Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 39

Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 39
38 PENINGAMÁL 2000/3 raunar skýrist nánast eingöngu af hækkun Íslenska hugbúnaðarsjóðsins hf. Á það ber að líta að í mörg- um tilvikum eru lítil viðskipti að baki lækkunum félaga. Skýringar þessara lækkana yfir markaðinn má helst rekja til breyttra aðstæðna á fjármagnsmarkaði og breyttra efnahagshorfa. Þá er ekki ólíklegt að leiðrétting sé að eiga sér stað, einkum sé litið á sam- leitni þróunarinnar hér og erlendis. Mikið framboð hlutafjár á frummarkaði að undanförnu kann einnig að hafa haft áhrif á verðmyndun á eftirmarkaði. Sterkari tengsl verðbreytinga við erlenda markaði Það sem athyglisverðast kann að vera við verðþróun- ina undanfarið er að hún virðist ekki óháð þróun hlutabréfavísitalna erlendis, sem styrkir þá skoðun að fjármagn flæði nú frjálsar á milli íslenska hlutafjár- markaðarins og annarra markaða. Aukin virkni fjár- festa að þessu leyti hefur þau áhrif að meira jafnvægi verður milli verðs á mörkuðum. Séu íslensk hlutabréf og erlend að einhverju leyti samkynja vara í augum fjárfesta og ekki verulegur munur á aðgengi ættu slík áhrif að vera til staðar. Mynd 6 sýnir gengisþróun 12 hlutabréfavísitalna, þar á meðal íslensku úrvalsvísi- tölunnar sl. tvö ár. Leitni þróunarinnar er í stórum dráttum ekki ólík. Íslenska vísitalan tók ásamt hinni sænsku forystuna haustið 1999 en hefur nálgast hinar aftur. Af hlutabréfamörkuðum Norðurlanda er hér aðeins sleppt þeim finnska og einnig er bandarísku Nasdaq-vísitölunni sleppt, en þær hækkuðu mun meira á þessu tímabili en þær vísitölur sem hér eru sýndar. Íslenskur hlutafjármarkaður í alþjóðlegum saman- burði Markaðsvirði hlutabréfa á VÞÍ jókst um 140 ma.kr. á síðasta ári og var um 370 ma.kr. um síðustu áramót. Um mitt ár 2000 hafði það aukist í 425 ma.kr. Meðalvirði félaga á aðallista hefur einnig hækkað verulega þótt vísitala listans sé nánast í sömu stöðu og um áramót. Þrátt fyrir þetta er íslenski hlutafjár- markaðurinn ekki stór á alþjóðlegan mælikvarða. Tölur um alþjóðlegan samanburð má sjá í töflu 3 en þær eru að mestu byggðar á ritinu Emerging Stock Markets Factbook 2000. Þar er birt ítarleg samantekt um skipulega hlutafjármarkaði í 81 nýmarkaðsríki, og til samanburðar eru einnig birtar helstu lykiltölur um þá 30 hlutafjármarkaði í heiminum sem teljast þróaðir.4 Íslenski hlutafjármarkaðurinn telst vera þróaður og miðað við markaðsvirði um síðustu áramót var hann sá næstminnsti í þeim hópi. Hann er þó mun stærri en margir nýmarkaðanna, t.d. lítið eitt stærri en markaðir Óman og Trínidad&Tobagó, en aðeins á við u.þ.b. helming þess tékkneska og þriðjung þess perúíska. Á mælikvarða markaðsvirðis sem hlutfalls af landsframleiðslu sker smæð íslenska markaðarins sig ekki lengur úr meðal þróuðu mark- aðanna. Veltuhraði er langminnstur í fjórum þróuðu ríkjanna, í Lúxemborg, Bermúda, Quatar og á Ís- Heimild: VÞÍ. 1999 2000 Gengi 6 stærstu atvinnugreina á VÞÍ 1999-2000 J F M A M J J Á S O N D J F M A M J 80 100 120 140 160 180 200 220 240 260 280 300 320 340 31.des. 1998=100 Sjávarútvegur Fjármál og tryggingar Samgöngur Iðnaður og framleiðsla Hlutabréfasjóðir Upplýsingatækni Mynd 5 Heimild: Datastream. 1998 1999 2000 Hlutabréfavísitölur nokkurra landa júní 1998 - júní 2000 J Á S O N D J F M A M J J Á S O N D J F M A M J 60 80 100 120 140 160 180 200 30. júní 1998=100 Ísland Danmörk Noregur Svíþjóð Bretland Þýskaland Frakkland Spánn Ítalía Holland USA (S&P500) Japan Mynd 6 4. Hlutafjármarkaður færist í hóp þróaðra markaða ef hann uppfyllir tvö skilyrði. Þjóðartekjur á íbúa skulu vera nægilega háar til að landið telj- ist hátekjuland skv. skilgreiningu Alþjóðabankans, en árið 1997 voru það 9.656 Bandaríkjadalir á íbúa. Einnig þarf hlutfall markaðsvirðis hlutafjár af landsframleiðslu að vera hátt miðað við það sem gerist meðal nýmarkaðsríkja, og skal þá ekki meðtalinn sá hluti markaðarins sem af einhverjum sökum stendur erlendum fjárfestum ekki til boða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.