Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 11

Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 11
virðist mega skýra með auknum sparnaði sem finnur sér farveg í fyrstu með auknum innstæðum í banka- kerfinu. Reyndar virðist sem dregið hafi umtalsvert úr þessum vexti þar sem 12 mánaða vöxtur M3 til loka júní var tæp 14% en árstíðarleiðréttur vöxtur var ekki nema 5½% sl. þrjá mánuði á árskvarða. Það er líklega í lægri kanti þess sem reikna má með til lengdar ef hagvöxtur er í samræmi við langtímavöxt framleiðslugetu og verðbólga í samræmi við mark- mið Seðlabankans. Á heildina litið er ótímabært að fullyrða að mark- tæk uppsveifla sé hafin á ný en nokkuð sterk rök hníga þó til þess að botni efnahagslægðarinnar sé náð. Að nokkru leyti kann þó að vera um nokkurs konar endurkast vegna áfalla á sl. ári að ræða sem gæti fjarað út þegar frá líður. Horfur um stöðugleika í efnahagsmálum hafa hins vegar batnað og áform um virkjana- og stóriðjuframkvæmdir virðast líklegri til að verða að veruleika nú en um nokkurt skeið. Hvort tveggja gæti, ásamt minnkandi verðbólgu og stöðugra gengi, stuðlað að aukinni neyslu og fjár- festingu en nánar er fjallað um þjóðhagshorfur síðar í greininni. Vöruútflutningur jókst af krafti fyrstu 5 mánuði ársins ... Enn virðist ekki farið að hægja varanlega á vexti út- flutnings. Vöruútflutningur fyrstu þrjá mánuði ársins var reyndar aðeins 3% meiri á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Útflutningur í apríl og maí var hins vegar afar öflugur og fyrstu 5 mánuðina var útflutningurinn á föstu gengi 14% meiri en á sama tíma í fyrra. Um tveir þriðju hlutar vaxtarins skýrast af auknu magni útfluttra sjávarafurða og iðnaðarvöru. Vöruviðskipti í mars og apríl báru þess merki að vinnudagafjöldi í mánuðunum var breytilegur á milli ára vegna tíma- setningar páska. Mikill samdráttur kom fram í mars, sem gekk til baka í apríl, og leiddi til þess að vöruút- flutningur fyrsta ársfjórðungs virtist afar veikur. Tilfærslan milli mars og apríl skýrir væntanlega að nokkru leyti þriðjungi meiri vöruútflutning án skipa og flugvéla á föstu gengi og reyndar fimmtungi meiri samsvarandi vöruinnflutning í apríl í ár en í fyrra. Í heildartölum fyrstu fimm mánaði ársins ætti þessi bjögun að vera úr sögunni að mestu leyti. Sjómanna- verkfall vorið 2001 kann þó að skekkja samanburð milli ára. Fyrstu fimm mánuði ársins var vöruútflutningur ríflega 18 ma.kr meiri en á sama tíma í fyrra. Þar af má skýra u.þ.b. 5-6 ma.kr. með hærra meðalverði erlendra gjaldmiðla, 4-6 ma.kr. með verðhækkun í erlendum gjaldmiðlum og 7-8 ma.kr. með auknu magni útflutnings. Mestu skiptir að útflutningur sjávarafurða var 13 ma.kr. meiri, sem að stórum hluta má rekja til mikils útflutnings frystra flaka og fiski- mjöls. Gætir þar meðal annars áhrifa sjómannaverk- falls á sl. ári. Hlutfallslega mest aukning hefur hins vegar orðið í útflutningi annarrar iðnaðarvöru en áls og kísiljárns, sem jókst um 65% á föstu gengi, eða um 4,2 ma.kr. Eins og fram kom í maíhefti Peninga- mála koma ýmsar skýringar á útflutningsvexti til greina. Í fyrsta lagi er hugsanlegt að vöxtinn megi að nokkru leyti rekja til lækkunar á gengi krónunnar. Gengisáhrifunum má skipta í nokkuð varanleg áhrif, sem gætu varað svo lengi sem gengi krónunnar helst hagstætt, og tímabundin áhrif sem rekja má til þess að hagkvæmt er fyrir útflutningsfyrirtæki að selja af birgðum sínum meðan gengi er lágt, ef gert er ráð fyrir styrkingu síðar. Ef þetta er mikilvæg skýring má gera ráð fyrir að uppsveiflan í útflutningi hjaðni fljótlega, eins og gengið virðist út frá í nýlegri þjóðhagsspá Þjóðhagsstofnunar. Hæpið virðist þó að slík birgðaaðlögun geti skýrt uppsveifluna nema að mjög takmörkuðu leyti og lausleg könnun Seðla- bankans bendir ekki til þess að svo sé. Hvað sjávar- útveginn áhrærir gætu áhrif gengissveiflunnar einnig birst í tímabundinni hliðrun innan fiskveiðiársins. Einnig í því tilfelli gæti uppsveiflan fjarað út undir lok fiskveiðiársins. Gera má ráð fyrir að það dragi úr framleiðslu í júlí og ágúst vegna kvótaskorts á bol- fiski en góður gangur á öðrum sviðum mun vega nokkuð á móti. Í öðru lagi gæti mikill vöxtur stafað af góðu árferði til sjávar. Afli uppsjávarfisks fyrri helming ársins var 235 þús. tonnum meiri en á sama tíma í fyrra og afli botnfisks 32 þús. tonnum meiri. Sjómannaverkfall í fyrra skýrir þó mismuninn að töluverðu leyti. Í þriðja lagi er hugsanlegt að virðis- auki framleiðslunnar hafi aukist hratt að undanförnu. Þegar tölur um útflutningsvöxt og afla eru bornar saman virðist augljóst að slíkt hafi átt sér stað á undanförnum árum, þótt ólíklegt sé að slíkar lang- tímabreytingar skýri uppsveiflu síðustu mánaða fylli- lega. Eigi að síður er ljóst að vinnsluvirði uppsjávar- aflans hefur aukist mjög vegna þess að farið er að frysta hann til manneldis í auknum mæli. 10 PENINGAMÁL 2002/3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.