ma.kr. eða
ríflega fjórðung af heildareignum sjóðanna. Af þess-
um 132 ma.kr. eru 83 ma.kr. af erlendum uppruna.
Ástæður þessarar breyttu fjárfestingarstefnu sjóð-
anna eru væntanlega þær að sjóðirnir hafa verið að ná
góðri ávöxtun á erlendu bréfin. Á árinu 1999 skiluðu
þau lífeyrissjóðunum um 39% ávöxtun samanborið
við 15% á árinu 1998. Í innlendum hlutabréfum áttu
sjóðirnir tæpa 46 ma.kr. í árslok 1999 en hins vegar
hafa þeir lítið eignast af hlutabréfum innlendra hluta-
bréfasjóða.
Áætlun um stöðu lífeyrissjóðanna í lok apríl sýnir
áframhaldandi sömu þróun og á árinu 1999, samdrátt
eignar í markaðsskuldabréfum og öðrum skuldabréf-
um, en mikla aukningu í hlutabréfum og hlutabréfa-
sjóðum, um tæpa 27 ma.kr. þessa fjóra fyrstu mánuði
ársins 2000.
1980 1985 1990 1995 1999
0
10
20
30
40
50
60
70
80
90
%
Hrein eign lífeyrissjóða sem hlutfall af VLF
Mynd 2
Annað
Hlutabréf
og sjóðir
Önnur
skuldabréf
Markaðs-
bréf
Hlutfallsleg samsetning
eigna lífeyrissjóða
1980 82 84 86 88 90 92 94 96 98 Apríl
2000
0%
20%
40%
60%
80%
100%
Mynd 3