Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 44

Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 44
Á tæpum 10 árum virðist sem sænska seðlabank- anum hafi tekist að skapa almenna tiltrú á peninga- stefnu sína. Bæði heimili, fyrirtæki og markaðsaðilar vænta svipaðrar verðbólgu og verðbólgumarkmiðið hljóðar upp á. Sumir telja jafnframt að síðasta vígið hafi fallið þegar sænska Alþýðusambandið, sem mest hafði gagnrýnt stefnu seðlabankans, lýsti því yfir í aðdraganda kjarasamninga 1999 að niðurstaða kjara- samninganna yrði að vera í samræmi við verðbólgu- markmið bankans.24 Jafnframt hefur aðalhagfræðingur sænska Alþýðusambandsins nýlega bent á mikilvægi Riks- banken eftir að peningastefnunni var breytt.25 Hann telur mikilvægt að Riksbanken sýni á trúverðugan hátt að bankinn muni refsa aðilum vinnumarkaðar ef samningar hafi í för með sér meiri launabreytingar en samrýmast verðbólgumarkmiði bankans. Bankinn stuðli einnig að því að halda niðri væntingum almennings um verðbólgu og stuðli að aukinni fram- leiðni með því að neyða fyrirtækin til þess að hagræða í stað þess að skella auknum kostnaði út í verðlagið. Að lokum bendir hann á að kaupmáttur hafi verið að aukast í Svíþjóð í kjölfar breyttrar peningamálastefnu, en það hafi ekki gerst 20 árin þar á undan. Niðurlag Árangur í sænska þjóðarbúskapnum eftir upptöku verðbólgumarkmiðs markast fyrstu árin af því hve djúp efnahagslægðin var við upptöku þess. Þegar litið er til síðustu ára má sjá að hagvöxtur hefur verið mikill á sama tíma og verðbólga hefur verið við eða undir verðbólgumarkmiðinu. Raunvextir hafa einnig lækkað. Þótt atvinnuleysi sé enn mikið á fyrri tíma mælikvarða hefur dregið verulega úr því á ný og virðist sem umframeftirspurn gæti skapast á næstu misserum. Margt bendir til að framleiðsluslaki sem mynd- aðist í upphafi síðasta áratugar gæti vikið fyrir fram- leiðsluspennu. Því mun á næstu mánuðum reyna á hvort bankanum tekst að viðhalda þeim árangri sem hann hefur náð við að koma böndum á verðbólguna. Það er einkum tvennt sem veldur óvissu í núverandi stöðu. Í fyrsta lagi ætti að koma í ljós hvort nægilega hefur verið tekið á öllum þeim kerfislægu vanda- málum sem fyrir voru. Hins vegar verður ekki síður áhugavert að fylgjast með því hvernig til tekst við að halda aftur af launaskriði í fyrsta skipti sem launa- þrýstingur skapast á vinnumarkaði eftir að samtök atvinnurekenda drógu sig út úr formlegu samstarfi við verkalýðshreyfinguna 1993 og miðstýrðir kjara- samningar liðu undir lok. Þeim sem hafa áhuga á að fræðast meira um sænska seðlabankann, lesa rit hans eða fylgjast með framvindu mála næstu misseri er bent á heimasíðu bankans www.riksbank.se. PENINGAMÁL 2002/3 43 24. Rétt er að benda á að Alþýðusambandið hefur fyrst og fremst gagnrýnt Riksbanken fyrir að hafa stefnt of harkalega á 2%-markið með þeim afleiðingum að verðbólgan hafi oftar verið undir markinu en yfir því. 25. Andersson (2001).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.