Peningamál - 01.08.2002, Qupperneq 5

Peningamál - 01.08.2002, Qupperneq 5
4 PENINGAMÁL 2002/3 á bensín væri tímabundin og myndi ganga til baka, eins og raun varð á um síðustu mánaðarmót. Bankinn gerði ekki ráð fyrir að aðrar verðhækkanir af þessum sökum yrðu miklar. Verðbólgan er nú fyrst og fremst af innlendum toga Verðhækkanir á þjónustu á almennum markaði og opinberri þjónustu skýra saman um helming hækk- unar vísitölu neysluverðs undanfarna þrjá mánuði. Þar af má rekja um 40% til þjónustu á almennum markaði. Í júlí var þjónusta á almennum markaði sá undirliður vísitölunnar sem hafði hækkað mest undanfarna 12 mánuði eða um 7,1%. Undanfarna þrjá mánuði hafði hann þó hækkað mun minna á árs- grunni eða um 3½%. Því virðist vera farið að hægja á verðhækkun almennrar þjónustu. U.þ.b. tíunda hluta hækkunar vísitölunnar sl. 12 mánuði má rekja til opinberrar þjónustu, sem hækkaði um 4,4% á árs- grunni, en undanfarna þrjá mánuði hefur opinber þjónusta hækkað minna. Ýmsar aðgerðir stjórnvalda í tengslum við verðlagsmarkmið aðila vinnu- markaðar leiddu til þess að opinber þjónusta hefur hækkað minna í verði á þessu ári en hún hefði ella gert. t.d. var hætt við að auka ýmsan kostnað neyt- enda vegna heilsugæslu og hækkun afnotagjalda ríkisútvarps var frestað. Lækkun á vörugjaldi á bensíni, sem hafði áhrif á bensínverð, gekk hins vegar til baka. Húsnæðisliður vísitölunnar skýrir um fimmtung af hækkun vísitölunnar undanfarna þrjá mánuði. Undanfarið ár hækkaði húsnæðisliður vísitölunnar um 4,7%, eða um ½% að raungildi. Undanfarið hálft ár nam hækkunin 5,1% á ársgrunni og 2,9% undan- farinn ársfjórðung. Mikil viðskipti hafa átt sér stað með húsnæði sem glöggt má sjá á vexti húsnæðislána hjá Íbúðalánasjóði. Fjöldi innkominna umsókna var töluvert meiri og meðalfjárhæð fasteignaveðbréfa hærri á fyrri hluta þessa árs en Íbúðalánasjóður hafði gert ráð fyrir. Íbúðalánasjóður lánaði 15,6 ma.kr. á tímabilinu eða rúmum milljarði meira en áætlað var. Aðrar innlendar vörur en mat- og drykkjarvörur hafa einnig hækkað nokkuð umfram meðalverð- breytingar á nýliðnum mánuðum. Hækkun þriggja sl. mánaða nam 1½% sem samsvarar tæplega 6% á árs- grunni. Þessi hækkun skýrir rúmlega 1/10 af hækkun vísitölu neysluverðs á tímabilinu. Innfluttar vörur hafa lækkað í verði en styrking krón- unnar hefur þó varla skilað sér enn að fullu Erlendar verðbreytingar og gengisbreytingar koma mjög hratt fram í innlendu verðlagi bensíns. Undan- farna þrjá mánuði hækkaði bensínliður vísitölu neysluverðs um 3,4%, sem samsvarar 14,4% á árs- grunni. Ástæður þessarar hækkunar eru einkum hækkun á innkaupsverði, sem olíudreifingarfyrir- tækin höfðu ekki tekið tillit til við ákvörðun smásölu- verðs vegna verðlagsmarkmiðs aðila vinnumarkaðar- ins í maí, og hækkun vörugjalds á bensín. Styrking krónunnar hefur vegið á móti en bensínverð hefði hækkað meira ella. Verð innfluttrar mat- og drykkjarvöru hefur lækk- að um 8,4% frá áramótum fram í byrjun júlí og um 0,6% undanfarna þrjá mánuði. Frá áramótum til Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 2000 2001 2002 2,0 3,0 4,0 5,0 6,0 7,0 8,0 9,0 % Neysluverðsvísitala og verðbólguspár Seðlabankans 2000-2002 %-breytingar frá sama ársfjórðungi árið áður Maí ’01 Ágúst ’01 Nóv. ’01 Mynd 2 Feb.’00 Nóv.’99 Neysluverðsvísitala Ágúst ’00 Maí ’00 Feb.’02 Feb. ’01 Nóv. ’00 Maí ’02 1997 | 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 80 90 100 110 120 130 Meðaltal jan. ´97 - júlí ´02 = 100 80 90 100 110 120 130 Mars 1997 = 100 Verð innfluttrar matvöru og vegin innflutningsgengisvísitala 1997-2002 Vegin innflutningsgengisvísitala (hægri ás) (Vog EUR ¾, USD ¼) Heimildir: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands. Verð innfluttrar matvöru (vinstri ás) Mynd 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.