Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 37

Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 37
36 PENINGAMÁL 2002/3 Inngangur Formlegt verðbólgumarkmið var tekið upp í Svíþjóð sem meginmarkmið peningastefnunnar mitt í djúpri efnahagslægð í byrjun ársins 1993. Tveimur mánuð- um áður hafði gengi sænsku krónunnar verið látið fljóta eftir nokkurra mánaða viðleitni til að verja fast- gengisstefnu sem var yfirlýst gengisstefna frá byrjun sjötta áratugarins. Áhugavert er að skoða reynslu Svía af verðbólgu- markmiði í tæpan áratug. Svíþjóð var á meðal fyrstu landa sem tóku upp verðbólgumarkmið í nútímalegri útgáfu þeirrar stefnu. Aðeins Nýja-Sjáland, Kanada og Bretland urðu fyrri til. Svíþjóð hafði að vísu áður haft verðstöðugleika að höfuðmarkmiði peninga- málastjórnar, þ.e.a.s. í heimskreppunni árin 1931- 1937. Reynsla Svía er einnig áhugaverð í ljósi þess að Svíþjóð hefur búið við öflugt velferðarkerfi og mikla miðstýringu á vinnumarkaði. Hér verður fjallað um skipan peningamála í Svíþjóð og aðdraganda þess að verðbólgumarkmið var tekið upp. Fjallað er um umgjörð peningastefn- unnar; skipulag, undirbúning og ákvarðanir í peningamálum. Jafnframt er skoðað hvaða áhrif breytingarnar hafa haft á framvindu í þjóðarbúskapn- um og hvernig tekist hefur til við að gera peninga- stefnuna trúverðuga. Bakgrunnur Erfitt er að greina hin raunverulegu markmið peningastefnu vestrænna ríkja frá lokum seinni heimsstyrjaldar fram á síðasta áratug aldarinnar. Peningastefnan var samofin öðrum þáttum efnahags- stefnu flestra vestrænna ríkja sem hafði fulla atvinnu að meginmarkmiði. Verðlagsstöðugleiki var vissu- lega nefndur í flestum stefnuskrám en oftar en ekki var það markmið látið víkja fyrir markmiðinu um fulla atvinnu. Svíar héldu í markmiðið um fulla atvinnu lengur en flest önnur ríki og formlega létu þeir það ekki fyllilega fyrir róða fyrr en í byrjun síðasta áratugar þegar alvarleg kreppa reið yfir landið. Breytingin varð ekki að yfirlýstri stefnu stjórnvalda fyrr en með yfirlýsingu í síðustu fjárlögum ríkisstjórnar jafnaðar- manna rétt fyrir fall hennar 1991. Með ríkisstjórn borgaraflokkanna sem tók við völdum haustið 1991 var skrefið hins vegar stigið til fulls. Ýmsar breytingar voru þó gerðar í efnahagsmál- um á níunda áratugnum, í átt að því sem var að gerast í umheiminum. Dregið var úr ríkisafskiptum á mörg- um sviðum og höft á fjármála- og gjaldeyrismarkaði voru afnumin á seinni hluta níunda áratugarins. En skortur á viðeigandi aðgerðum á sviði ríkisfjármála og peningamála, samhliða auknu frjálsræði, átti lík- lega þátt í því að alvarleg banka- og gjaldeyriskreppa reið yfir í byrjun tíunda áratugarins. 1970-1990 Til að leita orsaka efnahagsörðugleikanna í upphafi tíunda áratugarins verður að skoða þróunina undan- gengna áratugi. Flestir hagfræðingar eru sammála um þau vandamál sem voru til staðar í Svíþjóð allt frá 1970 en greinir nokkuð á um vægi þeirra. Ljóst er þó að óstöðugleiki sem tengdist ofþenslu og gengis- fellingum hafði áhrif á árangur í þjóðarbúskapnum. Hagvöxtur var minni í Svíþjóð en meðal núverandi Evrópusambandsríkja á árunum 1970-1990, en var þó svipaður og í Bandaríkjunum. Þjóðartekjur jukust hægar vegna mikilla vaxtagreiðslna til útlanda. Rannveig Sigurðardóttir1 Verðbólgumarkmið í Svíþjóð 1. Rannveig er hagfræðingur á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands. Hún vill þakka Arnóri Sighvatssyni, Má Guðmundssyni og Þórarni G. Péturssyni fyrir hjálplegar ábendingar við vinnslu greinarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.