Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 40
landi. Hann er þó afar misjafn og fór t.d. yfir 300% í
þremur nýmarkaðsríkjum á síðasta ári. Ríki með
svipaðan veltuhraða og Ísland voru t.d. Úkraína, Srí
Lanka, Íran, Óman og Argentína. Skráð félög á hvert
mannsbarn eru langflest hér á landi af þróuðum
mörkuðum.
Almenn útboð hlutabréfa 1999-2000
Á árinu 1999 var boðið út hlutafé í almennum hluta-
fjárútboðum fyrir um 25 ma.kr. og var það aukning
um 11 ma.kr. frá fyrra ári (sjá töflu 1). Á fyrstu sex
mánuðum þessa árs nam þessi stærð um 8,7 ma.kr. í
sjö útboðum. Þrjú þeirra voru undanfari skráningar
félags á VÞÍ. Þessar tölur segja ekki allt um framboð
á frummarkaði því að á þessu ári hafa aðilar á inn-
lendum fjármagnsmarkaði boðið út mikið hlutafé í
lokuðum útboðum. Sömu aðilar hafa einnig haft um-
sjón með sölu erlends hlutafjár í bæði opnum og lok-
uðum útboðum. Áætla má að heildarvirði þessara út-
boða sé ekki minna en hinna almennu það sem af er
árinu.
Horfur á íslenskum hlutafjármarkaði
Líklegt er að markaðsvirði skráðs hlutafjár muni
halda áfram að aukast á næstu misserum. Í því sam-
bandi má benda á að mörg fyrirtæki stefna að skrán-
ingu og önnur munu færast inn á þing með sam-
einingum við skráð fyrirtæki og loks má gera ráð
fyrir að skráð fyrirtæki muni afla sér fjár með hluta-
fjáraukningu í einhverjum mæli. Allt leiðir þetta til
hækkunar nafnverðs skráðs hlutafjár. Erfiðara er að
spá um verðþróunina, sem hefur mikil áhrif á mark-
aðsvirðið, en verði ekki veruleg verðlækkun er ljóst
að markaðsvirði hlutabréfa mun hækka og nálgast
stærð vergrar landsframleiðslu innan fárra ára. Þau
fyrirtæki sem nú stefna á skráningu eru flest úr
öðrum atvinnugreinum en þeim sem stærstar eru á
þingi nú. Nefna má fyrirtæki í fasteignaumsýslu,
verslun, skiparekstri, fjarskiptatækni og fjölmiðla-
og afþreyingariðnaði. Þá er búist við skráningu
Landssíma Íslands hf. og loks fyrirtækja í orkugeira,
sem hlutafélagavæðast munu í framtíðinni. Í burðar-
liðnum er einnig skráning fleiri erlendra fyrirtækja á
VÞÍ, en hið fyrsta, Talenta Luxembourg Holding
S.A., var skráð í lok júní sl.
Akkillesarhæll markaðarins er því ekki skortur á
fyrirtækjum heldur lítil velta miðað við þróaða er-
lenda markaði. Veltuhraðinn hefur lengst af aukist
fremur hægt (sjá töflu 1) en breyting er þó að verða
þar á. Mörg þeirra atriða sem talin voru hér að fram-
an til skýringar á lítilli veltu munu brátt ekki lengur
eiga við. Kostir rafrænnar skráningar hlutabréfa, bein
aðild VÞÍ að erlendum kauphöllum, fjölgun fjárfesta
og aukin virkni þeirra ætti allt að stuðla að auknu
viðskiptamagni.5
Innlend eftirspurn eftir hlutabréfum mun á næstu
PENINGAMÁL 2000/3 39
Tafla 3 Hlutafjármarkaðir nokkurra landa 1999
Markaðs- Verð-
Fjöldi Markaðs virði, Veltu- breyting
skráðra virði í % af hraði yfir ár
félaga ma.US$ VLF1 (%) (%)
Þróaðir markaðir
Austurríki............. 97 33 15,8 37,9 -4,2
Ástralía................. 1.217 428 106,1 28,0 19,5
Bandaríkin ........... 7.651 16.635 181,0 123,5 19,5
Belgía................... 172 185 74,9 27,5 -14,3
Bretland ............... 1.945 2.933 206,1 51,9 14,1
Danmörk .............. 233 105 60,7 60,0 9,6
Finnland ............... 147 349 271,5 44,3 136,0
Frakkland ............. 968 1.475 102,9 62,4 36,2
Holland ................ 344 695 176,1 145,1 12,5
Írland.................... 84 42 46,8 90,9 -14,3
Ísland ................... 75 5 54,1 13,3 47,4
Ítalía ..................... 241 728 62,7 82,7 9,9
Japan .................... 2.470 4.547 103,8 52,5 50,7
Kanada ................. 3.767 801 128,4 54,2 32,6
Kýpur ................... 60 8,1 89,4 39,2 132,8
Lúxemborg........... 51 36 192,2 2,9 24,2
Noregur ................ 195 64 42,1 90,2 28,2
Nýja-Sjáland ........ 114 28 52,0 45,0 5,5
Portúgal................ 125 66 60,1 63,0 -5,7
Spánn ................... 718 432 73,1 178,5 -0,8
Sviss..................... 239 693 269,3 78,0 -4,3
Svíþjóð................. 277 373 156,1 73,1 54,9
Þýskaland............. 933 1.432 67,8 107,5 23,9
Nýmarkaðir
Chile..................... 285 68 101,1 11,4 35,4
Eistland ................ 25 2 34,5 24,7 42,3
Kína ..................... 950 331 32,0 134,2 38,2
Lettland ................ 70 0 5,8 11,7 -9,5
Litháen ................. 54 1 10,1 26,2 9,5
Malta .................... 7 333 9,5 10,0 177,6
Pólland ................. 221 30 23,9 44,6 22,3
Rússland............... 207 72 39,7 6,1 242,6
1. Tölur um verga landsframleiðslu 1999 eru í sumum tilvikum áætlaðar.
Heimildir: Emerging Stock Markets Factbook 2000 (útg. Standard&Poors),
VÞÍ.