Peningamál - 01.08.2000, Blaðsíða 44
PENINGAMÁL 2000/3 43
Almennt eru kröfur um gagnsæi peningamála
byggðar á tveimur meginforsendum. Í fyrsta lagi að
það styrki stjórn peningamála ef markmið og stjórn-
tæki eru kunn almenningi og ef yfirvöld geta skuld-
bundið sig með trúverðugum hætti til þess að ná sett-
um markmiðum. Skilvirkni markaða eflist með
greiðari aðgangi að upplýsingum um stjórn peninga-
mála og framvindu þeirra. Í öðru lagi krefjist góðir
stjórnarhættir þess að seðlabankar séu ábyrgir gerða
sinna, sérstaklega þar sem þeir hafa mikið sjálfstæði
til athafna.
Í formála reglnanna segir að með opinberri birt-
ingu markmiða peningmálastjórnar geti seðlabanki
eflt skilning almennings á áformum sínum, skapað
vettvang til þess að útskýra frekar stefnumál sín og
þar með stuðlað að árangursríkari peningamálastjórn.
Útskýringar á forsendum peningamálaákvarðana og
gagnsæ stefnumörkun ættu að styrkja miðlunarleiðir
peningastefnu, að hluta til með því að efla raunsærri
markaðsvæntingar en ella. Tiltrú á seðlabanka eflist
við bætta miðlun upplýsinga og með því að þeir upp-
fylli opinberlega yfirlýst markmið.
Nauðsynlegt er talið að meta kosti og galla gagn-
sæis í peningamálastjórn. Í tilfellum þar sem það
gæti rýrt áhrif aðgerða í peningamálum eða grafið
undan fjármálastöðugleika eða eðlilegum hagsmun-
um fjármálastofnana geti verið viðeigandi að tak-
marka gagnsæi.
Meginástæða þess að takmarka beri birtingu
ákveðinna upplýsinga um peningamálastefnu gæti
verið sú að hún hafi óæskileg áhrif á ákvörðunarferli
og virkni stefnunnar. Hið sama gildi um viðhorf í
gengismálum, sérstaklega í löndum sem fylgja fast-
gengisstefnu. Of rík krafa um upplýsingamiðlun um
innanhússvangaveltur um aðgerðir á peninga- og
gjaldeyrismörkuðum gæti raskað væntingum og heft
umræðu þeirra sem móta stefnu. Því gæti verið óvið-
eigandi fyrir seðlabanka að veita upplýsingar um
innri umræður eða leggja fram gögn, auk þess sem
upp gætu komið aðstæður þar sem ekki væri viðeig-
andi fyrir seðlabanka að birta upplýsingar um
hvernig þeir hyggjast beita sér í peninga- og gengis-
málum í nánustu framtíð eða að veita nákvæmar
upplýsingar um aðgerðir í gjaldeyrismálum.
Í formála reglnanna segir að mikilvægt sé að
huga vel að umgjörðinni sem valin er fyrir miðlun
upplýsinga um peningamál. Álitamál geti t.d. verið
hvort kveðið skuli á um gagnsæi peningamálastefnu
í lögum um seðlabanka eða í öðrum lögum eða reglu-
gerðum. Reglurnar taki raunsætt mið af þessum
sjónarmiðum og geri ráð fyrir að fjölbreytt fyrir-
komulag geti leitt til mikils gagnsæis. Gert er ráð
fyrir því í reglunum að ákveðin atriði er varða hlut-
verk, ábyrgð og markmið seðlabanka séu tilgreind í
lögum. Með því að tilgreina ákveðin atriði í lögum er
þeim sköpuð sérstök staða og komið í veg fyrir til-
viljunarkenndar eða tíðar breytingar á mikilvægum
þáttum sem varða starfsemi seðlabanka. Aðra þætti
gagnsæis, svo sem mótun og framkvæmd stefnu og
um aðra upplýsingamiðlun, mætti kveða á um annars
staðar. Mikilvægt sé þó að aðgangur að upplýsingum
sé greiður þannig að almenningur geti nálgast og
metið þær án mikillar fyrirhafnar.
Í formálanum segir að þótt góðar gagnsæisreglur
geti stuðlað að bættri stefnumótun séu þær ekki
samdar með það í huga að vera mælikvarði á kosti
tiltekins starfsramma umfram aðra. Gagnsæi sé ekki
takmark í sjálfu sér, né komi það í staðinn fyrir að
fylgt sé traustri stefnu, heldur sé gagnsæi og traustri
stefnumörkun ætlað að styrkja hvort annað.
Framkvæmd peningamálastefnu og eftirlit með
starfsemi fjármálastofnana er oft samtvinnað og
styrkir oft hvort annað, enda hefur heilbrigði fjár-
málakerfisins áhrif á stjórnun peningamála og öfugt.
Stofnanalegt fyrirkomulag þessarar starfsemi er að
ýmsu leyti ólíkt eftir löndum. Því er reglunum skipt í
tvo hluta, gagnsæi fyrir peningastefnu seðlabanka og
gagnsæi fyrir fjármálaeftirlit. Grundvallaratriði
gagnsæis eru þó svipuð í báðum tilfellum.
Reglurnar skiptast í fjóra meginkafla. Þeir fjalla
um skýrleika hlutverks, ábyrgðar og markmiða, um
gagnsætt ferli ákvarðana og tilkynninga um ákvarð-
anir, um almennt aðgengi að upplýsingum um stjórn
peningamála og um reikningsskil fyrir athafnir seðla-
banka og heilindi þeirra. Reglurnar um gagnsæi,
þýddar orðrétt, eru birtar í meðfylgjandi ramma.
Seðlabanki Íslands og gagnsæi peningamála
Á undanförnum árum hefur Seðlabanki Íslands gert
sér far um að tileinka sér starfshætti sem rutt hafa sér
til rúms í mörgum löndum og samrýmast kröfum um
gagnsæi. Í þessu skyni leitast bankinn við að skýra
eins vel og kostur er stefnu sína í peningamálum,
stjórntæki peningamálanna og mat sitt á stöðu og
horfum í efnahags- og peningamálum. Mat sitt birtir
bankinn ekki síst í ritum sínum, nú einkum í ársfjórð-