Peningamál - 01.08.2000, Side 46
PENINGAMÁL 2000/3 45
I. SKÝRLEIKI HLUTVERKS, ÁBYRGÐAR OG
MARKMIÐA SEÐLABANKA VARÐANDI
STJÓRN PENINGAMÁLA
1.1 Hið endanlega markmið og stofnanalegur rammi
peningamálastefnu ættu að vera nákvæmlega skilgreind í
viðeigandi lögum eða reglugerðum, þar á meðal, eftir því
sem við á, í lögum um seðlabanka.
1.1.1 Meginmarkmið peningamálastefnu ætti að skil-
greina í lögum og birta opinberlega og útskýra.
1.1.2 Ábyrgð seðlabanka ætti að skilgreina í lögum.
1.1.3 Í lögum um seðlabanka ætti að koma fram að bank-
inn hafi vald til þess að beita stjórntækjum peningamála
til þess að ná markmiðum sínum.
1.1.4 Opinbert ætti að vera hver ber stofnanalega ábyrgð
á stefnunni í gengismálum.
1.1.5 Meginaðferðir um hvernig seðlabönkum ber að
standa reikningsskil gerða sinna og önnur viðfangsefni
seðlabanka ætti að tilgreina í lögum.
1.1.6 Ef stjórnvöld hafa í sérstökum tilfellum rétt til að
ógilda ákvarðanir í peningamálum ætti að skilgreina í
lögum við hvaða aðstæður slíkar ákvarðanir gætu komið
til og hvernig slíkt yrði opinberað.
1.1.7 Reglur um skipun og skipunartíma og almennar
reglur um uppsögn yfirmanna og annarra sem sitja í
bankastjórn (framkvæmdastjórn) seðlabanka ætti að til-
greina í lögunum.
1.2 Stofnanaleg tengsl á milli peninga- og ríkisfjármála
ættu að vera skýr.1
1.2.1 Sé seðlabanka heimilt að veita ríkissjóði lán, fyrir-
greiðslu eða yfirdrátt ætti að birta opinberlega öll skilyrði
og takmarkanir þar að lútandi.
1.2.2 Fjárhæðir og skilyrði lána, fyrirgreiðslu og yfir-
dráttar ríkissjóðs í seðlabanka ásamt innlánum ríkissjóðs
í seðlabanka ætti að birta opinberlega.
1.2.3 Birta ætti opinberlega hvernig beinni þátttöku
seðlabanka er háttað á frumsölumörkuðum með ríkis-
verðbréf, þar sem hún er heimiluð, og á eftirmarkaði.
1.2.4 Afskipti seðlabanka af öðrum þáttum efnahagslífs-
ins (t.d. í gegnum eignarhluta, aðild að stjórnum, öflun
aðfanga, eða veitingu þjónustu gegn greiðslu) ættu að
fara fram fyrir opnum tjöldum á grundvelli skýrra reglna
og aðferða.
1.2.5 Kynna ætti opinberlega þær aðferðir sem notaðar
eru við ráðstöfun hagnaðar seðlabanka og viðhald höfuð-
stóls.
1.3 Viðfangsefni seðlabanka í umboði stjórnvalda ætti að
skilgreina með skýrum hætti.
1.3.1 Kynna ætti opinberlega ábyrgð seðlabanka á (i)
umsjón með innlendum og erlendum lánum ríkisins og
varðveislu gjaldeyrisforða, (ii) hlutverki sínu sem banki
ríkisins, (iii) hlutverki sínu sem fjárhagslegur umboðs-
aðila stjórnvalda þar sem það á við, og (iv) ráðgjöf í efna-
hags- og peningamálum og í alþjóðlegri samvinnu.
1.3.2 Kynna ætti opinberlega skiptingu ábyrgðar á milli
seðlabanka, fjármálaráðuneytis eða annarra opinberra
stofnana vegna frumsölu ríkisverðbréfa, fyrirkomulags
eftirmarkaðsviðskipta, innlánaþjónustu og skipulagning-
ar reikningsskila og uppgjörs fyrir viðskipti með ríkis-
verðbréf.
II. GAGNSÆTT FERLI ÁKVARÐANA OG TIL-
KYNNINGA UM ÁKVARÐANIR Í PENINGA-
MÁLUM
2.1 Kynna ætti opinberlega og skýra þann ramma og þau
tæki sem nýtt eru til að stefnan í peningamálum nái til-
gangi sínum.
2.1.1 Framgangsmáta og venjur sem viðhafðar eru við
beitingu þeirra stjórntækja sem notuð eru við fram-
kvæmd peningamálastefnunnar ætti að útskýra og opin-
bera almenningi.
2.1.2 Framkvæmdareglur sem gilda um samband seðla-
banka og viðskipti hans við aðrar stofnanir í tengslum við
framkvæmd peningastefnunnar ætti að birta opinberlega.
2.2 Þar sem peningastefnunefnd heldur fundi til þess að
meta undirliggjandi efnahagsþróun, yfirfara framvindu
peningastefnunnar í ljósi markmiða hennar og móta
stefnuna fram í tímann ætti að birta upplýsingar um sam-
setningu nefndarinnar, skipulag og starfsemi.
2.2.1 Ef peningastefnunefnd heldur reglulega fundi til
þess að meta undirliggjandi efnahagsþróun, yfirfara
framvindu peningastefnunnar í ljósi markmiða hennar og
móta stefnuna fram í tímann ætti að birta opinberlega
ráðgerða fundardaga nefndarinnar.
2.3 Breytingar á peningastefnu (aðrar en aðgerðir til fín-
REGLUR FYRIR SEÐLABANKA UM GAGNSÆI PENINGAMÁLA
1. Framkvæmd þessara þátta skal vera í samræmi við grundvallaratriði
reglna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Code of Good Practices on Fiscal
Transparency.