Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 17

Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 17
Verðið hefur heldur farið hækkandi á undanförnum vikum þannig að nú er áætlað að eldsneytisverð hækki um 9% á þessu ári en lækki hins vegar um 14% á næsta ári (hvort tveggja í erlendri mynt). Þetta er talsverð hækkun frá því í síðustu spá þar sem gert var ráð fyrir 3% hækkun á þessu ári. Hins vegar er spáin óbreytt fyrir árið 2004. Búist er við að þróun viðskiptakjara vöru og þjónustu verði aðeins hag- stæðari á þessu ári en gert var ráð fyrir í síðustu spá, en í raun er þó um tilfærslu frá síðasta ári að ræða. Á næsta ári er reiknað með að viðskiptakjör muni batna frá þessu ári en um ½ prósentu minna en gert var ráð fyrir í síðustu spá. Forsendum um þróun erlendra vaxta er ekki breytt frá síðustu spá bankans. Gert er ráð fyrir að er- lendir skammtímavextir verði 3% á þessu ári og 3½% á því næsta. Hagvöxtur eykst lítillega frá síðustu spá... Samkvæmt spá Seðlabankans verður 2¾% hagvöxtur á þessu ári og 3½% hagvöxtur á því næsta. Þetta er í báðum tilfellum ¼ prósentu meiri hagvöxtur en gert var ráð fyrir í síðustu spá bankans. Spáð er að einka- neysla vaxi um 2% á þessu ári, sem er mun meira en spáð var í maí, en áfram er gert ráð fyrir 3% vexti á næsta ári. Talið er að samneyslan muni aukast lítil- lega á þessu ári frá fyrri spá. Hins vegar er talið að fjármunamyndun þessa árs muni aukast um 10¾% sem er nokkru minna en spáð var í maí. Spá bankans um fjárfestingu í íbúðarhúsnæði er óbreytt. Útflutn- ingur eykst um 2% á þessu ári og um 4% á því næsta samkvæmt spánni. Aukninguna má rekja til aukinna aflaheimilda eins og rakið var hér að framan. Talið er að vöxtur innflutnings verði óbreyttur frá síðustu spá á árinu 2004, en aukist lítillega á þessu ári miðað við spána í maí. 16 PENINGAMÁL 2003/3 Tafla 4 Þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands Milljarðar króna Magnbreytingar Breyting frá síðustu á verðlagi hvers árs frá fyrra ári (%)1 spá (prósentur)1 2002 2003 2004 2002 2003 2004 2002 2003 2004 Einkaneysla ........................................................ 419,5 436,0 457,7 -1¼ 2 3 - 1 - Samneysla .......................................................... 194,7 206,5 221,9 3 2½ 2½ - ½ - Fjármunamyndun ............................................... 146,5 167,4 191,2 -12¾ 10¾ 11¼ - -¾ ½ Atvinnuvegafjárfesting .................................. 79,4 93,6 116,5 -19½ 14 20¾ - -½ 1 Án stóriðju, skipa og flugvéla................... 64,5 65,2 73,1 -9 -2 9¼ - - -¼ Fjárfesting í íbúðarhúsnæði ........................... 37,4 39,8 42,2 5¼ 3 3½ - - - Fjárfesting hins opinbera ............................... 29,7 34,1 32,5 -8¼ 11¼ -7 - -2¾ - Þjóðarútgjöld, alls .............................................. 760,6 809,9 870,7 -2½ 3¾ 4¾ - ¼ ¼ Útflutningur vöru og þjónustu ........................... 307,3 289,5 303,6 3 2 4 - ¾ ¼ Innflutningur vöru og þjónustu .......................... 293,5 285,1 304,8 -2½ 4½ 7 - ½ - Verg landsframleiðsla......................................... 774,4 814,4 869,5 -½ 2¾ 3½ - ¼ ¼ Viðskiptajöfnuður sem % af VLF...................... . . . ½ -1¼ -2½ ¼ -¼ -¼ Vergur þjóðhagslegur sparnaður sem % af VLF . . . 18¾ 18¼ 18 - -1 -1½ Hrein erlend skuld sem % af VLF ..................... . . . 100½ 94¼ 94 . . . Hrein erlend staða þjóðarbúsins sem % af VLF . . . -78¼ -73 -73 . . . Launakostnaður á alm. vinnumarkaði, %-br. milli ársmeðaltala ..................................... . . . 5¾ 5 4¼ - - - Framleiðni vinnuafls, %-br. milli ársmeðaltala . . . . 1 2 1½ - ½ - Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann, %-br. milli ársmeðaltala ..................................... . . . 1 2¼ 3½ - - 1¼ Atvinnuleysi sem % af mannafla ....................... . . . 2½ 3¼ 2½ - ¼ - Framleiðsluspenna sem % af VLF..................... . . . -¼ -½ ¼ -¾ -½ -¼ 1. Stutt lárétt strik (-) táknar að breyting er engin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.