Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 46

Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 46
PENINGAMÁL 2000/3 45 I. SKÝRLEIKI HLUTVERKS, ÁBYRGÐAR OG MARKMIÐA SEÐLABANKA VARÐANDI STJÓRN PENINGAMÁLA 1.1 Hið endanlega markmið og stofnanalegur rammi peningamálastefnu ættu að vera nákvæmlega skilgreind í viðeigandi lögum eða reglugerðum, þar á meðal, eftir því sem við á, í lögum um seðlabanka. 1.1.1 Meginmarkmið peningamálastefnu ætti að skil- greina í lögum og birta opinberlega og útskýra. 1.1.2 Ábyrgð seðlabanka ætti að skilgreina í lögum. 1.1.3 Í lögum um seðlabanka ætti að koma fram að bank- inn hafi vald til þess að beita stjórntækjum peningamála til þess að ná markmiðum sínum. 1.1.4 Opinbert ætti að vera hver ber stofnanalega ábyrgð á stefnunni í gengismálum. 1.1.5 Meginaðferðir um hvernig seðlabönkum ber að standa reikningsskil gerða sinna og önnur viðfangsefni seðlabanka ætti að tilgreina í lögum. 1.1.6 Ef stjórnvöld hafa í sérstökum tilfellum rétt til að ógilda ákvarðanir í peningamálum ætti að skilgreina í lögum við hvaða aðstæður slíkar ákvarðanir gætu komið til og hvernig slíkt yrði opinberað. 1.1.7 Reglur um skipun og skipunartíma og almennar reglur um uppsögn yfirmanna og annarra sem sitja í bankastjórn (framkvæmdastjórn) seðlabanka ætti að til- greina í lögunum. 1.2 Stofnanaleg tengsl á milli peninga- og ríkisfjármála ættu að vera skýr.1 1.2.1 Sé seðlabanka heimilt að veita ríkissjóði lán, fyrir- greiðslu eða yfirdrátt ætti að birta opinberlega öll skilyrði og takmarkanir þar að lútandi. 1.2.2 Fjárhæðir og skilyrði lána, fyrirgreiðslu og yfir- dráttar ríkissjóðs í seðlabanka ásamt innlánum ríkissjóðs í seðlabanka ætti að birta opinberlega. 1.2.3 Birta ætti opinberlega hvernig beinni þátttöku seðlabanka er háttað á frumsölumörkuðum með ríkis- verðbréf, þar sem hún er heimiluð, og á eftirmarkaði. 1.2.4 Afskipti seðlabanka af öðrum þáttum efnahagslífs- ins (t.d. í gegnum eignarhluta, aðild að stjórnum, öflun aðfanga, eða veitingu þjónustu gegn greiðslu) ættu að fara fram fyrir opnum tjöldum á grundvelli skýrra reglna og aðferða. 1.2.5 Kynna ætti opinberlega þær aðferðir sem notaðar eru við ráðstöfun hagnaðar seðlabanka og viðhald höfuð- stóls. 1.3 Viðfangsefni seðlabanka í umboði stjórnvalda ætti að skilgreina með skýrum hætti. 1.3.1 Kynna ætti opinberlega ábyrgð seðlabanka á (i) umsjón með innlendum og erlendum lánum ríkisins og varðveislu gjaldeyrisforða, (ii) hlutverki sínu sem banki ríkisins, (iii) hlutverki sínu sem fjárhagslegur umboðs- aðila stjórnvalda þar sem það á við, og (iv) ráðgjöf í efna- hags- og peningamálum og í alþjóðlegri samvinnu. 1.3.2 Kynna ætti opinberlega skiptingu ábyrgðar á milli seðlabanka, fjármálaráðuneytis eða annarra opinberra stofnana vegna frumsölu ríkisverðbréfa, fyrirkomulags eftirmarkaðsviðskipta, innlánaþjónustu og skipulagning- ar reikningsskila og uppgjörs fyrir viðskipti með ríkis- verðbréf. II. GAGNSÆTT FERLI ÁKVARÐANA OG TIL- KYNNINGA UM ÁKVARÐANIR Í PENINGA- MÁLUM 2.1 Kynna ætti opinberlega og skýra þann ramma og þau tæki sem nýtt eru til að stefnan í peningamálum nái til- gangi sínum. 2.1.1 Framgangsmáta og venjur sem viðhafðar eru við beitingu þeirra stjórntækja sem notuð eru við fram- kvæmd peningamálastefnunnar ætti að útskýra og opin- bera almenningi. 2.1.2 Framkvæmdareglur sem gilda um samband seðla- banka og viðskipti hans við aðrar stofnanir í tengslum við framkvæmd peningastefnunnar ætti að birta opinberlega. 2.2 Þar sem peningastefnunefnd heldur fundi til þess að meta undirliggjandi efnahagsþróun, yfirfara framvindu peningastefnunnar í ljósi markmiða hennar og móta stefnuna fram í tímann ætti að birta upplýsingar um sam- setningu nefndarinnar, skipulag og starfsemi. 2.2.1 Ef peningastefnunefnd heldur reglulega fundi til þess að meta undirliggjandi efnahagsþróun, yfirfara framvindu peningastefnunnar í ljósi markmiða hennar og móta stefnuna fram í tímann ætti að birta opinberlega ráðgerða fundardaga nefndarinnar. 2.3 Breytingar á peningastefnu (aðrar en aðgerðir til fín- REGLUR FYRIR SEÐLABANKA UM GAGNSÆI PENINGAMÁLA 1. Framkvæmd þessara þátta skal vera í samræmi við grundvallaratriði reglna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Code of Good Practices on Fiscal Transparency.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.