Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 6

Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 6
verðbólgan nú undir verðbólgumarkmiði Seðlabank- ans. Lítil verðbólga hefur haldið kaupmætti stöðug- um á árinu og töluvert meiri en fyrir ári. Á sama tíma hafa raunvextir almennt haldið áfram að lækka. Heimilin hafa brugðist við þessum jákvæðu aðstæð- um með líflegum fasteignaviðskiptum og raunverð íbúðarhúsnæðis hefur náð nýju hámarki. Á heildina litið má segja að eftirspurnarbatinn sé orðinn nokkuð skýr. Verðlagsþróun Verðbólga undir verðbólgumarkmiði í níu mánuði samfleytt Frá nóvembermánuði sl. hefur verðbólga verið nokkuð undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans, ná- lægt 2% sl. þrjá mánuði og 1,6% í júlíbyrjun. Lítil verðbólga í júlí skýrist m.a. af því að sumarútsölur á fötum og skóm var fyrr á ferðinni en venjulega og hefði tólf mánaða hækkun vísitölunnar verið um 1,9% ef útsölur hefðu ekki hafist svona snemma sumars. Sem fyrr er það einkum húsnæðisliður vísitölunnar sem skýrir hækkun hennar, en auk þess hefur verð opinberrar þjónustu hækkað mun meira en almennt verðlag. Vöruverð er hins vegar enn lægra en fyrir ári. Í viðskiptalöndunum hefur dregið úr verðbólgu undanfarna mánuði og hefur hún að meðaltali verið svipuð og á Íslandi. Í sumum mikil- vægum viðskiptalöndum er verðbólga orðin mjög lítil, t.d. nálægt ½% í Þýskalandi, en allt að 4% þar sem hún er mest. Í Japan hefur ríkt verðhjöðnun. Hækkun neysluverðs milli fyrsta og annars árs- fjórðungs var undir síðustu verðbólguspá Í spá Seðlabankans, sem birt var í Peningamálum 2003/2, var reiknað með 2,3% hækkun vísitölu neysluverðs frá öðrum fjórðungi ársins 2002 til jafn- lengdar 2003. Í reynd hækkaði vísitalan um 2,0%. Frávikið skýrist af lægra vöruverði en reiknað var með og sterkara gengi krónunnar á fyrri hluta spá- tímabilsins. Gengi krónunnar lækkaði hins vegar nokkuð í júní og var fyrri hluta júlímánaðar rúmlega 3% lægra en gert var ráð fyrir í maíspánni. Húsnæðisliður vísitölu neysluverðs og verð þjónustu skýra meira en alla tólf mánaða hækkun vísitölunnar... Í byrjun júlí hafði húsnæðisliður vísitölu neysluverðs hækkað um 9,9% á tólf mánuðum og markaðsverð hús- næðis um 12,1% (sjá umfjöllun um íbúðamarkaðinn á bls. 12). Án húsnæðisliðar er vísitala neysluverðs óbreytt frá fyrra ári. Annar þáttur sem haft hefur umtals- verð áhrif á vísitölu neysluverðs sl. tólf mánuði er verðlag opinberrar þjónustu. Það hafði í byrjun júlí hækkað um tæplega 7% á einu ári og áhrif þess til hækkunar neysluverðs námu tæplega ½%. Eins og greint var frá í Peningamálum 2003/2 skýrist hækkunin af hliðrun hækkana á opinberum gjaldskrám og ættu áhrif þess að hjaðna á næstunni og vera að mestu horf- in í ársbyrjun 2004. Dregið hefur úr tólf mánaða verðhækkun á þjónustu einkaaðila frá fyrri ársfjórðungi og var árshækkunin á öðrum ársfjórðungi rúmlega 2½% og skýrði í júlí rúm- lega 40% af hækkun vísitölunnar frá sama tíma í fyrra. Í sumum tilfellum hefur gengishækkun krónunnar ekki komið fram í lægra þjónustuverði eins og vænta mátti. Mynd 1 J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J S N J M M J 1999 2000 2001 2002 2003 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 % Verðbólga á mælikvarða vísitölu neysluverðs og kjarnavísitalna 1999-2003 Heimild: Hagstofa Íslands. Kjarnavísitala 1 Kjarnavísitala 2 Vísitala neysluverðs Verðbólgumarkmið SÍ Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 1 2 3 4 2000 2001 2002 2003 1,0 2,0 3,0 4,0 5,0 6,0 7,0 8,0 9,0 % Neysluverðsvísitala og verðbólguspár Seðlabankans 2000-2003 %-breytingar frá sama ársfjórðungi árið áður Maí ’01 Ágúst ’01 Nóv. ’01 Nóv.’00 Mynd 2 Feb.’00 Neysluverðsvísitala Ágúst ’00 Maí ’00 Feb.’02 Feb.’01 Maí’02 Ág.’02 Nóv.’02 Feb.’03 Maí ’03 PENINGAMÁL 2003/3 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.