Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 30

Peningamál - 01.08.2002, Blaðsíða 30
PENINGAMÁL 2002/3 29 m.kr. Fjárhæð tilboða til níu og tólf mánaða skal vera að lágmarki 50 m.kr. Þátttakendur á markaðnum hafa fyrst og fremst nýtt sér millibankamarkaðinn með krónur til að hafa áhrif á lausafjárstöðu sína til skemmri tíma. Á mynd 1 má sjá að langstærstur hluti viðskipta er til eins dags eða yfir nótt. Hámarksvaxtabil milli inn- og útlána í tilboðum þátttakenda til eins mánaðar eða lengri tíma er 0,25 prósentur. Ekki er skilgreint hámarksvaxtabil í tilboðum með styttri tímalengdir en það skal jafnan vera innan hóflegra marka. Engum aðila er heimilt að verðleggja sig út af markaðnum að staðaldri með óhagstæðum tilboðum. Hver og einn þátttakandi ákveður hversu há úti- standandi dagleg lánastaða annars þátttakanda gagn- vart honum má hæst vera. Þessar lánalínur eru fyrir- fram ákveðnar. Tilboð eru bindandi nema þegar lánalínur eru fullnýttar. Viðskipti fara fram frá kl. 9:30 til 14:00 hvern viðskiptadag. Aðkoma Seðlabankans að markaðnum Seðlabankinn er, eins og áður hefur komið fram, ekki beinn aðili að markaðnum. Bankinn hefur þó umsjón með markaðnum og gengur úr skugga um að heil- brigðir viðskiptahættir séu í heiðri hafðir. Einnig heldur bankinn reglulega fundi með markaðsaðilum þar sem fjallað er um leikreglur markaðarins. Seðlabankinn reiknar og skráir meðalvexti til- boða þátttakenda milli klukkan 11:15 og 11:30 á hverjum viðskiptadegi og birtir á sérstakri upplýs- ingasíðu í Reuterkerfinu en það kerfi er einnig notað til að sýna tilboð markaðsaðila á rauntíma á hverjum viðskiptadegi. Eigi viðskipti sér stað á markaðnum ber þátttakanda að tilkynna Seðlabankanum um mótaðila í viðskiptunum, fjárhæð, lánstíma og vexti. Seðlabankinn birtir síðan daglega í Reuterkerfinu hvert heildarviðskiptamagn var á markaðnum og hvernig það skiptist niður á lánstíma. Um það leyti er endurskipulagning millibanka- markaðar með krónur fór fram var skipulegri dag- lánafyrirgreiðslu komið á fót í Seðlabankanum fyrir lánastofnanir sem bindiskylda nær til. Daglán eru tryggð með sömu verðbréfum og hæf eru í endur- hverfum viðskiptum. Stofnun daglánafyrirgreiðslu þjónaði m.a. þeim tilgangi að setja efri mörk á milli- bankavexti til skamms tíma, en kjör bankans á viðskiptareikningum lánastofnana ákvarða neðri mörk millibankavaxta. Þessir vextir mynda nokkurs Heimild: Seðlabanki Íslands. O/N T/N S/W 2 W 1 M 2 M 3 M 6 M 9 M 12 M 0 100 200 300 400 Ma.kr. 1998 1999 2000 2001 Til júníloka 2002 Mynd 1 Velta á millibankamarkaði með krónur eftir tímalengdum 1998-2002 Heimild: Seðlabanki Íslands. 1998 1999 2000 2001 Til 26. júní 2002 0 100 200 300 400 500 600 Ma.kr. Mynd 2 Heildarvelta á millibankamarkaðnum með krónur 1998-2002 Heimild: Seðlabanki Íslands. J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M 0 2 4 6 8 10 12 14 16 % Mynd 3 Vextir Seðlabanka og skráðir O/N REIBOR vextir 1. jan. 1998 - 28. júní 2002 (daglegar tölur) 1998 1999 2000 2001 2002 Vextir á viðskipta- reikningum lánastofnana Daglánavextir SÍ Skráðir O/N vextir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.