Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 31

Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 31
130 ma.kr. og er það mikil aukning frá árinu áður en þá var það rúmlega 81 ma.kr. Sá hluti ráðstöfunar- fjárins sem rekja má til iðgjaldagreiðslna hefur farið stöðugt minnkandi allt frá árinu 1982 en það ár voru iðgjöld sjóðfélaga 86% ráðstöfunarfjár sjóðanna. Áætlað er að ráðstöfunarfé ársins 1999 hafi verið 163 ma.kr. og rétt rúmlega fjórðungur þess á uppruna sinn í iðgjaldagreiðslum. Ráðstöfunarféð sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu var nokkuð stöðugt á níunda áratugnum, á bil- inu 3,6-6,3%, en frá 1990 hefur það farið hraðvax- andi. Árið 1999 er áætlað að það hafi verið 25% af landsframleiðslu. Helsta skýring þessarar gífurlegu aukningar er að lífeyrissjóðirnir eru orðnir virkari á verðbréfamarkaði, selja gjarnan bréf sem gefa ekki nógu góða ávöxtun og kaupa önnur sem ávaxtast betur. Árið 1997 seldu lífeyrissjóðirnir verðbréf að fjárhæð 19 ma.kr. og var söluandvirði þeirra 23% af ráðstöfunarfé þess árs. Ári síðar, þegar ráðstöfunar- féð í heild var nær 130 ma.kr., reyndust 54% þess stafa af sölu verðbréfa, eða tæplega 70 ma.kr. Ráð- stöfunarfé að frátöldu söluandvirði verðbréfa lækk- aði í raun um 2,6 ma.kr. milli áranna 1997 og 1998. Áætlað er að lífeyrissjóðirnir hafi selt verðbréf að andvirði 87 ma.kr. á árinu 1999 og er það svipað hlutfall af ráðstöfunarfé og árið áður. Á árunum upp úr 1980 rann u.þ.b. helmingur ráð- stöfunarfjárins til sjóðfélagalána og meirihluti þess sem eftir var ýmist í verðbréf útgefin af ríkissjóði eða fjárfestingarlánasjóðum. Á síðustu árum níunda ára- tugarins dró mjög úr hlut sjóðfélagalána í ráðstöfun- arfénu en samtímis jókst vægi bankabréfa og bréfa atvinnufyrirtækja. Eins og áður er getið hófu lífeyris- sjóðir að fjárfesta í erlendum verðbréfum árið 1994 og vörðu á því ári 4,5% ráðstöfunarfjár síns í þau en fimm árum síðar var þetta hlutfall komið upp í 25%. Fyrstu árin eftir tilkomu húsbréfakerfisins, 1991- 1995, vörðu lífeyrissjóðir nálægt fjórðungi ráðstöf- 30 PENINGAMÁL 2000/3 Fjárfesting lífeyrissjóða 1980 1985 1990 1995 1999 0% 20% 40% 60% 80% 100% Sjóðfélagalán Ríkissjóður og fjárf.lánasj. Húsbréf Erl. verðbréf Innlendir verðbréfasjóðir Innl. hlutabréf Annað Mynd 6 Tafla 1 Hrein raunávöxtun lífeyrissjóða % á ári 1995 1996 1997 1998 1999 Lífeyrissjóður verslunarmanna ....................................... 7,1 7,4 10,2 7,6 11,8 Lífeyrissjóðurinn Framsýn.............................................. . 7,7 8,0 8,4 14,7 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, A-deild................... . . . 6,7 15,2 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, B-deild................... 5,9 4,4 5,5 5,8 7,6 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, séreignardeild ........ - . . . 17,4 Lífeyrissjóður sjómanna.................................................. 6,7 7,4 6,9 8,0 12,4 Sameinaði lífeyrissjóðurinn ............................................ 7,7 8,0 8,2 7,2 17,8 Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda ....................................... 6,8 7,2 8,6 6,5 10,3 Lífeyrissjóður bankamanna............................................. 5,8 5,4 5,5 6,3 7,5 Samvinnulífeyrissjóðurinn .............................................. 6,2 7,4 13,0 7,2 12,5 Lífeyrissjóður Vestfirðinga ............................................. 7,4 9,0 6,0 8,0 14,2 Lífeyrissjóður lækna ....................................................... 8,0 11,8 8,0 8,0 16,3 Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags Íslands ..................... 4,1 9,2 6,4 11,0 21,6 Lífeyrissjóður Vesturlands .............................................. 7,7 11,0 6,0 6,7 15,9 Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna...................................... 6,4 5,6 5,9 6,5 9,1 Heimild: Ársreikningar lífeyrissjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.