Peningamál - 01.08.2000, Síða 8
PENINGAMÁL 2000/3 7
töflu V. Á þessu ári felast breytingarnar frá spá stofn-
unarinnar í mars aðallega í því að útflutningur verður
minni og innflutningur meiri og stafar það fyrst og
fremst af meiri fjárfestingu. Af þessu leiðir að
hagvöxtur verður lítillega minni eða 3,7%, og spá um
viðskiptahalla eykst í 55 ma.kr. eða sem samsvarar
7,8% af landsframleiðslu.
Á næsta ári mun draga verulega úr hagvexti sam-
kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Ástæðurnar eru áður-
greindur samdráttur aflaheimilda, verulega minni
aukning einkaneyslu en verið hefur á undanförnum
árum og samdráttur í fjárfestingu. Spáir Þjóðhags-
stofnun því að hagvöxtur verði aðeins um 1½% á
næsta ári. Gangi þessi spá eftir mun slakna verulega
á þeirri ofþenslu sem verið hefur hér undanfarin
misseri. Það mun skila sér í mun minni aukningu
eftirspurnar eftir vinnuafli en verið hefur að undan-
förnu. Atvinnuleysi mun því aukast nokkuð, enda er
það líklega nú fyrir neðan það sem til lengdar sam-
rýmist lítilli verðbólgu og efnahagslegum stöðug-
leika að óbreyttu skipulagi vinnumarkaðar. Við-
skiptahallinn mun hins vegar lítið minnka, enda er
því spáð að útflutningur dragist saman um rúmlega
1%. Viðskiptahallinn verður því áfram yfir 7% af
landsframleiðslu, og ekki eru að óbreyttu horfur á að
hann minnki mikið á næstu árum. Sú greining Seðla-
bankans sem sett var fram í maíhefti Peningamála, að
nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða til að draga úr
viðskiptahallanum, stendur því óbreytt.
Jafnvægisgengi hefur lækkað
Verri horfur um útflutning, viðskiptajöfnuð og hag-
vöxt hafa það óhjákvæmilega í för með sér að jafn-
vægisgengi krónunnar lækkar frá því sem áður var.
Það hefur síðan áhrif á gengi krónunnar á markaði ef
ekki koma til mótvirkar aðgerðir sem stuðla að hærra
gengi, svo sem trúverðug aukning vaxtamunar gagn-
vart útlöndum. Því mátti búast við að þrýstingur
skapaðist til lækkunar á gengi krónunnar í framhaldi
af tillögum Hafrannsóknastofnunar, ákvörðun sjávar-
útvegsráðherra og nýrri þjóðhagsspá.
Gengi krónunnar 21. júlí var nærri 4½% lægra en
í lok maí og hefði lækkað enn meira ef ekki hefði
komið til vaxtahækkun Seðlabankans um ½% hinn
19. júní og mikil inngrip á gjaldeyrismarkaði þá daga
sem þrýstingur á krónuna var hvað mestur (sjá nánar
grein hér á eftir um fjármálamarkaði og aðgerðir
Seðlabankans). Að því gefnu að gengi krónunnar
haldist óbreytt veldur þessi þróun því að horfur eru á
að raungengi krónunnar verði lægra á næstunni en
áður var reiknað með. Raungengið mun þó áfram
hækka eins og sést á meðfylgjandi mynd, og er áætl-
að að það verði um 11% hærra á næsta ári á mæli-
kvarða launa en að meðaltali á tíunda áratugnum og
verði þá komið vel upp fyrir það raungengi sem var
hér fyrir gengislækkanir krónunnar 1992 og 1993.
Það verður þó enn töluvert lægra en á ofþenslu-
árunum 1987 og 1988, sbr. mynd 28 á bls 70.
Ofþensla gæti hjaðnað á komandi mánuðum ...
Ýmislegt bendir til þess að ofþensla gæti hjaðnað á
komandi mánuðum þannig að vöxtur innlendrar eftir-
spurnar fari niður fyrir langtímavöxt framleiðslugetu.
Tafla V Þjóðhagshorfur 2000 og 2001
Frávik frá spá
Spá ÞHS ÞHS um árið
í júní 2000 2000 í
Árlegar magnbreytingar í % okt. mars
nema annað sé tekið fram 2000 2001 1999 2000
Einkaneysla.................................. 4,0 2,0 1,5 0,0
Samneysla .................................... 3,5 2,5 1,0 0,0
Fjármunamyndun......................... 10,5 -3,5 8,4 2,1
Þjóðarútgjöld................................ 5,1 1,0 2,7 0,4
Útflutningur vöru og þjónustu ..... 0,9 -1,1 -1,7 -0,9
Innflutningur vöru og þjónustu.... 4,7 -2,0 2,7 0,6
Verg landsframleiðsla .................. 3,7 1,6 1,0 -0,2
Þjóðartekjur.................................. 3,7 1,2 1,0 -0,3
Viðskiptajöfnuður, % af VLF ...... -7,8 -7,2 -3,6 -0,6
Viðskiptajöfnuður í ma.kr. ........... -54,7 -53,8 -25,8 -4,2
Heimild: Þjóðhagsstofnun.
Spá
Ársfjórðungslegt raungengi krónunnar
1990-2001
1990 91 92 93 94 95 96 97 98 99 2000 2001
75
80
85
90
95
100
105
1980=100
Mynd 3
Miðað við hlutfallslegt neysluverð
Miðað við hlutfallslegan launakostnað