Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 6

Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 6
án fiskvinnslu og stóriðju og í smásöluverslun er hins vegar meiri. Greiðslukortavelta hefur hjaðnað úr rúmri 15% raunaukningu frá fyrra ári á vormánuðum í fyrra í um 6% nú. Þótt hægari aukning sé þannig ótvíræð er hún samt enn fyrir ofan það stig sem við- heldur ofþensluástandi. Tölur af vinnumarkaði sýna ótvírætt meiri spennu en í fyrra, enda er atvinnuleysi minna og skráð laus störf hjá vinnumiðlunum fleiri. Meiri útgáfa atvinnu- leyfa til útlends vinnuafls en í fyrra léttir hins vegar eitthvað á spennunni, en er jafnframt til vitnis um mikla eftirspurn eftir vinnuafli. Peninga- og útlánastærðir gefa nokkuð blandaða mynd. Annars vegar hefur dregið umtalsvert úr aukn- ingu peningamagns og sparifjár, en hins vegar er út- lánaaukning enn langt fyrir ofan það sem samrýmist stöðugleika og lágri verðbólgu, og á suma mæli- kvarða er hún meiri en í fyrra. Á fyrri árshelmingi hefur fasteignaverð hækkað umtalsvert, en þó minna en í fyrra. Hækkun hlutabréfaverðs er hins vegar lítil. Ríkisfjármál fyrri árshelmings styðja þessa niður- stöðu Tekjur ríkissjóðs fyrstu 6 mánuði ársins voru 100,7 ma.kr., gjöld 90,1 ma.kr. og tekjur umfram gjöld því 10,6 ma.kr. Á sama tíma í fyrra voru tekjur rúmir 90½ ma.kr., útgjöld 82 ma.kr. og afgangurinn 8½ ma.kr. Ef litið er framhjá vaxtagjöldum, sem eru oftalin í greiðslutölum ársins, er batinn talsvert meiri, rúmir 4 ma.kr. milli ára. Tekjur ríkisins á fyrri helm- ingi ársins voru 11,2% hærri en á sama tíma 1999. Hækkunin milli ára er ríflega 5% umfram hækkun launa og verðlags. Ef litið er framhjá eignasölu er nafnhækkun tekna það sem af er ári 11,4%, en fjár- lög gerðu ráð fyrir 4,5% hækkun milli áranna 1999 og 2000. Það eru fyrst og fremst beinir skattar sem eru að hækka umfram áætlanir og hafa skilað 19% meira en á sama tíma í fyrra. Hækkun milli ára var áætluð 5½% á fjárlögum. Veltuskattar og aðrir óbeinir skattar hafa nú skilað 8,8% meira en á sama tíma í fyrra, en áætluð árshækkun var 5,4%. Útgjöld ríkissjóðs eru nú 10% hærri en á sama tíma í fyrra, um 4% hærri að raungildi. Vaxtagreiðsl- ur hafa hækkað um 30% eða 2,1 ma.kr. frá fyrri helmingi síðasta árs, nær eingöngu vegna mikillar innlausnar spariskírteina. Meginhluta þeirra vaxta er löngu búið að færa til gjalda í ríkisreikningi og heim- ilisbókhaldi spariskírteinaeigenda þótt þeir komi fram í greiðslum nú. Því er eðlilegra að líta á þróun gjalda án vaxta. Þau eru 8% hærri en á sama tíma í fyrra (rúm 2% umfram verðlag), en samkvæmt fjár- lögum var gert ráð fyrir um 3½% nafnhækkun milli ára á greiðslugrunni. Á fyrstu 6 mánuðum ársins 2000 hefur nettóinn- heimta lána og skammtímakrafna verið um 3 ma.kr. á móti 4 ma.kr. útstreymi á sama tíma 1999. Munar mest um að talsverður hluti hlutafjársölu ríkisins á síðustu mánuðum 1999 kom ekki til greiðslu fyrr en PENINGAMÁL 2000/3 5 Tafla III Yfirlit ríkisfjármála Fjárlög1 Janúar-júní2 Milljarðar króna 1999 2000 1997 19984 1999 2000 Tekjur................................................................... 184,8 209,9 64,1 79,3 90,6 100,7 Gjöld .................................................................... 182,4 193,2 66,9 75,7 81,9 90,1 Tekjuafgangur ...................................................... 2,4 16,7 -2,8 3,6 8,6 10,6 Veitt lán og hlutafé3............................................. 14,2 4,2 -2,6 2,3 -4,2 0,0 Hrein lánsfjárþörf ................................................ -16,7 -21,0 5,4 -5,9 -4,4 -10,7 Innlend lántaka, nettó .......................................... -8,5 -12,1 13,7 6,3 -8,9 -9,6 Erlend lántaka, nettó............................................ -15,3 -10,4 -2,2 -5,4 -0,5 -1,4 Greiðsluafgangur ................................................. -7,1 -1,5 6,1 6,9 -5,0 -0,4 Ríkisverðbréf Seðlabanka.................................... 0,0 0,0 0,9 0,3 1,3 2,5 Ríkisverðbréf annarra: álag á lánamarkað........... -8,5 -12,1 12,9 6,0 -10,2 -12,1 1. Rekstrargrunnur. 2. Greiðslur. 3. Innheimta umfram útgreiðslur. Sérlegar greiðslur til lífeyrissjóða ríkisstarfsmanna innifaldar. 4. Mikil hækkun tekna og gjalda frá 1997 er að hluta vegna bókhaldsbreytinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.