Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 25

Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 25
stæður hafa þó lengst af verið hagfelldar verðlags- þróun í Bandaríkjunum og víðar. Verð annarra hrá- efna en olíu hefur verið í langvarandi niðursveiflu allt frá 8. áratugnum og lækkaði umtalsvert á árunum 1995-1999. Það hefur þó hækkað nokkuð á ný síð- ustu mánuði. Verðþróun olíu var lengst af mjög hag- stæð á síðustu árum, eða þar að til skyndileg hrina verðhækkunar hófst í mars á síðasta ári. Kreppan í nýmarkaðsríkjum sem hófst í Asíu sumarið 1997 og hafði keðjuverkandi áhrif víða um heim árin á eftir átti ríkan þátt í að halda hráefnaverði niðri. Hún hafði að auki dempandi áhrif á verðlags- þróun í iðnríkjunum vegna aukinnar samkeppni frá iðnvarningi í kreppulöndunum, sem skyndilega bjuggu við mun sterkari samkeppnisstöðu vegna gengislækkunar gjaldmiðla þeirra og samdrátt á inn- lendum markaði. Í Bandaríkjunum og Evrópu var brugðist við kreppunni með vaxtalækkun sem örvaði hagvöxt á sama tíma og fjármagnsflótti frá Asíu og víðar auðveldaði fjármögnun bandaríska viðskipta- hallans og styrkti gengi dalsins, eins og fyrr er getið, sem jók enn frekar á verðhjöðnunaráhrif kreppunnar. Í sumar hafa komið fram vísbendingar um að þær sérstöku aðstæður séu á undanhaldi sem hafa gert hagvöxt umfram langtímahagvaxtargetu mögulegan án þess að verðbólga ykist. Efnahagsbati í Asíu, Evrópu og víðar og framleiðslutakmarkanir OPEC- ríkja hafa í sameiningu orsakað hærra olíuverð en sést hefur um langt skeið. Annað hráefnaverð hefur einnig styrkst. Fjármögnun bandaríska viðskipta- hallans er ekki lengur jafnauðveld og áður og veiktist gengi dalsins nokkuð á vormánuðum. Verðbólga hefur heldur aukist og vaxtahækkun bandaríska seðlabankans um miðjan maí sl., þegar hann hækkaði vexti um ½ prósentustig í 6½%, var hin sjötta á einu ári. Hlutabréfaverð hefur lækkað á árinu og veruleg óvissa er um framhaldið sem kann að boða meiri gætni í útgjöldum og fjárfestingu. Nokkur merki þess að efnahagslífið sé farið að hægja á sér hafa þegar birst. Vöxtur iðnaðarframleiðslu hefur hægt á sér, dregið hefur úr virkni á byggingarmarkaði, atvinnu- leysi aukist nokkuð á ný og vísitala innkaupastjóra hefur lækkað, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Öflugur efnahagsbati í ýmsum nýmarkaðslöndum en óvissa ríkir enn í Japan Ótvíræðar vísbendingar hafa komið fram um sterka uppsveiflu í löndunum í Suðaustur- og Austur-Asíu, sem gjaldeyris- og fjármálakreppa skók á síðustu ár- 24 PENINGAMÁL 2000/3 Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Áætlanir um hagvöxt í Thaílandi og Indónesíu á þessu ári hafa ekki verið birtar. Hagvöxtur í Thaílandi, Kóreu og Indónesíu 1990-2000 1990 91 92 93 94 95 96 97 98 99 2000* 0.0 2.0 4.0 6.0 8.0 10.0 12.0 -2.0 -4.0 -6.0 -8.0 -10.0 -12.0 -14.0 % Mynd 13 Kórea Indónesía Thaíland Gengi Bandaríkjadals 1995-1999 J A J O J A J O J A J O J A J O J A J O 1995 1996 1997 1998 1999 95 100 105 110 115 120 125 130 1995=100 Mynd 12 Heimild: Datastream. Vegið meðalgengi gagnvart körfu gjaldmiðla Heimild: Datastream. Hrávöruverð á heimsmarkaði 1970-2000 1970 1975 1980 1985 1990 1995 Maí 2000 0 50 100 150 200 250 300 1990=100 Mynd 11 Hráolía (U.K. Brent) Hrávara , önnur en eldsneyti Staðvirt með vísitölu neysluverðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.