Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 31
130 ma.kr. og er það mikil aukning frá árinu áður en
þá var það rúmlega 81 ma.kr. Sá hluti ráðstöfunar-
fjárins sem rekja má til iðgjaldagreiðslna hefur farið
stöðugt minnkandi allt frá árinu 1982 en það ár voru
iðgjöld sjóðfélaga 86% ráðstöfunarfjár sjóðanna.
Áætlað er að ráðstöfunarfé ársins 1999 hafi verið 163
ma.kr. og rétt rúmlega fjórðungur þess á uppruna
sinn í iðgjaldagreiðslum.
Ráðstöfunarféð sem hlutfall af vergri landsfram-
leiðslu var nokkuð stöðugt á níunda áratugnum, á bil-
inu 3,6-6,3%, en frá 1990 hefur það farið hraðvax-
andi. Árið 1999 er áætlað að það hafi verið 25% af
landsframleiðslu. Helsta skýring þessarar gífurlegu
aukningar er að lífeyrissjóðirnir eru orðnir virkari á
verðbréfamarkaði, selja gjarnan bréf sem gefa ekki
nógu góða ávöxtun og kaupa önnur sem ávaxtast
betur. Árið 1997 seldu lífeyrissjóðirnir verðbréf að
fjárhæð 19 ma.kr. og var söluandvirði þeirra 23% af
ráðstöfunarfé þess árs. Ári síðar, þegar ráðstöfunar-
féð í heild var nær 130 ma.kr., reyndust 54% þess
stafa af sölu verðbréfa, eða tæplega 70 ma.kr. Ráð-
stöfunarfé að frátöldu söluandvirði verðbréfa lækk-
aði í raun um 2,6 ma.kr. milli áranna 1997 og 1998.
Áætlað er að lífeyrissjóðirnir hafi selt verðbréf að
andvirði 87 ma.kr. á árinu 1999 og er það svipað
hlutfall af ráðstöfunarfé og árið áður.
Á árunum upp úr 1980 rann u.þ.b. helmingur ráð-
stöfunarfjárins til sjóðfélagalána og meirihluti þess
sem eftir var ýmist í verðbréf útgefin af ríkissjóði eða
fjárfestingarlánasjóðum. Á síðustu árum níunda ára-
tugarins dró mjög úr hlut sjóðfélagalána í ráðstöfun-
arfénu en samtímis jókst vægi bankabréfa og bréfa
atvinnufyrirtækja. Eins og áður er getið hófu lífeyris-
sjóðir að fjárfesta í erlendum verðbréfum árið 1994
og vörðu á því ári 4,5% ráðstöfunarfjár síns í þau en
fimm árum síðar var þetta hlutfall komið upp í 25%.
Fyrstu árin eftir tilkomu húsbréfakerfisins, 1991-
1995, vörðu lífeyrissjóðir nálægt fjórðungi ráðstöf-
30 PENINGAMÁL 2000/3
Fjárfesting lífeyrissjóða
1980 1985 1990 1995 1999
0%
20%
40%
60%
80%
100%
Sjóðfélagalán Ríkissjóður og fjárf.lánasj. Húsbréf
Erl. verðbréf Innlendir verðbréfasjóðir Innl. hlutabréf
Annað
Mynd 6
Tafla 1 Hrein raunávöxtun lífeyrissjóða
% á ári 1995 1996 1997 1998 1999
Lífeyrissjóður verslunarmanna ....................................... 7,1 7,4 10,2 7,6 11,8
Lífeyrissjóðurinn Framsýn.............................................. . 7,7 8,0 8,4 14,7
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, A-deild................... . . . 6,7 15,2
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, B-deild................... 5,9 4,4 5,5 5,8 7,6
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, séreignardeild ........ - . . . 17,4
Lífeyrissjóður sjómanna.................................................. 6,7 7,4 6,9 8,0 12,4
Sameinaði lífeyrissjóðurinn ............................................ 7,7 8,0 8,2 7,2 17,8
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda ....................................... 6,8 7,2 8,6 6,5 10,3
Lífeyrissjóður bankamanna............................................. 5,8 5,4 5,5 6,3 7,5
Samvinnulífeyrissjóðurinn .............................................. 6,2 7,4 13,0 7,2 12,5
Lífeyrissjóður Vestfirðinga ............................................. 7,4 9,0 6,0 8,0 14,2
Lífeyrissjóður lækna ....................................................... 8,0 11,8 8,0 8,0 16,3
Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags Íslands ..................... 4,1 9,2 6,4 11,0 21,6
Lífeyrissjóður Vesturlands .............................................. 7,7 11,0 6,0 6,7 15,9
Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna...................................... 6,4 5,6 5,9 6,5 9,1
Heimild: Ársreikningar lífeyrissjóða.