Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 4
PENINGAMÁL 2000/3 3
bólga hækki verðbólguvæntingar og festist þannig í
sessi.
Verðlagsþróun á öðrum ársfjórðungi var nánast
að fullu í samræmi við spá Seðlabankans sem birtist
í maí sl. Þá spáði bankinn að neysluverð myndi
hækka um 1,4% milli fyrsta og annars ársfjórðungs
eins og reyndin varð. Frávik í verðbólguspá gefur því
ekki tilefni til að endurskoða spá bankans um
verðlagsþróun á næstu ársfjórðungum. Hins vegar
gefa veigamiklar breytingar á ýmsum forsendum,
sérstaklega á gengi krónunnar, tilefni til endurskoð-
unar eins og vikið verður að hér á eftir.
… og verðbólguvæntingar yfir 5% eru að festast í
sessi
Aukin verðbólga undanfarna mánuði hefur haft áhrif
á væntingar almennings og aðila á fjármálamarkaði
um verðbólguna framundan. Samkvæmt úrtaks-
könnunum sem PricewaterhouseCoopers hefur gert
þrisvar á ári fyrir Seðlabankann hafa væntingar al-
mennings um verðbólgu næstu tólf mánuði verið um
eða yfir 5% síðan í september 1999. Samkvæmt síð-
ustu könnun, sem gerð var í maí sl., var að meðaltali
spáð um 5,4% verðbólgu næstu tólf mánuði. Það er
lítils háttar hækkun síðan í janúar, en miðgildi er
áfram hið sama, þ.e. 5%. Athyglisvert er að þátttak-
endur virðast vera vissari í sinni sök en áður um 5%
verðbólgu eða meira þar sem staðalfrávik verðbólgu-
væntinga í úrtakinu hefur minnkað stöðugt síðan í
maí 1999.
Verðbólguálag ríkisskuldabréfa, þ.e. munur vaxta
á óverðtryggðum og verðtryggðum ríkisskuldabréf-
um, er annar mælikvarði á þróun verðbólguvæntinga.
Munurinn er þó sá að verðbólguálagið er summa
verðbólguvæntinga og einhverrar áhættuþóknunar
sem líklega er jákvæð, og þær eru til lengri tíma þar
sem bréfin hafa rúmlega þriggja ára líftíma. Verð-
bólguálagið hefur hækkað verulega á þessu ári eða úr
tæplega 4½% í byrjun árs í nærri 6% eftir miðjan júlí.
Aukin óvissa og sviptingar á fjármálamörkuðum hafa
hugsanlega aukið áhættuálagið, en auknar verð-
bólguvæntingar eru þó líklega meginskýringin á
þessari þróun.
Reynslan sýnir að verðbólguvæntingar fylgja
raunverulegri verðbólguþróun, þó með nokkrum
tímatöfum. Ætla má hins vegar að verðbólguálag
ríkisskuldabréfa byggist meira á framsýnu mati en
verðbólguvæntingar almennings. Verðbólguvænting-
ar munu því lækka takist að draga úr verðbólgu.
Hættan er hins vegar sú að því lengur sem verðbólga
helst yfir 5%, því rækilegar festist hún í sessi í vænt-
ingum og hafi síðan áhrif á launamyndun og aðrar
ákvarðanir í hagkerfinu. Þá mun reynast erfiðara að
draga úr verðbólgu en ella.
Verðbólguhorfur til skemmri tíma hafa versnað
Seðlabankinn hefur gert nýja verðbólguspá fyrir
þetta og næsta ár í ljósi framvindunnar undanfarna
mánuði og endurmats á helstu forsendum. Bankinn
spáir því nú að verðbólga verði 5,8% á milli áranna
1999 og 2000 samanborið við 5,5% spá í maí, og um
5,6% yfir árið í stað 5% í maí. Verðbólguhorfur á
þessu ári hafa því versnað nokkuð og stafar það aðal-
lega af því að gengi krónunnar sem miðað er við í
spánni nú er rúmlega 5% lægra en var í spá bankans
í maí. Spáin byggist á tiltækum upplýsingum 21. júlí
sl., þ.m.t. um gengi íslensku krónunnar. Aðrar breyt-
ingar á forsendum eru þær að nú er reiknað með
heldur minna launaskriði í ár eða 2% í stað 2½%.
Stafar það af því að launaskrið mældist enn undir 2%
á fyrri árshelmingi. Einnig hafa forsendur um fram-
leiðni á þessu ári verið hækkaðar í 2,7% í ljósi nýj-
ustu áætlana Þjóðhagsstofnunar. Þessar breytingar
vega lítils háttar á móti lægra gengi.
Eins og venjulega er þessi verðbólguspá háð tölu-
verðri óvissu. Hugsanlegt er að verðbólga verði meiri
ef innlend þensluöfl halda áfram af sama krafti og á
undanförnum mánuðum og/eða ef gengi krónunnar
lækkar frekar. Að þessu sinni er þó sem betur fer
hægt að færa fyrir því rök að meiri líkur séu til að
verðbólgan verði minni en meiri. Í því sambandi má
S N J M M J S N J M M J S N J M M J
1997 1998 1999 2000
0,0
1,0
2,0
3,0
4,0
5,0
6,0
%
Verðbólguvæntingar almennings
Verðbólguálag ríkissk.bréfa (nú u.þ.b. 3,1 ár)
Verðbólguálag ríkissk.bréfa (nú u.þ.b. 0,5 ár)
Verðbólguvæntingar almennings og
verðbólguálag ríkisskuldabréfa 1997-2000
Mynd 2