Peningamál - 01.08.2002, Page 5

Peningamál - 01.08.2002, Page 5
4 PENINGAMÁL 2002/3 á bensín væri tímabundin og myndi ganga til baka, eins og raun varð á um síðustu mánaðarmót. Bankinn gerði ekki ráð fyrir að aðrar verðhækkanir af þessum sökum yrðu miklar. Verðbólgan er nú fyrst og fremst af innlendum toga Verðhækkanir á þjónustu á almennum markaði og opinberri þjónustu skýra saman um helming hækk- unar vísitölu neysluverðs undanfarna þrjá mánuði. Þar af má rekja um 40% til þjónustu á almennum markaði. Í júlí var þjónusta á almennum markaði sá undirliður vísitölunnar sem hafði hækkað mest undanfarna 12 mánuði eða um 7,1%. Undanfarna þrjá mánuði hafði hann þó hækkað mun minna á árs- grunni eða um 3½%. Því virðist vera farið að hægja á verðhækkun almennrar þjónustu. U.þ.b. tíunda hluta hækkunar vísitölunnar sl. 12 mánuði má rekja til opinberrar þjónustu, sem hækkaði um 4,4% á árs- grunni, en undanfarna þrjá mánuði hefur opinber þjónusta hækkað minna. Ýmsar aðgerðir stjórnvalda í tengslum við verðlagsmarkmið aðila vinnu- markaðar leiddu til þess að opinber þjónusta hefur hækkað minna í verði á þessu ári en hún hefði ella gert. t.d. var hætt við að auka ýmsan kostnað neyt- enda vegna heilsugæslu og hækkun afnotagjalda ríkisútvarps var frestað. Lækkun á vörugjaldi á bensíni, sem hafði áhrif á bensínverð, gekk hins vegar til baka. Húsnæðisliður vísitölunnar skýrir um fimmtung af hækkun vísitölunnar undanfarna þrjá mánuði. Undanfarið ár hækkaði húsnæðisliður vísitölunnar um 4,7%, eða um ½% að raungildi. Undanfarið hálft ár nam hækkunin 5,1% á ársgrunni og 2,9% undan- farinn ársfjórðung. Mikil viðskipti hafa átt sér stað með húsnæði sem glöggt má sjá á vexti húsnæðislána hjá Íbúðalánasjóði. Fjöldi innkominna umsókna var töluvert meiri og meðalfjárhæð fasteignaveðbréfa hærri á fyrri hluta þessa árs en Íbúðalánasjóður hafði gert ráð fyrir. Íbúðalánasjóður lánaði 15,6 ma.kr. á tímabilinu eða rúmum milljarði meira en áætlað var. Aðrar innlendar vörur en mat- og drykkjarvörur hafa einnig hækkað nokkuð umfram meðalverð- breytingar á nýliðnum mánuðum. Hækkun þriggja sl. mánaða nam 1½% sem samsvarar tæplega 6% á árs- grunni. Þessi hækkun skýrir rúmlega 1/10 af hækkun vísitölu neysluverðs á tímabilinu. Innfluttar vörur hafa lækkað í verði en styrking krón- unnar hefur þó varla skilað sér enn að fullu Erlendar verðbreytingar og gengisbreytingar koma mjög hratt fram í innlendu verðlagi bensíns. Undan- farna þrjá mánuði hækkaði bensínliður vísitölu neysluverðs um 3,4%, sem samsvarar 14,4% á árs- grunni. Ástæður þessarar hækkunar eru einkum hækkun á innkaupsverði, sem olíudreifingarfyrir- tækin höfðu ekki tekið tillit til við ákvörðun smásölu- verðs vegna verðlagsmarkmiðs aðila vinnumarkaðar- ins í maí, og hækkun vörugjalds á bensín. Styrking krónunnar hefur vegið á móti en bensínverð hefði hækkað meira ella. Verð innfluttrar mat- og drykkjarvöru hefur lækk- að um 8,4% frá áramótum fram í byrjun júlí og um 0,6% undanfarna þrjá mánuði. Frá áramótum til Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 2000 2001 2002 2,0 3,0 4,0 5,0 6,0 7,0 8,0 9,0 % Neysluverðsvísitala og verðbólguspár Seðlabankans 2000-2002 %-breytingar frá sama ársfjórðungi árið áður Maí ’01 Ágúst ’01 Nóv. ’01 Mynd 2 Feb.’00 Nóv.’99 Neysluverðsvísitala Ágúst ’00 Maí ’00 Feb.’02 Feb. ’01 Nóv. ’00 Maí ’02 1997 | 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 80 90 100 110 120 130 Meðaltal jan. ´97 - júlí ´02 = 100 80 90 100 110 120 130 Mars 1997 = 100 Verð innfluttrar matvöru og vegin innflutningsgengisvísitala 1997-2002 Vegin innflutningsgengisvísitala (hægri ás) (Vog EUR ¾, USD ¼) Heimildir: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands. Verð innfluttrar matvöru (vinstri ás) Mynd 3

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.