Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 25
stæður hafa þó lengst af verið hagfelldar verðlags-
þróun í Bandaríkjunum og víðar. Verð annarra hrá-
efna en olíu hefur verið í langvarandi niðursveiflu
allt frá 8. áratugnum og lækkaði umtalsvert á árunum
1995-1999. Það hefur þó hækkað nokkuð á ný síð-
ustu mánuði. Verðþróun olíu var lengst af mjög hag-
stæð á síðustu árum, eða þar að til skyndileg hrina
verðhækkunar hófst í mars á síðasta ári.
Kreppan í nýmarkaðsríkjum sem hófst í Asíu
sumarið 1997 og hafði keðjuverkandi áhrif víða um
heim árin á eftir átti ríkan þátt í að halda hráefnaverði
niðri. Hún hafði að auki dempandi áhrif á verðlags-
þróun í iðnríkjunum vegna aukinnar samkeppni frá
iðnvarningi í kreppulöndunum, sem skyndilega
bjuggu við mun sterkari samkeppnisstöðu vegna
gengislækkunar gjaldmiðla þeirra og samdrátt á inn-
lendum markaði. Í Bandaríkjunum og Evrópu var
brugðist við kreppunni með vaxtalækkun sem örvaði
hagvöxt á sama tíma og fjármagnsflótti frá Asíu og
víðar auðveldaði fjármögnun bandaríska viðskipta-
hallans og styrkti gengi dalsins, eins og fyrr er getið,
sem jók enn frekar á verðhjöðnunaráhrif kreppunnar.
Í sumar hafa komið fram vísbendingar um að þær
sérstöku aðstæður séu á undanhaldi sem hafa gert
hagvöxt umfram langtímahagvaxtargetu mögulegan
án þess að verðbólga ykist. Efnahagsbati í Asíu,
Evrópu og víðar og framleiðslutakmarkanir OPEC-
ríkja hafa í sameiningu orsakað hærra olíuverð en
sést hefur um langt skeið. Annað hráefnaverð hefur
einnig styrkst. Fjármögnun bandaríska viðskipta-
hallans er ekki lengur jafnauðveld og áður og veiktist
gengi dalsins nokkuð á vormánuðum. Verðbólga
hefur heldur aukist og vaxtahækkun bandaríska
seðlabankans um miðjan maí sl., þegar hann hækkaði
vexti um ½ prósentustig í 6½%, var hin sjötta á einu
ári. Hlutabréfaverð hefur lækkað á árinu og veruleg
óvissa er um framhaldið sem kann að boða meiri
gætni í útgjöldum og fjárfestingu. Nokkur merki þess
að efnahagslífið sé farið að hægja á sér hafa þegar
birst. Vöxtur iðnaðarframleiðslu hefur hægt á sér,
dregið hefur úr virkni á byggingarmarkaði, atvinnu-
leysi aukist nokkuð á ný og vísitala innkaupastjóra
hefur lækkað, svo að nokkur dæmi séu nefnd.
Öflugur efnahagsbati í ýmsum nýmarkaðslöndum en
óvissa ríkir enn í Japan
Ótvíræðar vísbendingar hafa komið fram um sterka
uppsveiflu í löndunum í Suðaustur- og Austur-Asíu,
sem gjaldeyris- og fjármálakreppa skók á síðustu ár-
24 PENINGAMÁL 2000/3
Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Áætlanir um hagvöxt í Thaílandi og Indónesíu á þessu ári
hafa ekki verið birtar.
Hagvöxtur í Thaílandi, Kóreu og Indónesíu
1990-2000
1990 91 92 93 94 95 96 97 98 99 2000*
0.0
2.0
4.0
6.0
8.0
10.0
12.0
-2.0
-4.0
-6.0
-8.0
-10.0
-12.0
-14.0
%
Mynd 13
Kórea
Indónesía
Thaíland
Gengi Bandaríkjadals 1995-1999
J A J O J A J O J A J O J A J O J A J O
1995 1996 1997 1998 1999
95
100
105
110
115
120
125
130
1995=100
Mynd 12
Heimild: Datastream.
Vegið meðalgengi gagnvart körfu gjaldmiðla
Heimild: Datastream.
Hrávöruverð á heimsmarkaði 1970-2000
1970 1975 1980 1985 1990 1995 Maí
2000
0
50
100
150
200
250
300
1990=100
Mynd 11
Hráolía
(U.K. Brent)
Hrávara , önnur
en eldsneyti
Staðvirt með vísitölu neysluverðs